Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2025 23:15 Arttu Heikkinen við keppni síðasta vetur. Hann gæti mögulega misst byssuleyfið verði hann dæmdur fyrir að skjóta guðföður sinn í augað á veiðum. Getty/Kevin Voigt Finnski skíðaskotfimikappinn Arttu Heikkinen, fyrrverandi heimsmeistari ungmenna, hefur verið ákærður fyrir að skjóta guðföður sinn þegar þeir voru á fuglaveiðum. Heikkinen, sem er 21 árs gamall, fullyrðir að um slys hafi verið að ræða og að guðfaðir hans hafi í aðdraganda skotsins farið út af leiðinni sem þeir höfðu ákveðið. Guðfaðirinn missti sjón á öðru auganu. Hann mun hafa verið í 55 metra fjarlægð þegar Heikkinen skaut af haglabyssu sinni. Samkvæmt ákærunni er farið fram á að Heikkinen greiði 80 daga sekt (upphæðin fer eftir tekjum Heikkinen) og fer guðfaðirinn auk þess fram á jafnvirði 3,3 milljóna íslenskra króna í skaðabætur. Dæmt verður í málinu eftir tvær vikur og ef Heikkinen verður dæmdur sekur þá missir hann skotvopnaleyfi sitt. Mögulega settur í bann Málið gæti einnig haft grafalvarleg áhrif á feril Heikkinen þó að sérfræðingur finnska ríkismiðilsins Yle, Ville Kotikumpu, segi að hann muni áfram geta æft og keppt undir umsjón aðila með byssuleyfi. Það velti þó á túlkun alþjóða skíðaskotfimisambandsins á reglunum. Heikkinen sendi frá sér yfirlýsingu á Instagram vegna málsins og sagði þar: „Lífið er óútreiknanlegt. Á löglegum veiðum síðasta haust slasaðist guðfaðir minn alvarlega fyrir slysni. Síðastliðið ár hefur verið gríðarlega erfitt andlega fyrir mig og mína nánustu, og sér í lagi hefur líðan guðföður míns valdið mér áhyggjum.“ Hann bætti við að lífið héldi áfram og að fátt annað væri í stöðunni en að vonast eftir bjartari framtíð. Heikkinen vann gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun á HM ungmenna í skíðaskotfimi árið 2022 og var í A-landsliði Finna á HM í Lenzerheide síðasta vetur. Skíðaíþróttir Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Sjá meira
Heikkinen, sem er 21 árs gamall, fullyrðir að um slys hafi verið að ræða og að guðfaðir hans hafi í aðdraganda skotsins farið út af leiðinni sem þeir höfðu ákveðið. Guðfaðirinn missti sjón á öðru auganu. Hann mun hafa verið í 55 metra fjarlægð þegar Heikkinen skaut af haglabyssu sinni. Samkvæmt ákærunni er farið fram á að Heikkinen greiði 80 daga sekt (upphæðin fer eftir tekjum Heikkinen) og fer guðfaðirinn auk þess fram á jafnvirði 3,3 milljóna íslenskra króna í skaðabætur. Dæmt verður í málinu eftir tvær vikur og ef Heikkinen verður dæmdur sekur þá missir hann skotvopnaleyfi sitt. Mögulega settur í bann Málið gæti einnig haft grafalvarleg áhrif á feril Heikkinen þó að sérfræðingur finnska ríkismiðilsins Yle, Ville Kotikumpu, segi að hann muni áfram geta æft og keppt undir umsjón aðila með byssuleyfi. Það velti þó á túlkun alþjóða skíðaskotfimisambandsins á reglunum. Heikkinen sendi frá sér yfirlýsingu á Instagram vegna málsins og sagði þar: „Lífið er óútreiknanlegt. Á löglegum veiðum síðasta haust slasaðist guðfaðir minn alvarlega fyrir slysni. Síðastliðið ár hefur verið gríðarlega erfitt andlega fyrir mig og mína nánustu, og sér í lagi hefur líðan guðföður míns valdið mér áhyggjum.“ Hann bætti við að lífið héldi áfram og að fátt annað væri í stöðunni en að vonast eftir bjartari framtíð. Heikkinen vann gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun á HM ungmenna í skíðaskotfimi árið 2022 og var í A-landsliði Finna á HM í Lenzerheide síðasta vetur.
Skíðaíþróttir Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Sjá meira