Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. ágúst 2025 20:05 Það logaði vel og glatt í Bergþórshvoli í gærkvöldi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikið sjónarspil á Gaddstaðaflötum á Hellu í gærkvöldi þegar kveikt var í Bergþórshvoli, eftirlíkingu af húsi Njáls Þorgeirssonar, bónda, höfðingja og lögspekings úr Brennu – Njálssögu. Þúsundir gesta fylgdust með brennunni úr brekkunni, en með henni lauk fjögurra daga Njáluhátíð í Rangárþingi. Dagurinn í gær var stór á hátíðinni en hann byrjaði í hádeginu á bænum Völlum rétt við Hvolsvöll þar sem 99 knapar lögðu af stað ríðandi á hestum sínum í hinni eiginlegu brennureið á Gaddstaðaflatir undir forystu Hermanns Árnasonar, sem var í hlutverki Flosa úr Njálssögu í reiðinni. Hermann fékk líka það hlutverk að kveikja í Bergþórshvoli í gærkvöldi eftir að hópreiðin hafði farið inn á völlinn fyrir framan mikinn fjölda áhorfenda. „Það var ofsalega gaman á Gaddstaðaflötum og mjög hátíðlegt og svona harmþrungið auðvitað líka. Það var heilmikil brenna, sem var mikið sjónarspil, eldurinn tælir,“ segir Hermann. Hermann Árnason, sem var í stóru hlutverki í gærkvöldi þegar hann kveikti í Bergþórshvoli á Gaddstaðaflötum á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það kom í hlut Guðna Ágústssonar, forsvarsmanns hátíðarinnar og Njálufélagsins að setja samkomuna í gærkvöldi. „Ísland farsældar frón og hagsældar hrímhvíta móðir. Hvar er þín fornaldar frægð, frelsið og manndáðin best,“ sagði Guðni meðal annars. Guðni Ágústsson, forsvarsmaður Njáluhátíðarinnar í Rangárþingi og Arthur Björgvin Bollason, Njálusérfræðingur með meiru. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kynnir kvöldsins er mikill sérfræðingur og áhugamaður um Brennu Njálssögu. „Ég var nú í fjögur ár umboðsmaður Njálu en Guðni skipaði umboðsmann íslenska hestsins og ég fékk að vera umboðsmaður Njálu, sem var ekki minni virðing,“ segir Arthur Björgvin Bollason Njálusérfræðingur með meiru. Það var blautt á Gaddstaðaflötum í gærkvöldi en fólk lét það ekki á sig fá enda hlýtt í veðri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo var boðið upp á víkingabardaga og allskonar fjölbreytt skemmtiatriði áður en Hermann eða hann í hlutverki Flosa kveikti í Bergþórshvoli á táknrænan hátt. Víkingar voru áberandi á Gaddstaðaflötum í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það var ekki bara brenna og sýningaratriði í gærkvöldi, það var líka hressilegur karlakórssöngur í boði, sem gestir kunnu vel að meta. Kæðaburður við hæfi á skemmtun gærkvöldsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Rangárþing ytra Menning Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Dagurinn í gær var stór á hátíðinni en hann byrjaði í hádeginu á bænum Völlum rétt við Hvolsvöll þar sem 99 knapar lögðu af stað ríðandi á hestum sínum í hinni eiginlegu brennureið á Gaddstaðaflatir undir forystu Hermanns Árnasonar, sem var í hlutverki Flosa úr Njálssögu í reiðinni. Hermann fékk líka það hlutverk að kveikja í Bergþórshvoli í gærkvöldi eftir að hópreiðin hafði farið inn á völlinn fyrir framan mikinn fjölda áhorfenda. „Það var ofsalega gaman á Gaddstaðaflötum og mjög hátíðlegt og svona harmþrungið auðvitað líka. Það var heilmikil brenna, sem var mikið sjónarspil, eldurinn tælir,“ segir Hermann. Hermann Árnason, sem var í stóru hlutverki í gærkvöldi þegar hann kveikti í Bergþórshvoli á Gaddstaðaflötum á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það kom í hlut Guðna Ágústssonar, forsvarsmanns hátíðarinnar og Njálufélagsins að setja samkomuna í gærkvöldi. „Ísland farsældar frón og hagsældar hrímhvíta móðir. Hvar er þín fornaldar frægð, frelsið og manndáðin best,“ sagði Guðni meðal annars. Guðni Ágústsson, forsvarsmaður Njáluhátíðarinnar í Rangárþingi og Arthur Björgvin Bollason, Njálusérfræðingur með meiru. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kynnir kvöldsins er mikill sérfræðingur og áhugamaður um Brennu Njálssögu. „Ég var nú í fjögur ár umboðsmaður Njálu en Guðni skipaði umboðsmann íslenska hestsins og ég fékk að vera umboðsmaður Njálu, sem var ekki minni virðing,“ segir Arthur Björgvin Bollason Njálusérfræðingur með meiru. Það var blautt á Gaddstaðaflötum í gærkvöldi en fólk lét það ekki á sig fá enda hlýtt í veðri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo var boðið upp á víkingabardaga og allskonar fjölbreytt skemmtiatriði áður en Hermann eða hann í hlutverki Flosa kveikti í Bergþórshvoli á táknrænan hátt. Víkingar voru áberandi á Gaddstaðaflötum í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það var ekki bara brenna og sýningaratriði í gærkvöldi, það var líka hressilegur karlakórssöngur í boði, sem gestir kunnu vel að meta. Kæðaburður við hæfi á skemmtun gærkvöldsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Rangárþing ytra Menning Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira