Innlent

Til­kynnt um par að slást

Agnar Már Másson skrifar
Atvikin áttu sér stað í Árbæ. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Atvikin áttu sér stað í Árbæ. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Já.is

Lögreglu barst tilkynning í dag um menn með háreysti og leiðindi í Árbænum. Einnig barst tilkynning um par að slást í sama hverfi en engan var að sjá þegar lögreglumenn bar að.

Kemur þetta meðal annars fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Er þar einnig greint frá þjófnaði á verkfærum í Árbæ.

Í Kópavogi var greint brást lögregla við vinnuslysi þar sem viðkomandi hlaut áverka á höfuð og var færður á sjúkrahús til aðhlynningar.

Lögreglan brást einnig við slagsmálum drykkjumanna í miðborginni og var einn þeirra vistaður í fangageymslu.

Auk þess var tilkynnt um slagsmál í Laugardal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×