Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. ágúst 2025 12:03 Allir eru velkomnir að taka þátt í fjölskyldudögunum í Vogum um helgina. Aðsend Það mun allt iða af lífi og fjöri í Vogunum um helgina því þar eru haldnir fjölskyldudagar með fjölbreytti dagskrá. Væb bræður munu meðal annars skemmta, ásamt Páli Óskari svo eitthvað sé nefnt. Kvöldið í kvöld endar svo með glæsilegri flugeldasýningu í umsjón Björgunarsveitarinnar Skyggnis. Fjölskyldudagar í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjum hófust á fimmtudaginn og líkur eftir hádegi á morgun með tónleikum í Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd. Hanna Lísa Hafsteinsdóttir er verkefnisstjóri menningarmála hjá sveitarfélaginu og veit því allt um fjölskyldudagana. „Hér er mikið fjör og gaman. Það var einmitt verið að opna svæðið núna klukkan 12:00 í Aragerði en þar ætla Vélavinir og félagar að vera með bílasýningu og bjóða yngstu kynslóðinni í lestaferðir. Svo verður hér körfubíll og sjúkrabíll frá slökkviliðinu, hoppukastalar og andlitsmálun og sölutjöld, bara allt fyrir alla,“ segir Hanna Lísa. Og svo heldur dagskráin áfram í dag. „Já, strákarnir í Væb koma klukkan 14:30 til að skemmta og svo er skrúðgangan í kvöld og þar eiga allir að mæta í sínum hverfalitum og hvetja áfram sitt hverfi, það er rosa stuð,“ bætir Hanna Lísa við. Hanna Lísa Hafsteinsdóttir, sem er sérfræðingur á stjórnsýslu Sveitarfélagsins Voga og verkefnisstjóri menningar.Aðsend Er ekki alltaf mikil stemning á þessum fjölskyldudögum eða hvað? „Jú það er það, þetta er rosalega skemmtilegt og þetta er bara alvöru fjölskylduhátíð þar sem ungir, sem aldnir taka þátt.“ Hanna Lísa segist eiga von á mikilli stemningu og gleði á tónleikum í kvöld en þar kemur fram hljómsveitin Nostalgía frá Suðurnesjum, Herra Hnetusmjör, Eyþór Ingi og Páll Óskar. Dagskránni lýkur svo með stórkostlegri flugeldasýningu. Það er alltaf mikil stemning á fjölskyldudögum í Vogum.Aðsend Á morgun, sunnudag verður opið hús á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd klukkan 13:00 með kökuhlaðborði og tónleikar verða í kirkjunni klukkan 14:00. Og þetta að lokum frá Hönnu Lísu varðandi fjölskyldudagana um helgina. „Ég hvet bara flesta til að mæta og skemmta sér og hafa gaman með og taka alla fjölskylduna með“. Hér er dagskrá helgarinnar Bláa drottningin.Aðsend Vogar Menning Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Fjölskyldudagar í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjum hófust á fimmtudaginn og líkur eftir hádegi á morgun með tónleikum í Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd. Hanna Lísa Hafsteinsdóttir er verkefnisstjóri menningarmála hjá sveitarfélaginu og veit því allt um fjölskyldudagana. „Hér er mikið fjör og gaman. Það var einmitt verið að opna svæðið núna klukkan 12:00 í Aragerði en þar ætla Vélavinir og félagar að vera með bílasýningu og bjóða yngstu kynslóðinni í lestaferðir. Svo verður hér körfubíll og sjúkrabíll frá slökkviliðinu, hoppukastalar og andlitsmálun og sölutjöld, bara allt fyrir alla,“ segir Hanna Lísa. Og svo heldur dagskráin áfram í dag. „Já, strákarnir í Væb koma klukkan 14:30 til að skemmta og svo er skrúðgangan í kvöld og þar eiga allir að mæta í sínum hverfalitum og hvetja áfram sitt hverfi, það er rosa stuð,“ bætir Hanna Lísa við. Hanna Lísa Hafsteinsdóttir, sem er sérfræðingur á stjórnsýslu Sveitarfélagsins Voga og verkefnisstjóri menningar.Aðsend Er ekki alltaf mikil stemning á þessum fjölskyldudögum eða hvað? „Jú það er það, þetta er rosalega skemmtilegt og þetta er bara alvöru fjölskylduhátíð þar sem ungir, sem aldnir taka þátt.“ Hanna Lísa segist eiga von á mikilli stemningu og gleði á tónleikum í kvöld en þar kemur fram hljómsveitin Nostalgía frá Suðurnesjum, Herra Hnetusmjör, Eyþór Ingi og Páll Óskar. Dagskránni lýkur svo með stórkostlegri flugeldasýningu. Það er alltaf mikil stemning á fjölskyldudögum í Vogum.Aðsend Á morgun, sunnudag verður opið hús á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd klukkan 13:00 með kökuhlaðborði og tónleikar verða í kirkjunni klukkan 14:00. Og þetta að lokum frá Hönnu Lísu varðandi fjölskyldudagana um helgina. „Ég hvet bara flesta til að mæta og skemmta sér og hafa gaman með og taka alla fjölskylduna með“. Hér er dagskrá helgarinnar Bláa drottningin.Aðsend
Vogar Menning Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent