Sport

Magnús Eyjólfs­son er látinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Karatesamfélagið á Íslandi hefur misst máttarstólpa úr samfélagi sínu.
Karatesamfélagið á Íslandi hefur misst máttarstólpa úr samfélagi sínu.

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands í kata, er látinn 54 ára gamall. Magnús lést á Landspítalanum þann 15. ágúst eftir stutt veikindi.

Greint er frá andláti Magnúsar á Facebook-síðu Karatesambands Íslands en hann var afar öflugur í karatehreyfingunni hér á landi. Magnús var margverðlaunaður í kata bæði sem ungur iðkandi og á fullorðinsárum. Hann varð Íslandsmeistari í kata árið 2011 en hann keppti fyrir Breiðablik þar sem hann þjálfaði líka iðkendur.

Magnús varð Íslandsmeistari í kata í karlaflokki árið 2011. Aðalheiður Rósa Harðardóttir vann í kvennaflokki.Karatesamband Íslands

Magnús var ráðinn landsliðsþjálfari í kata árið 2011 og gegndi hlutverkinu til ársins 2017. Hann var svo ráðinn aftur í starfið árið 2022 og var starfandi landsliðsþjálfari þegar hann féll frá.

Karatesamband Íslands sendir fjölskyldu Magnúsar sínar innilegustu samúðarkveðjur um leið og sambandið þakkar fyrir þau fjölmörgu góðu verk sem Magnús sinnti.

„Minning um góðan pilt mun lifa með okkur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×