Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 07:34 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur komið af krafti inn í lið Angel City. Getty/Ronald Martinez Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var í fyrsta sinn í sigurliði með bandaríska liðinu Angel City í nótt og það gegn sjálfum meisturum Orlando Pride. Langri leit liðsins að sigri er þar með lokið. Angel City hafði ekki unnið leik síðan 10. maí, eða löngu áður en Sveindís bættist í leikmannahópinn því hún byrjaði að spila með liðinu í byrjun þessa mánaðar. Með Sveindísi í liðinu hefur Angel City aðeins tapað einum leik af fjórum en liðið hafði samt alls spilað átta leiki í röð án sigurs þegar það vann 1-0 gegn Orlando Pride í nótt, með marki í lok leiks. Sveindís hafði einnig sjálf beðið lengi eftir sigri, eftir þrjú töp með Íslandi á Evrópumótinu í Sviss áður en hún fór til Bandaríkjanna. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) Hin tvítuga bandaríska landsliðskona Alyssa Thompson skoraði sigurmarkið í nótt með laglegum hætti, eftir að hafa farið illa með goðsögnina Mörtu sem er 39 ára fyrirliði Orlando Pride. Sveindís var þarna farin af velli en hún lék fyrstu 72 mínútur leiksins þar til Christen Press kom inn á í hennar stað. Sveindís hafði hins vegar verið áberandi í leiknum og skapað hættu. The footwork from Sveindís Jónsdóttir 🤌 pic.twitter.com/nHwMPj1yKa— National Women’s Soccer League (@NWSL) August 22, 2025 Hannah Seabert var að spila sinn annan leik í marki Angel City og varði stundum frábærlega í leiknum en hún hefur haldið hreinu í báðum leikjum sínum eftir komuna frá Sporting Lissabon. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) Angel City er nú með 20 stig eftir 17 leiki, í 10. sæti af 14 liðum. Liðið er með jafnmörg stig og Gotham í 8. sæti en átta efstu liðin fara í úrslitakeppnina að loknum 26 umferðum og Sveindís og stöllur hennar hafa því níu leiki til að koma sér þangað. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Angel City hafði ekki unnið leik síðan 10. maí, eða löngu áður en Sveindís bættist í leikmannahópinn því hún byrjaði að spila með liðinu í byrjun þessa mánaðar. Með Sveindísi í liðinu hefur Angel City aðeins tapað einum leik af fjórum en liðið hafði samt alls spilað átta leiki í röð án sigurs þegar það vann 1-0 gegn Orlando Pride í nótt, með marki í lok leiks. Sveindís hafði einnig sjálf beðið lengi eftir sigri, eftir þrjú töp með Íslandi á Evrópumótinu í Sviss áður en hún fór til Bandaríkjanna. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) Hin tvítuga bandaríska landsliðskona Alyssa Thompson skoraði sigurmarkið í nótt með laglegum hætti, eftir að hafa farið illa með goðsögnina Mörtu sem er 39 ára fyrirliði Orlando Pride. Sveindís var þarna farin af velli en hún lék fyrstu 72 mínútur leiksins þar til Christen Press kom inn á í hennar stað. Sveindís hafði hins vegar verið áberandi í leiknum og skapað hættu. The footwork from Sveindís Jónsdóttir 🤌 pic.twitter.com/nHwMPj1yKa— National Women’s Soccer League (@NWSL) August 22, 2025 Hannah Seabert var að spila sinn annan leik í marki Angel City og varði stundum frábærlega í leiknum en hún hefur haldið hreinu í báðum leikjum sínum eftir komuna frá Sporting Lissabon. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) Angel City er nú með 20 stig eftir 17 leiki, í 10. sæti af 14 liðum. Liðið er með jafnmörg stig og Gotham í 8. sæti en átta efstu liðin fara í úrslitakeppnina að loknum 26 umferðum og Sveindís og stöllur hennar hafa því níu leiki til að koma sér þangað.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti