Uppgjörið: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2025 19:50 Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir var með mark og stoðsendingu í kvöld. Vísir/Diego Þróttur tók á mót Val í fjórtándu umferð Bestu deildar kvenna á Avis vellinum í dag. Valur hafði betur með 2-0 sigri og virðast Valskonur vera að snúa við blaðinu eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Valsliðið hefur unnið þrjá leiki í röð og fimm af síðustu sex deildarleikjum sínum. Leikurinn byrjaði rólega en tók fljótt við sér á 9. mínútu þegar Tinna Brá Magnúsdóttir, markvörður Vals, braut á Kaylu Rollins innan vítateigs. Tinna Brá gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Katie Cousins af miklu öryggi. Eftir vítaspyrnuna færðist fjör í leikinn og bæði lið skiptust á að sækja. Valskonur voru beinskeyttari og sköpuðu sér fleiri hættuleg færi. Eitt þeirra skilaði sér í netið á 45. mínútu þegar Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir skoraði og kom Val yfir. 0-1 fyrir Val og þannig stóðu leikar í hálfleik. Valur hóf seinni hálfleikinn af krafti og tvöfölduðu Valskonur forystu sína snemma þegar Jordyn Rhodes kom boltanum í netið. Þróttur reyndi að svara en náði ekki að brjóta niður vörn Vals. Valskonur voru sterkari aðilinn og hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum Leikurinn endaði með 2-0 sigri Vals og er liðið í 4. sæti deildarinnar með 24 stig og heldur liðið áfram að safna mikilvægum stigum í lokasprettinum. Atvik leiksins Tinna Brá Magnúsdóttir varði vítaspyrnu snemma í leiknum og setti það tóninn fyrir góðri frammistöðu sinni út leikinn. Stjörnur og skúrkar Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir var með eitt mark og eina stoðsendingu. Hún skilaði sínu í dag. Jordyn Rhodes var öflug í fremstu línu og hún skoraði líka seinna mark Vals. Þórdís Elva Ágústsdóttir líklega best í liði Þróttar, en náði því miður ekki að nýta færin sín. Stemning og umgjörð Mjög góð stemning í rjómablíðu í Laugardalnum og fínasta mæting á leikinn. Dómarar Þorfinnur Gústaf Þorfinnsson var á flautunni, með honum voru Przemyslaw Janik og Guðni Freyr Ingvason. Gott flæði á leiknum og góðar ákvarðanir hjá dómarateyminu. xx Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur
Þróttur tók á mót Val í fjórtándu umferð Bestu deildar kvenna á Avis vellinum í dag. Valur hafði betur með 2-0 sigri og virðast Valskonur vera að snúa við blaðinu eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Valsliðið hefur unnið þrjá leiki í röð og fimm af síðustu sex deildarleikjum sínum. Leikurinn byrjaði rólega en tók fljótt við sér á 9. mínútu þegar Tinna Brá Magnúsdóttir, markvörður Vals, braut á Kaylu Rollins innan vítateigs. Tinna Brá gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Katie Cousins af miklu öryggi. Eftir vítaspyrnuna færðist fjör í leikinn og bæði lið skiptust á að sækja. Valskonur voru beinskeyttari og sköpuðu sér fleiri hættuleg færi. Eitt þeirra skilaði sér í netið á 45. mínútu þegar Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir skoraði og kom Val yfir. 0-1 fyrir Val og þannig stóðu leikar í hálfleik. Valur hóf seinni hálfleikinn af krafti og tvöfölduðu Valskonur forystu sína snemma þegar Jordyn Rhodes kom boltanum í netið. Þróttur reyndi að svara en náði ekki að brjóta niður vörn Vals. Valskonur voru sterkari aðilinn og hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum Leikurinn endaði með 2-0 sigri Vals og er liðið í 4. sæti deildarinnar með 24 stig og heldur liðið áfram að safna mikilvægum stigum í lokasprettinum. Atvik leiksins Tinna Brá Magnúsdóttir varði vítaspyrnu snemma í leiknum og setti það tóninn fyrir góðri frammistöðu sinni út leikinn. Stjörnur og skúrkar Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir var með eitt mark og eina stoðsendingu. Hún skilaði sínu í dag. Jordyn Rhodes var öflug í fremstu línu og hún skoraði líka seinna mark Vals. Þórdís Elva Ágústsdóttir líklega best í liði Þróttar, en náði því miður ekki að nýta færin sín. Stemning og umgjörð Mjög góð stemning í rjómablíðu í Laugardalnum og fínasta mæting á leikinn. Dómarar Þorfinnur Gústaf Þorfinnsson var á flautunni, með honum voru Przemyslaw Janik og Guðni Freyr Ingvason. Gott flæði á leiknum og góðar ákvarðanir hjá dómarateyminu. xx