Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2025 14:16 Rúmlega fimm ár eru liðin frá ótímabæru andláti Eyglóar Svövu Kristjánsdóttur. Vísir/Vilhelm Ríkissaksóknari hefur ákveðið að falla frá saksókn á hendur lækni á höfuðborgarsvæðinu sem þó er talið ljóst að hafi sýnt af sér vanrækslu í starfi þegar kona leitaði á bráðamóttöku Landspítalans. Konan lést hálfri annarri klukkustund eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttökunni. Konan hét Eygló Svava Kristjánsdóttir og var 42 ára gömul. Foreldrar hennar hafa síðan barist fyrir réttlæti í málinu sem hefur velst um í kerfinu. Kristján Ingólfsson, faðir Eyglóar, upplýsti um niðurstöðu ríkissaksóknara í færslu á Facebook á sunnudag en hann hefur rætt málið opinskátt, meðal annars við Vísi. Kristján hefur sagt málið hafa haft djúpstæð áhrif á fjölskyldu hans. Málið láti hann ekki í friði.Vísir/Vilhelm Kristján rekur málið sem fór fyst á borð Embættis landlæknis. Embættið komst að þeirri niðurstöðu að mat á ástandi Eyglóar Svövu á bráðadeild hefði verið ófullnægjandi, útskriftin ótímabær og illa undirbyggð. Mögulega hefði mátt koma í veg fyrir ótímabært andlát með því að gera grundvallarrannsóknir. Málið fór í framhaldi á borð lögreglu og til héraðssaksóknara sem ákvað að ákæra ekki í málinu. Ekki væri hægt að útiloka að Eygló Svava hefði tekið of stóran skammt af lyfjum eftir að hún kom heim af bráðamóttökunni. Málið alltaf snúist um aðgerðarleysi „Ef þessi læknir hefði kíkt á sögu hennar umrætt kvöld þá hefði hann séð að hún hafði tvisvar áður verið lögð inn á bráðamóttöku með alveg sömu einkenni og greinst þá með sýklasótt og nýrnabilun. Í seinna skiptið af þessum tveimur hafði hún verið send á gjörgæslu, af því í því tilfelli vann vakthafandi læknir sína vinnu,“ sagði Kristján í viðtali við Vísi í apríl síðastliðnum. „Í mínum huga hefur málið alltaf snúist um aðgerðarleysi læknisins þetta umrædda kvöld. Dóttir mín væri á lífi í dag ef hann hefði unnið sína vinnu sem læknir og ekki meinað hjúkrunarfræðingi að taka blóðprufur, eins og annar hjúkrunarfræðingur sem var vaktstjóri umrætt kvöld hafði fyrirskipað. Og sömuleiðis ef hann hefði ekki hunsað það að það var ekki tekin þvagprufa,“ bætti Kristján við. „Um það hefur málið alltaf snúist, en ekki eitthvað sem skeði eftir að hann sendi hana heim, og eftir að hann laug því að mér þegar að hann hringdi í mig „að hún sæti bara hérna hress á bekknum og biði eftir því að vera sótt.“ Vanræksla staðfest Eygló Svava var aðeins 42 ára þegar hún lést. Héraðssaksóknari felldi málið niður í apríl í fyrra. Kristján var ósáttur við þá niðurstöðu og kærði niðurfellinguna til embættis Ríkissaksóknara. Hann birtir nýlega ákvörðun ríkissaksóknara á Facebook sem hann hefur ýmislegt við að athuga. Ríkissaksóknari telur gögn málsins renna sterkum stoðum undir að læknirinn hafi sýnt af sér vanrækslu þegar hann lét fyrir farast að skoða Eygló á fullnægjandi hátt og mæla fyrir um grundvallarrannsóknir áður en hann útskrifaði hana. Embættið tekur undir með héraðssaksóknara að gögn málsins séu líkleg til sakfellis læknisins fyrir háttsemina. Jafnframt er áréttuð sú afstaða ríkissaksóknara að í málinu sé ekki unnt að sýna fram á, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að meint vanræksla hafi orsakað ótímabært andlát Eyglóar. Þá sé ekki unnt að slá því föstu að læknirinn hefði mátt sjá það fyrir þegar hann útskrifaði Eygló. Lagði ríkissaksóknari því ekki til grundvallar að meint vanræksla hefði orsakað andlátið. Umfang yrði í ósamræmi við refsingu Ríkissaksóknari bendir á að hægt sé að falla frá saksókn í máli ef brot telst smávægilegt eða fyrirsjáanlegt að umfang málsins verði í miklu ósamræmi við þá refsingu sem vænta megi. Þá megi falla frá saksókn ef brot hefur valdið sakborningi sjálfum óvenjulega miklum þjáningum eða aðrar sérstakar aðstæður mæli með að fallið sé frá saksókn og almannahagsmunir krefjist ekki málshöfðunar. Ríkissaksóknari fellst ekki á það með héraðssaksóknara að gögn málsins sýni að ætlað brot hafi valdið lækninum „óvenjulega miklum þjáningum“ eða að það hafi sérstök áhrif í þessu samhengi að hann virðist hafa iðrast gjörða sinna. Ríkissaksóknari telur hins vegar réttilega metið hjá héraðssaksóknara út frá eðli háttseminnar, tíma sem er liðinn frá því brotið átti sér stað og dómaframkvæmd, að fyrirséð sé að umfang málsins fyrir dómi yrði í verulegu ósamræmi við þá refsingu sem vænta mætti. Héraðssaksóknari vísaði í þeim rökstuðningi sínum til máls héraðssaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi á geðdeild Landspítala sem ákærð var fyrir manndráp af gáleysi árið 2021. Eftir langa málsmeðferð var hjúkrunarfræðingnum ekki gerð refsing fyrir brotið í héraðsdómi. Málið býður meðferðar Landsréttar. Þá segir ríkissaksóknari fyrir hendi sérstakar aðstæður sem mæli með að fallið verði frá saksókn, einkum langur málsmeðferðartími sem leitt hafi til þess að meint brot var á mörkum fyrningar. Var ákvörðun héraðssaksóknara því staðfest. Þungt yfir Kristján segir í Facebook-færslu að honum sýnist sem allar heimildir séu notaðar til að komast hjá saksókn. Langur málsmeðferðartími sé ákæruvaldinu sjálfu um að kenna, engum öðrum. Hann segir afar þungt yfir sér í ljósi niðurstöðu ríkissaksóknara. Undanfarin fimm ár hefur Kristján barist ötullega við að leita svara og krefjast útskýringa vegna ótímabærs andláts dóttur sinnar. Vísir/Vilhelm Þá vísar hann í skýrslur af yfirheyrslum hjúkrunarfræðings á bráðamóttöku þar sem fram komi að læknirinn hafi stöðvað hjúkrunarfræðing sem ætlaði að taka blóðprufu af Eygló Svövu við komu á bráðamóttökuna. „Og sagði við hana að þess þyrfti ekki. Það væri ekkert að henni. Og hann var líka meðvitaður um að engin þvagprufa hafði verið tekin þegar hann útskrifaði hana. Sem sagt útskrifaði hana án allra rannsókna.“ Heilbrigðismál Lögreglumál Landspítalinn Tengdar fréttir „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ „Það hefur verið erfitt að horfa upp á hvernig þetta hefur þróast. Ég hef aldrei viljað nafngreina neinn, en mér finnst rétt að almenningur viti hvað hefur átt sér stað,“ segir Kristján Ingólfsson í samtali við Vísi. 26. apríl 2025 07:02 „Þessi maður varð valdur að andláti dóttur minnar“ Það var snjóföl og kalt þann 26. mars 2020 þegar Eygló Svava Kristjánsdóttir mætti með óljós einkenni á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. Engar grundvallarrannsóknir voru gerðar og tók vakthafandi læknir þá ákvörðun að útskrifa hana hálfri annarri klukkustund síðar. Nokkrum klukkustundum síðar kom faðir hennar að henni látinni í rúmi sínu. Hún var 42 ára gömul. 13. maí 2023 07:01 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Konan hét Eygló Svava Kristjánsdóttir og var 42 ára gömul. Foreldrar hennar hafa síðan barist fyrir réttlæti í málinu sem hefur velst um í kerfinu. Kristján Ingólfsson, faðir Eyglóar, upplýsti um niðurstöðu ríkissaksóknara í færslu á Facebook á sunnudag en hann hefur rætt málið opinskátt, meðal annars við Vísi. Kristján hefur sagt málið hafa haft djúpstæð áhrif á fjölskyldu hans. Málið láti hann ekki í friði.Vísir/Vilhelm Kristján rekur málið sem fór fyst á borð Embættis landlæknis. Embættið komst að þeirri niðurstöðu að mat á ástandi Eyglóar Svövu á bráðadeild hefði verið ófullnægjandi, útskriftin ótímabær og illa undirbyggð. Mögulega hefði mátt koma í veg fyrir ótímabært andlát með því að gera grundvallarrannsóknir. Málið fór í framhaldi á borð lögreglu og til héraðssaksóknara sem ákvað að ákæra ekki í málinu. Ekki væri hægt að útiloka að Eygló Svava hefði tekið of stóran skammt af lyfjum eftir að hún kom heim af bráðamóttökunni. Málið alltaf snúist um aðgerðarleysi „Ef þessi læknir hefði kíkt á sögu hennar umrætt kvöld þá hefði hann séð að hún hafði tvisvar áður verið lögð inn á bráðamóttöku með alveg sömu einkenni og greinst þá með sýklasótt og nýrnabilun. Í seinna skiptið af þessum tveimur hafði hún verið send á gjörgæslu, af því í því tilfelli vann vakthafandi læknir sína vinnu,“ sagði Kristján í viðtali við Vísi í apríl síðastliðnum. „Í mínum huga hefur málið alltaf snúist um aðgerðarleysi læknisins þetta umrædda kvöld. Dóttir mín væri á lífi í dag ef hann hefði unnið sína vinnu sem læknir og ekki meinað hjúkrunarfræðingi að taka blóðprufur, eins og annar hjúkrunarfræðingur sem var vaktstjóri umrætt kvöld hafði fyrirskipað. Og sömuleiðis ef hann hefði ekki hunsað það að það var ekki tekin þvagprufa,“ bætti Kristján við. „Um það hefur málið alltaf snúist, en ekki eitthvað sem skeði eftir að hann sendi hana heim, og eftir að hann laug því að mér þegar að hann hringdi í mig „að hún sæti bara hérna hress á bekknum og biði eftir því að vera sótt.“ Vanræksla staðfest Eygló Svava var aðeins 42 ára þegar hún lést. Héraðssaksóknari felldi málið niður í apríl í fyrra. Kristján var ósáttur við þá niðurstöðu og kærði niðurfellinguna til embættis Ríkissaksóknara. Hann birtir nýlega ákvörðun ríkissaksóknara á Facebook sem hann hefur ýmislegt við að athuga. Ríkissaksóknari telur gögn málsins renna sterkum stoðum undir að læknirinn hafi sýnt af sér vanrækslu þegar hann lét fyrir farast að skoða Eygló á fullnægjandi hátt og mæla fyrir um grundvallarrannsóknir áður en hann útskrifaði hana. Embættið tekur undir með héraðssaksóknara að gögn málsins séu líkleg til sakfellis læknisins fyrir háttsemina. Jafnframt er áréttuð sú afstaða ríkissaksóknara að í málinu sé ekki unnt að sýna fram á, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að meint vanræksla hafi orsakað ótímabært andlát Eyglóar. Þá sé ekki unnt að slá því föstu að læknirinn hefði mátt sjá það fyrir þegar hann útskrifaði Eygló. Lagði ríkissaksóknari því ekki til grundvallar að meint vanræksla hefði orsakað andlátið. Umfang yrði í ósamræmi við refsingu Ríkissaksóknari bendir á að hægt sé að falla frá saksókn í máli ef brot telst smávægilegt eða fyrirsjáanlegt að umfang málsins verði í miklu ósamræmi við þá refsingu sem vænta megi. Þá megi falla frá saksókn ef brot hefur valdið sakborningi sjálfum óvenjulega miklum þjáningum eða aðrar sérstakar aðstæður mæli með að fallið sé frá saksókn og almannahagsmunir krefjist ekki málshöfðunar. Ríkissaksóknari fellst ekki á það með héraðssaksóknara að gögn málsins sýni að ætlað brot hafi valdið lækninum „óvenjulega miklum þjáningum“ eða að það hafi sérstök áhrif í þessu samhengi að hann virðist hafa iðrast gjörða sinna. Ríkissaksóknari telur hins vegar réttilega metið hjá héraðssaksóknara út frá eðli háttseminnar, tíma sem er liðinn frá því brotið átti sér stað og dómaframkvæmd, að fyrirséð sé að umfang málsins fyrir dómi yrði í verulegu ósamræmi við þá refsingu sem vænta mætti. Héraðssaksóknari vísaði í þeim rökstuðningi sínum til máls héraðssaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi á geðdeild Landspítala sem ákærð var fyrir manndráp af gáleysi árið 2021. Eftir langa málsmeðferð var hjúkrunarfræðingnum ekki gerð refsing fyrir brotið í héraðsdómi. Málið býður meðferðar Landsréttar. Þá segir ríkissaksóknari fyrir hendi sérstakar aðstæður sem mæli með að fallið verði frá saksókn, einkum langur málsmeðferðartími sem leitt hafi til þess að meint brot var á mörkum fyrningar. Var ákvörðun héraðssaksóknara því staðfest. Þungt yfir Kristján segir í Facebook-færslu að honum sýnist sem allar heimildir séu notaðar til að komast hjá saksókn. Langur málsmeðferðartími sé ákæruvaldinu sjálfu um að kenna, engum öðrum. Hann segir afar þungt yfir sér í ljósi niðurstöðu ríkissaksóknara. Undanfarin fimm ár hefur Kristján barist ötullega við að leita svara og krefjast útskýringa vegna ótímabærs andláts dóttur sinnar. Vísir/Vilhelm Þá vísar hann í skýrslur af yfirheyrslum hjúkrunarfræðings á bráðamóttöku þar sem fram komi að læknirinn hafi stöðvað hjúkrunarfræðing sem ætlaði að taka blóðprufu af Eygló Svövu við komu á bráðamóttökuna. „Og sagði við hana að þess þyrfti ekki. Það væri ekkert að henni. Og hann var líka meðvitaður um að engin þvagprufa hafði verið tekin þegar hann útskrifaði hana. Sem sagt útskrifaði hana án allra rannsókna.“
Heilbrigðismál Lögreglumál Landspítalinn Tengdar fréttir „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ „Það hefur verið erfitt að horfa upp á hvernig þetta hefur þróast. Ég hef aldrei viljað nafngreina neinn, en mér finnst rétt að almenningur viti hvað hefur átt sér stað,“ segir Kristján Ingólfsson í samtali við Vísi. 26. apríl 2025 07:02 „Þessi maður varð valdur að andláti dóttur minnar“ Það var snjóföl og kalt þann 26. mars 2020 þegar Eygló Svava Kristjánsdóttir mætti með óljós einkenni á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. Engar grundvallarrannsóknir voru gerðar og tók vakthafandi læknir þá ákvörðun að útskrifa hana hálfri annarri klukkustund síðar. Nokkrum klukkustundum síðar kom faðir hennar að henni látinni í rúmi sínu. Hún var 42 ára gömul. 13. maí 2023 07:01 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
„Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ „Það hefur verið erfitt að horfa upp á hvernig þetta hefur þróast. Ég hef aldrei viljað nafngreina neinn, en mér finnst rétt að almenningur viti hvað hefur átt sér stað,“ segir Kristján Ingólfsson í samtali við Vísi. 26. apríl 2025 07:02
„Þessi maður varð valdur að andláti dóttur minnar“ Það var snjóföl og kalt þann 26. mars 2020 þegar Eygló Svava Kristjánsdóttir mætti með óljós einkenni á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. Engar grundvallarrannsóknir voru gerðar og tók vakthafandi læknir þá ákvörðun að útskrifa hana hálfri annarri klukkustund síðar. Nokkrum klukkustundum síðar kom faðir hennar að henni látinni í rúmi sínu. Hún var 42 ára gömul. 13. maí 2023 07:01