Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar 21. ágúst 2025 08:30 Ísland stendur á tímamótum í umhverfismálum og það er kominn tími til að grípa til aðgerða. Á tímum óvissu í alþjóðamálum, aukins þrýstings á orkumarkaði og hnattrænna áskorana í loftslagsmálum höfum við ekki efni á að bíða. Góðu fréttirnar eru þær að lausnirnar eru til staðar og nú þurfum við einfaldlega að láta hendur standa fram úr ermum; virkja styrk samfélagsins, sameina krafta atvinnulífs og stjórnvalda og efla þannig samvinnu sem skilar raunverulegum aðgerðum. Hér á Íslandi höfum við öll tækifæri til að gera þetta. Forskot í nýtingu auðlinda, orkuskipti, græn iðnbylting, íslenskt hugvit á sviði loftslagslausna og markvisst samstarf atvinnulífs og stjórnvalda. Þetta eru ekki bara hugmyndir á blaði heldur raunverulegir möguleikar sem Ísland getur nýtt sér. Allt eru þetta atriði sem skilað hafa vel launuðum störfum, stuðlað að samkeppnishæfi og auknum lífsgæðum á Íslandi. Næsta skref er að tengja saman loftslags- og atvinnustefnu stjórnvalda við verkfærakistu atvinnulífsins og hrinda áætlunum í framkvæmd. Erlendis má finna innblástur. Danir hafa til að mynda, með NEKST-samstarfinu, sýnt hvernig markviss samvinna stjórnvalda og atvinnulífs skilar raunverulegum niðurstöðum fyrir umhverfi, samfélag og efnahag. Samtarf til framtíðar - öflugt Ísland Við getum lært af öðrum en jafnframt byggt á okkar eigin styrkleikum og þeim árangri sem náðst hefur hérlendis. Þar má nefna verkefnið Byggjum á grænni framtíð, sem er samstarfsverkefni stjórnvalda og hagaðila í byggingariðnaðinum um vistvænni mannvirkjagerð og aðgerðir í loftslagmálum. Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030 hefur þegar skilað 40 árangursríkum aðgerðum af þeim 74 sem upphaflega voru settar fram, og nýlega voru kynntar 16 nýjar aðgerðir. Verkefnið er fyrirmyndarverkefni þegar kemur að framkvæmd stefnu í loftslagsmálum og gott dæmi um það hvernig samstarf stjórnvalda og atvinnulífs skilar áþreifanlegum árangri á þessu sviði. Á ársfundi Grænvangs, Samstarf til framtíðar – öflugt Ísland, ætlum við að ræða framtíðina í þessum málaflokki; hvernig kraftmikið samstarf stjórnvalda og atvinnulífs getur lagt grunn að samkeppnishæfni til framtíðar, öruggu orkukerfi og markvissum loftslagslausnum. Á fundinum munum við flétta skapandi hugsun við hagnýtar lausnir og vera hvert öðru innblástur til að takast í sameiningu á við áskoranir morgundagsins. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs,samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Loftslagsmál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland stendur á tímamótum í umhverfismálum og það er kominn tími til að grípa til aðgerða. Á tímum óvissu í alþjóðamálum, aukins þrýstings á orkumarkaði og hnattrænna áskorana í loftslagsmálum höfum við ekki efni á að bíða. Góðu fréttirnar eru þær að lausnirnar eru til staðar og nú þurfum við einfaldlega að láta hendur standa fram úr ermum; virkja styrk samfélagsins, sameina krafta atvinnulífs og stjórnvalda og efla þannig samvinnu sem skilar raunverulegum aðgerðum. Hér á Íslandi höfum við öll tækifæri til að gera þetta. Forskot í nýtingu auðlinda, orkuskipti, græn iðnbylting, íslenskt hugvit á sviði loftslagslausna og markvisst samstarf atvinnulífs og stjórnvalda. Þetta eru ekki bara hugmyndir á blaði heldur raunverulegir möguleikar sem Ísland getur nýtt sér. Allt eru þetta atriði sem skilað hafa vel launuðum störfum, stuðlað að samkeppnishæfi og auknum lífsgæðum á Íslandi. Næsta skref er að tengja saman loftslags- og atvinnustefnu stjórnvalda við verkfærakistu atvinnulífsins og hrinda áætlunum í framkvæmd. Erlendis má finna innblástur. Danir hafa til að mynda, með NEKST-samstarfinu, sýnt hvernig markviss samvinna stjórnvalda og atvinnulífs skilar raunverulegum niðurstöðum fyrir umhverfi, samfélag og efnahag. Samtarf til framtíðar - öflugt Ísland Við getum lært af öðrum en jafnframt byggt á okkar eigin styrkleikum og þeim árangri sem náðst hefur hérlendis. Þar má nefna verkefnið Byggjum á grænni framtíð, sem er samstarfsverkefni stjórnvalda og hagaðila í byggingariðnaðinum um vistvænni mannvirkjagerð og aðgerðir í loftslagmálum. Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030 hefur þegar skilað 40 árangursríkum aðgerðum af þeim 74 sem upphaflega voru settar fram, og nýlega voru kynntar 16 nýjar aðgerðir. Verkefnið er fyrirmyndarverkefni þegar kemur að framkvæmd stefnu í loftslagsmálum og gott dæmi um það hvernig samstarf stjórnvalda og atvinnulífs skilar áþreifanlegum árangri á þessu sviði. Á ársfundi Grænvangs, Samstarf til framtíðar – öflugt Ísland, ætlum við að ræða framtíðina í þessum málaflokki; hvernig kraftmikið samstarf stjórnvalda og atvinnulífs getur lagt grunn að samkeppnishæfni til framtíðar, öruggu orkukerfi og markvissum loftslagslausnum. Á fundinum munum við flétta skapandi hugsun við hagnýtar lausnir og vera hvert öðru innblástur til að takast í sameiningu á við áskoranir morgundagsins. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs,samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar