„Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Hjörvar Ólafsson skrifar 17. ágúst 2025 22:04 Þjálfarinn Sölvi Geir Ottesen gefur skipanir. Vísir/Diego Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, gat leyft sér að brosa eftir erfiða daga þegar lið hans lagði ÍA að velli með einu marki gegn engu í 19. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta uppi á Skipaskaga í kvöld. Sigurinn færir Víking þremur stigum nær Val sem trónir á toppi deildarinnar. „Við náðum að hrista af okkur vonbrigðin í Kaupmannahöfn og það sýnir karakterinn í hópnum hvað við mættum sterkir til þessa leiks. Við vorum meira með boltann í fyrri hálfleik en það gekk kannski ekki nógu vel að opna þá. Við vildum vera beinskeyttir en vorum kannski helst til fljótir að fara í úrslitasendinguna,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. „Við fórum yfir hlutina í hálfleik og ræddum hvar við vildum herja á þá. Það skilaði sér þegar Óskar skoraði í upphafi seinni hálfleiks og við fengum fleiri færi í seinni hálfleik en þeim fyrri. Við vorum líka bara sharp í báðum vítateigum að þessu sinni. Eitthvað sem hefur vantað í leikjum okkar síðustu vikurnar,“ sagði Sölvi Geir enn fremur. „Það er gott fyrir Óskar og okkur að hann sé kominn á blað í markaskorun en hann hefur komið vel inn í þetta eftir að hann kom til okkar. Við náðum að koma Óskari og hinum í framlínunni í góðar stöður í þessum leik og Óskar nýtti sér það vel þegar hann skoraði,“ sagði þjálfarinn um markaskorarann sem var gulls ígildi í kvöld. „Það er gott að ná í þrjú stig eftir dræma stigasöfnun undanfarið. Deildin hefur sem betur fer spilast þannig að við erum ennþá í baráttu um efsta sætið þrátt fyrir að hafa ekki halað inn mörg í síðustu leikjum. Við unnum vel fyrir þessum sigri og leikmenn eiga hrós skilið fyrir vinnusemina þrátt fyrir mikið álag síðustu daga,“ sagði hann. „Nú fáum við níu daga til þess að safna orku fyrir næsta leik hjá okkur. Það er kærkomið að fá smá hvíld og prófa kannski að æfa aðeins milli leikja og vera ekki í stöðugri endurheimt. Það eru þreyttar lappir í leikmannahópnum sem hafa gott af því að fara í smá frí frá leikjaálagi,“ sagði Sölvi Geir um framhaldið. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Sjá meira
„Við náðum að hrista af okkur vonbrigðin í Kaupmannahöfn og það sýnir karakterinn í hópnum hvað við mættum sterkir til þessa leiks. Við vorum meira með boltann í fyrri hálfleik en það gekk kannski ekki nógu vel að opna þá. Við vildum vera beinskeyttir en vorum kannski helst til fljótir að fara í úrslitasendinguna,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. „Við fórum yfir hlutina í hálfleik og ræddum hvar við vildum herja á þá. Það skilaði sér þegar Óskar skoraði í upphafi seinni hálfleiks og við fengum fleiri færi í seinni hálfleik en þeim fyrri. Við vorum líka bara sharp í báðum vítateigum að þessu sinni. Eitthvað sem hefur vantað í leikjum okkar síðustu vikurnar,“ sagði Sölvi Geir enn fremur. „Það er gott fyrir Óskar og okkur að hann sé kominn á blað í markaskorun en hann hefur komið vel inn í þetta eftir að hann kom til okkar. Við náðum að koma Óskari og hinum í framlínunni í góðar stöður í þessum leik og Óskar nýtti sér það vel þegar hann skoraði,“ sagði þjálfarinn um markaskorarann sem var gulls ígildi í kvöld. „Það er gott að ná í þrjú stig eftir dræma stigasöfnun undanfarið. Deildin hefur sem betur fer spilast þannig að við erum ennþá í baráttu um efsta sætið þrátt fyrir að hafa ekki halað inn mörg í síðustu leikjum. Við unnum vel fyrir þessum sigri og leikmenn eiga hrós skilið fyrir vinnusemina þrátt fyrir mikið álag síðustu daga,“ sagði hann. „Nú fáum við níu daga til þess að safna orku fyrir næsta leik hjá okkur. Það er kærkomið að fá smá hvíld og prófa kannski að æfa aðeins milli leikja og vera ekki í stöðugri endurheimt. Það eru þreyttar lappir í leikmannahópnum sem hafa gott af því að fara í smá frí frá leikjaálagi,“ sagði Sölvi Geir um framhaldið.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Sjá meira