Telur handtökuna byggja á slúðri Jón Þór Stefánsson og Agnar Már Másson skrifa 20. ágúst 2025 21:33 „Þetta virðast bara vera einhverjar sögusagnir,“ segir Sveinn Andri. Vísir/Vilhelm/Anton Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist gæsluvarðhalds á hendur karlmanni sem er grunaður um hraðbankastuld í Mosfellsbæ í gærnótt. Dómari hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hefur gefið sér umhugsunarfrest til morguns um hvort hann fallist á kröfu lögreglu. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, segir að maðurinn neiti því að hafa aðkomu að málinu. „Sem verjandi fær maður ekki að sjá mikið, en þetta litla sem maður fær að sjá virðist bara vera byggt á einhverju slúðri,“ segir Sveinn Andri. „Þetta virðast bara vera einhverjar sögusagnir.“ Sveinn Andri segist þar af leiðandi eiga erfitt með að sjá fyrir sér hvernig dómari geti fallist á gæsluvarðhald. Tjá sig ekki hvort búið sé að leggja hald á muni Hjördís Sigurbjartsdóttir yfirlögreglyþjónn staðfestir að maðurinn sé í haldi lögreglu. „Það kom maður í yfirheyrslu. Við eru að fara fram á gæsluvarðhald og það er enn þá í vinnslu,“ segir Hjördís í samtali við fréttastofu. Hjördís tjáir sig ekki um hvort búið sé að leggja hald á muni. Hún segir málið á viðkvæmu stigi og að lögreglan geti ekki gefið upp miklar upplýsingar „nema við getum staðið á bak við það“. Tengingar við Hamraborg og Gufunes Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur maður einnig grunaður sakborningur í Hamraborgarmálinu svokallaða. Í því máli stálu tveir menn, í febrúar á síðasta ári, töskum fullum af peningum sem höfðu verið í spilakössum í Hamraborg í Kópavogi. Umræddur maður mun hafa fundist með peninga, með bláum lit sem talið er að komi úr litasprengjum sem voru í umræddum töskum, að setja inn í spilakassa. Enginn hefur enn verið ákærður í Hamraborgarmálinu. Þá mun hann einnig hafa verið grunaður um tíma í Gufunesmálinu svokallaða og sætt gæsluvarðhaldi vegna þess um tíma. Hann mun þó hafa verið með fjarvistarsönnun og var ekki ákærður í því máli. Þar hafa fimmenningar verið ákærðir meðal annars fyrir manndráp, fjárkúgun. Þeim er gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn í mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Nokkrum dögum áður en Gufunesmálið kom upp mun umræddur maður hafa fundist með rifil sem hafði skömmu áður verið stolið úr verslun. Þá hafi hann verið búinn að bæta á hann fæti og hljóðdeyfi. Maðurinn mun hafa játað stuldinn. Lögreglu grunaði á einhverjum tímapunkti við rannsókn Gufunesmálsins að umræddur riffill hafi verið hugsaður til notkunar í tengslum við það með einum eða öðrum hætti. Líkt og áður segir var maðurinn ekki ákærður. Lögreglumál Mosfellsbær Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Manndráp í Gufunesi Peningum stolið í Hamraborg Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, segir að maðurinn neiti því að hafa aðkomu að málinu. „Sem verjandi fær maður ekki að sjá mikið, en þetta litla sem maður fær að sjá virðist bara vera byggt á einhverju slúðri,“ segir Sveinn Andri. „Þetta virðast bara vera einhverjar sögusagnir.“ Sveinn Andri segist þar af leiðandi eiga erfitt með að sjá fyrir sér hvernig dómari geti fallist á gæsluvarðhald. Tjá sig ekki hvort búið sé að leggja hald á muni Hjördís Sigurbjartsdóttir yfirlögreglyþjónn staðfestir að maðurinn sé í haldi lögreglu. „Það kom maður í yfirheyrslu. Við eru að fara fram á gæsluvarðhald og það er enn þá í vinnslu,“ segir Hjördís í samtali við fréttastofu. Hjördís tjáir sig ekki um hvort búið sé að leggja hald á muni. Hún segir málið á viðkvæmu stigi og að lögreglan geti ekki gefið upp miklar upplýsingar „nema við getum staðið á bak við það“. Tengingar við Hamraborg og Gufunes Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur maður einnig grunaður sakborningur í Hamraborgarmálinu svokallaða. Í því máli stálu tveir menn, í febrúar á síðasta ári, töskum fullum af peningum sem höfðu verið í spilakössum í Hamraborg í Kópavogi. Umræddur maður mun hafa fundist með peninga, með bláum lit sem talið er að komi úr litasprengjum sem voru í umræddum töskum, að setja inn í spilakassa. Enginn hefur enn verið ákærður í Hamraborgarmálinu. Þá mun hann einnig hafa verið grunaður um tíma í Gufunesmálinu svokallaða og sætt gæsluvarðhaldi vegna þess um tíma. Hann mun þó hafa verið með fjarvistarsönnun og var ekki ákærður í því máli. Þar hafa fimmenningar verið ákærðir meðal annars fyrir manndráp, fjárkúgun. Þeim er gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn í mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Nokkrum dögum áður en Gufunesmálið kom upp mun umræddur maður hafa fundist með rifil sem hafði skömmu áður verið stolið úr verslun. Þá hafi hann verið búinn að bæta á hann fæti og hljóðdeyfi. Maðurinn mun hafa játað stuldinn. Lögreglu grunaði á einhverjum tímapunkti við rannsókn Gufunesmálsins að umræddur riffill hafi verið hugsaður til notkunar í tengslum við það með einum eða öðrum hætti. Líkt og áður segir var maðurinn ekki ákærður.
Lögreglumál Mosfellsbær Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Manndráp í Gufunesi Peningum stolið í Hamraborg Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira