Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. ágúst 2025 18:57 Konan hefur verið í varðhaldi í um fjóra mánuði eða allt frá því að hún var handtekin. Hún hefur ítrekað samband við móður sína sem hún er ákærð fyrir að gera tilraun til að bana. vísir/Vilhelm Kona sem er ákærð fyrir að bana föður sínum og tilraun til að bana móður sinni hringir nær daglega í móður sína úr gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að hún sé bæði brotaþoli og lykilvitni. Konan er grunuð um að hafa beitt foreldra sína margvíslegu ofbeldi í lengri tíma. Konan heitir Margrét Halla Hansdóttir Löf og er tuttugu og átta ára gömul. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald hinn 13. apríl og hefur því verið í haldi á Hólmsheiði í fjóra mánuði. Hún var nýlega ákærð fyrir að verða föður sínum að bana og fyrir tilraun til að bana móður sinni eftir margþætt og hrottafengið ofbeldi á heimili þeirra við Súlunes í Garðabæ. Málið hefur enn ekki verið tekið fyrir af dómstólum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði hún beitt foreldra sína ofbeldi í lengri tíma. Þau leituðu bæði ítrekað til læknis vegna áverka og móðirin þá oft vegna blæðingar í eyra. Margrét er grunuð um að hafa margsinnis og um langt skeið látið högg og spörk dynja á móður sinni og föður. Í gæsluvarðhaldsúrskurði kemur fram að ofbeldið sé staðfest í gögnum frá fagaðilum og að skýrslur hafi verið teknar af vitnum sem lýsi ofbeldishegðun hennar. Málið var lengi til rannsóknar hjá lögreglu. Margrét var raunar í gæsluvarðhaldi án þess að ákæra væri gefin út umfram lögbundið tólf virkna hámark vegna brýnna rannsóknarhagsmuna. Fyrstu fjórar virkurnar var símanotkun Margrétar takmörkuð en allt frá því, eða í um þrjá mánuði, hefur hún hringt nær daglega í móður sína og stundum oftar en einu sinni á dag. Þetta er á meðan málið hefur verið til rannsóknar og Margrét í gæsluvarðhaldi, þrátt fyrir að móðir hennar sé bæði brotaþoli og lykilvitni í málinu - og sé talin hafa sætt ofbeldi í lengri tíma. Þetta er ekki einsdæmi en í ársbyrjun var til að mynda greint frá því að árásarmaðurinn í stunguárásinni á menningarnótt í fyrra hefði verið í sambandi við brotaþola, fyrrverandi kærustu, á meðan hann var í gæsluvarðhaldi. Reglur gilda um símanotkun í fangelsi og fylgst er með henni. Hægt að að banna eða takmarka símanotkun gæsluvarðhaldsfanga og einnig má takmarka fjölda og lengd símtala fanga. Í gegnum tíðina eru þó mörg dæmi þess að símum hafi verið smyglað inn í fangelsi og að símtöl fari því í raun fram í heimildarleysi. Grunuð um manndráp við Súlunes Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Sjá meira
Konan heitir Margrét Halla Hansdóttir Löf og er tuttugu og átta ára gömul. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald hinn 13. apríl og hefur því verið í haldi á Hólmsheiði í fjóra mánuði. Hún var nýlega ákærð fyrir að verða föður sínum að bana og fyrir tilraun til að bana móður sinni eftir margþætt og hrottafengið ofbeldi á heimili þeirra við Súlunes í Garðabæ. Málið hefur enn ekki verið tekið fyrir af dómstólum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði hún beitt foreldra sína ofbeldi í lengri tíma. Þau leituðu bæði ítrekað til læknis vegna áverka og móðirin þá oft vegna blæðingar í eyra. Margrét er grunuð um að hafa margsinnis og um langt skeið látið högg og spörk dynja á móður sinni og föður. Í gæsluvarðhaldsúrskurði kemur fram að ofbeldið sé staðfest í gögnum frá fagaðilum og að skýrslur hafi verið teknar af vitnum sem lýsi ofbeldishegðun hennar. Málið var lengi til rannsóknar hjá lögreglu. Margrét var raunar í gæsluvarðhaldi án þess að ákæra væri gefin út umfram lögbundið tólf virkna hámark vegna brýnna rannsóknarhagsmuna. Fyrstu fjórar virkurnar var símanotkun Margrétar takmörkuð en allt frá því, eða í um þrjá mánuði, hefur hún hringt nær daglega í móður sína og stundum oftar en einu sinni á dag. Þetta er á meðan málið hefur verið til rannsóknar og Margrét í gæsluvarðhaldi, þrátt fyrir að móðir hennar sé bæði brotaþoli og lykilvitni í málinu - og sé talin hafa sætt ofbeldi í lengri tíma. Þetta er ekki einsdæmi en í ársbyrjun var til að mynda greint frá því að árásarmaðurinn í stunguárásinni á menningarnótt í fyrra hefði verið í sambandi við brotaþola, fyrrverandi kærustu, á meðan hann var í gæsluvarðhaldi. Reglur gilda um símanotkun í fangelsi og fylgst er með henni. Hægt að að banna eða takmarka símanotkun gæsluvarðhaldsfanga og einnig má takmarka fjölda og lengd símtala fanga. Í gegnum tíðina eru þó mörg dæmi þess að símum hafi verið smyglað inn í fangelsi og að símtöl fari því í raun fram í heimildarleysi.
Grunuð um manndráp við Súlunes Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Sjá meira