Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Agnar Már Másson skrifar 15. ágúst 2025 13:48 Ökumaðurinn beygði þvert yfir, eins og hann gerði sér ekki grein fyrir því að á móti honum æki bíll á nítíu kílómetra hraða. Skjáskot Hjónum á Hellu brá í brún þegar annar ökumaður begyði skyndilega fyrir þau á Suðurlandsvegi. Sjálfstýringin í bílnum þeirra kom þeim til bjargar en litlu mátti muna að árekstur ætti sér stað. „Þetta var alveg rosalegt,“ segir Orri Ragnar Árnason Amin um atvikið en hann og eiginkonan voru að aka heim til sín á Hellu í gær, fimmtudag, þegar annar ökumaður beygði skyndilega þvert yfir veginn við gatnamótin að Gunnarsholti. „Hann kemur bara keyrandi og beygir beint fyrir framan nefið á okkur,“ segir Orri í samtali við Vísi en Mannlíf greindi fyrst frá glannaakstrinum. Hjónin aka um á Teslu og var bíllinn stilltur á sjálfstýringu á nítján kílómetra hraða en Orri Ragnar segir að ef ekki hefði verið fyrir sjálfvirk viðbrögð bílsins hefði farið verr. „Það hefur aldrei reynt á þetta áður,“ segir hann. „Ég vissi ekki að það virkaði svona vel.“ Orri segir greinilegt að um ferðamenn hafi verið að ræða. Suðurlandsvegur er einn fjölfarnasti vegur landsins, einkum vegna fjölda ferðamanna sem sækja Suðurlandið heim. Bendir hann á að oft hafi borið á því að ferðamenn skilji einfaldlega ekki umferðarlög. „Að fylgjast með þessu fólki á bílastæðum, það beygir bara inn þar sem því dettur í hug og fram eftir götunum,“ segir Orri. „Við vorum bara að koma heim á Hellu og erum með bílinn stilltan á átópilot á nítíu, við komum.“ Hann segir að auka þurfi fræðslu á bílaleigum en ganga úr skugga um að fólk sé með réttindi til aksturs áður en það fær að leiga út bíl. „Það þarf að fara hreinlega yfir það hvort fólk sé með gild ökuréttindi,“ segir Orri. Bendir hann á að réttindalausir Íslendingar geti auðveldlega fengið að leigja bíl erlendis og hann veltir því fyrir sér hvort það sé jafnauðvelt hér á landi. Bendir hann auk þess á að ökukennsla sé mismunandi og misgóð eftir löndum og í löndum eins og í löndum eins og Kína sé oft ekki gert ráð fyrir að fólk aki á landsbyggðarvegum. „Þetta er alveg svakalegt.“ Bílaleigur Rangárþing ytra Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Sjá meira
„Þetta var alveg rosalegt,“ segir Orri Ragnar Árnason Amin um atvikið en hann og eiginkonan voru að aka heim til sín á Hellu í gær, fimmtudag, þegar annar ökumaður beygði skyndilega þvert yfir veginn við gatnamótin að Gunnarsholti. „Hann kemur bara keyrandi og beygir beint fyrir framan nefið á okkur,“ segir Orri í samtali við Vísi en Mannlíf greindi fyrst frá glannaakstrinum. Hjónin aka um á Teslu og var bíllinn stilltur á sjálfstýringu á nítján kílómetra hraða en Orri Ragnar segir að ef ekki hefði verið fyrir sjálfvirk viðbrögð bílsins hefði farið verr. „Það hefur aldrei reynt á þetta áður,“ segir hann. „Ég vissi ekki að það virkaði svona vel.“ Orri segir greinilegt að um ferðamenn hafi verið að ræða. Suðurlandsvegur er einn fjölfarnasti vegur landsins, einkum vegna fjölda ferðamanna sem sækja Suðurlandið heim. Bendir hann á að oft hafi borið á því að ferðamenn skilji einfaldlega ekki umferðarlög. „Að fylgjast með þessu fólki á bílastæðum, það beygir bara inn þar sem því dettur í hug og fram eftir götunum,“ segir Orri. „Við vorum bara að koma heim á Hellu og erum með bílinn stilltan á átópilot á nítíu, við komum.“ Hann segir að auka þurfi fræðslu á bílaleigum en ganga úr skugga um að fólk sé með réttindi til aksturs áður en það fær að leiga út bíl. „Það þarf að fara hreinlega yfir það hvort fólk sé með gild ökuréttindi,“ segir Orri. Bendir hann á að réttindalausir Íslendingar geti auðveldlega fengið að leigja bíl erlendis og hann veltir því fyrir sér hvort það sé jafnauðvelt hér á landi. Bendir hann auk þess á að ökukennsla sé mismunandi og misgóð eftir löndum og í löndum eins og í löndum eins og Kína sé oft ekki gert ráð fyrir að fólk aki á landsbyggðarvegum. „Þetta er alveg svakalegt.“
Bílaleigur Rangárþing ytra Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Sjá meira