Isak utan vallar en þó í forgrunni Valur Páll Eiríksson skrifar 25. ágúst 2025 10:00 Isak fagnar marki gegn Liverpool í úrslitaleik enska deildabikarsins í mars. Hann verður hvergi nærri vellinum í kvöld en hefur þó mikil áhrif á leik kvöldsins. Stu Forster/Getty Images Sænski framherjinn Alexander Isak mun engan þátt taka í leik kvöldsins milli Newcastle og Liverpool á St. James‘ Park en fáir hafa þó meiri áhrif á leikinn. Stuðningsmenn Newcastle eru sárir út í Svíann og má búast við rafmögnuðu andrúmslofti. Um er að ræða fyrsta heimaleik Newcastle á leiktíðinni og þá er almennur frídagur á Bretlandi í dag, svo menn hafa vænan tíma til að hita upp. Nógu sérstakt væri að fá meistarana í heimsókn í fyrsta heimaleik en sagan í kringum Isak í sumar, beiðni hans um að fara og tilboði Liverpool sem var hafnað setur allt annað krydd á leikinn. „Fyrsti leikur tímabilsins á heimavelli er alltaf sérstakur og kvöldleikir undir ljósunum eru ávallt einstakir. Ég er viss um að stuðningsmennirnir muni skapa virkilega góða stemningu. Við verðum að nýta þann kraft, án þess þó að missa einbeitinguna. Það skiptir okkur mikli máli,“ segir Eddie Howe, stjóri Newcastle um leik kvöldsins. Liverpool gert sumarið erfitt Howe er mikill aðdáandi Hugo Ekitiké, sem mun að líkindum leiða framlínu Liverpool í kvöld. Newcastle hefur reynt að kaupa framherjann þrisvar, fyrst árið 2022 og síðast nú í sumar. Liðið þurfti að horfa á eftir honum til Liverpool, sem reynir þrátt fyrir það að fá Isak frá þeim svarthvítu. Annar blær hefði að líkindum verið á sumrinu hjá norðanmönnum hefði franski framherjinn komið til félagsins, en Newcastle leitar logandi ljósi að framherja eftir að Joao Pedro, Liam Delap og Benjamin Sesko hafa allir runnið liðinu úr greipum – auk Ekitiké. Enn á eftir að finna leikmenn í stað Callum Wilson, sem hélt á braut í sumar, og þá er ekki útlit fyrir að Isak muni spila fyrir liðið í vetur, eins og sakir standa. Aðeins vika er til stefnu þar til félagsskiptaglugginn lokar. Stuðningsmenn sárir Stuðningsmenn Newcastle eru klárir í slaginn og áhrifin sem stjórnarmenn Liverpool hafa haft á sálartetur þeirra í sumar vegna bæði Isak og Ekitiké sitja eftir. Blendnar tilfinningar eru gagnvart þeim sænska, en til stendur að sýna stóran borða (e. tifo) í stúkunni fyrir leik í kvöld. „Það hefur verið erfitt fyrir okkur sem hóp að komast að sameiginlegri niðurstöðu vegna þess að menn hafa mismunandi skoðanir á stöðunni. Við þurfum að sýna eitthvað með réttum tóni, og þetta verður stórt, eins og alltaf. Mikilvægast er að styðja þá leikmenn sem eru á vellinum – sem við munum gera,“ segir Thomas Concannon, ársmiðahafi í stuðningssveit Newcastle-manna við breska ríkisútvarpið, BBC. „Þetta er allt saman mjög stórt. Manni líður eins og meira sé undir en bara þrjú stig. Það er dálítið skrýtið, það er eins og Newcastle sé á leið í leik við sögulega erkifjendur,“ bætir hann við. Ákefð og orka Leikur liðanna á sama velli í fyrra var heilmikil skemmtun og lyktaði með 3-3 jafntefli þar sem varnarmaðurinn Fabian Schar jafnaði á 90. mínútu fyrir heimamenn. Liverpool vann 2-0 á Anfield í febrúar en Newcastle hafði betur í úrslitaleik deildabikarsins í mars. Allir þrír leikir einkenndust af mikilli ákefð, pressu og hraða. Ekki má búast við öðru í kvöld, sér í lagi með það háa orkustig sem búast má við á St. James‘ Park. Leikur Newcastle og Liverpool hefst klukkan 19:00 í kvöld. Hitað verður upp fyrir leikinn frá klukkan 18:30 á Sýn Sport. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Um er að ræða fyrsta heimaleik Newcastle á leiktíðinni og þá er almennur frídagur á Bretlandi í dag, svo menn hafa vænan tíma til að hita upp. Nógu sérstakt væri að fá meistarana í heimsókn í fyrsta heimaleik en sagan í kringum Isak í sumar, beiðni hans um að fara og tilboði Liverpool sem var hafnað setur allt annað krydd á leikinn. „Fyrsti leikur tímabilsins á heimavelli er alltaf sérstakur og kvöldleikir undir ljósunum eru ávallt einstakir. Ég er viss um að stuðningsmennirnir muni skapa virkilega góða stemningu. Við verðum að nýta þann kraft, án þess þó að missa einbeitinguna. Það skiptir okkur mikli máli,“ segir Eddie Howe, stjóri Newcastle um leik kvöldsins. Liverpool gert sumarið erfitt Howe er mikill aðdáandi Hugo Ekitiké, sem mun að líkindum leiða framlínu Liverpool í kvöld. Newcastle hefur reynt að kaupa framherjann þrisvar, fyrst árið 2022 og síðast nú í sumar. Liðið þurfti að horfa á eftir honum til Liverpool, sem reynir þrátt fyrir það að fá Isak frá þeim svarthvítu. Annar blær hefði að líkindum verið á sumrinu hjá norðanmönnum hefði franski framherjinn komið til félagsins, en Newcastle leitar logandi ljósi að framherja eftir að Joao Pedro, Liam Delap og Benjamin Sesko hafa allir runnið liðinu úr greipum – auk Ekitiké. Enn á eftir að finna leikmenn í stað Callum Wilson, sem hélt á braut í sumar, og þá er ekki útlit fyrir að Isak muni spila fyrir liðið í vetur, eins og sakir standa. Aðeins vika er til stefnu þar til félagsskiptaglugginn lokar. Stuðningsmenn sárir Stuðningsmenn Newcastle eru klárir í slaginn og áhrifin sem stjórnarmenn Liverpool hafa haft á sálartetur þeirra í sumar vegna bæði Isak og Ekitiké sitja eftir. Blendnar tilfinningar eru gagnvart þeim sænska, en til stendur að sýna stóran borða (e. tifo) í stúkunni fyrir leik í kvöld. „Það hefur verið erfitt fyrir okkur sem hóp að komast að sameiginlegri niðurstöðu vegna þess að menn hafa mismunandi skoðanir á stöðunni. Við þurfum að sýna eitthvað með réttum tóni, og þetta verður stórt, eins og alltaf. Mikilvægast er að styðja þá leikmenn sem eru á vellinum – sem við munum gera,“ segir Thomas Concannon, ársmiðahafi í stuðningssveit Newcastle-manna við breska ríkisútvarpið, BBC. „Þetta er allt saman mjög stórt. Manni líður eins og meira sé undir en bara þrjú stig. Það er dálítið skrýtið, það er eins og Newcastle sé á leið í leik við sögulega erkifjendur,“ bætir hann við. Ákefð og orka Leikur liðanna á sama velli í fyrra var heilmikil skemmtun og lyktaði með 3-3 jafntefli þar sem varnarmaðurinn Fabian Schar jafnaði á 90. mínútu fyrir heimamenn. Liverpool vann 2-0 á Anfield í febrúar en Newcastle hafði betur í úrslitaleik deildabikarsins í mars. Allir þrír leikir einkenndust af mikilli ákefð, pressu og hraða. Ekki má búast við öðru í kvöld, sér í lagi með það háa orkustig sem búast má við á St. James‘ Park. Leikur Newcastle og Liverpool hefst klukkan 19:00 í kvöld. Hitað verður upp fyrir leikinn frá klukkan 18:30 á Sýn Sport.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira