Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Jón Þór Stefánsson skrifar 17. ágúst 2025 11:00 Atvik málsins eru sögð hafa átt sér stað á Akureyri. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir frelsissviptingu og rán sem hann á að hafa framið á Akureyri fyrir tveimur árum. Hann er grunaður um að bjóða manni að gista heima hjá sér, en meina honum síðan að fara og beita hann ofbeldi í því skyni að hafa af honum fé vegna fíkniefnaskuldar. Meint frelsissvipting mun hafa átt sér stað í byrjun mars 2023, á heimili meints árásarmanns á Akureyri. Ógnað með hníf, skærum og sprautunálum Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að árásarmaðurinn hafi boðið manninum, þeim sem varð fyrir árásinni, að gista. Maðurinn hafi komið á heimilið um tíuleytið umræddan morgun, en þá á árásarmaðurinn að hafa haldið því ítrekað fram að hann skuldaði óþekktum erlendum karlmönnum peninga sem hann yrði að greiða samstundis. Hann hafi því meinað manninum að fara út. Árásarmaðurinn er sagður hafa tekið af honum Iphone-snjallsíma, tvær MacBook-fartölvur, Playstation tölvu og tvær fjarstýringar í stíl. Hann er sagður hafa ógnað manninum með hníf, skærum og sprautunálum og skipað honum að greiða sér eina milljón króna. Bundinn með límbandi Í ákærunni segir að árásarmaðurinn hafi gefið hinum færi á að hringja í föður sinn í því skyni að afla fjármunina. Hann hafi verið neyddur til að segja föður sínum að hann sætti hótunum um ofbeldi af hendi erlendra manna myndi hann ekki greiða fíkniefnaskuldina undir eins. Honum var sagt að faðir hans yrði að leggja inn á hann peninga. Þar á eftir er árásarmaðurinn sagður hafa bundið hinn í stól og bundið fyrir munninn á honum með límbandið. Síðan hafi árásarmaðurinn slegið og sparkað í hann. Síðan hafi hann losað manninn úr stólnum og látið hann sitja á gólfinu þar sem hann hafi fengið vatn úr skál á gólfinu. Héraðsdómur Norðurlands-eystra mun dæma í málinu.Vísir/Vilhelm Að lokum hafi óþekktur erlendur maður komið inn í íbúðina til að innheimta umrædda skuld. Fram kemur að maðurinn hafi ekki komist úr íbúðinni fyrr en um klukkan sex um kvöldið. Þá hafði hann verið í íbúðinni í um átta klukkustundir. Grunaður um brot gegn valdstjórninni Meintur árásarmaður er einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Hann er sagður hafa sagt við lögreglumann sem var við skyldustörf að hann vissi hvar hann ætti heima. Það atvik mun hafa átt sér stað nokkrum dögum síðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi norðurlands eystra. Lögreglumál Dómsmál Akureyri Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira
Hann er grunaður um að bjóða manni að gista heima hjá sér, en meina honum síðan að fara og beita hann ofbeldi í því skyni að hafa af honum fé vegna fíkniefnaskuldar. Meint frelsissvipting mun hafa átt sér stað í byrjun mars 2023, á heimili meints árásarmanns á Akureyri. Ógnað með hníf, skærum og sprautunálum Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að árásarmaðurinn hafi boðið manninum, þeim sem varð fyrir árásinni, að gista. Maðurinn hafi komið á heimilið um tíuleytið umræddan morgun, en þá á árásarmaðurinn að hafa haldið því ítrekað fram að hann skuldaði óþekktum erlendum karlmönnum peninga sem hann yrði að greiða samstundis. Hann hafi því meinað manninum að fara út. Árásarmaðurinn er sagður hafa tekið af honum Iphone-snjallsíma, tvær MacBook-fartölvur, Playstation tölvu og tvær fjarstýringar í stíl. Hann er sagður hafa ógnað manninum með hníf, skærum og sprautunálum og skipað honum að greiða sér eina milljón króna. Bundinn með límbandi Í ákærunni segir að árásarmaðurinn hafi gefið hinum færi á að hringja í föður sinn í því skyni að afla fjármunina. Hann hafi verið neyddur til að segja föður sínum að hann sætti hótunum um ofbeldi af hendi erlendra manna myndi hann ekki greiða fíkniefnaskuldina undir eins. Honum var sagt að faðir hans yrði að leggja inn á hann peninga. Þar á eftir er árásarmaðurinn sagður hafa bundið hinn í stól og bundið fyrir munninn á honum með límbandið. Síðan hafi árásarmaðurinn slegið og sparkað í hann. Síðan hafi hann losað manninn úr stólnum og látið hann sitja á gólfinu þar sem hann hafi fengið vatn úr skál á gólfinu. Héraðsdómur Norðurlands-eystra mun dæma í málinu.Vísir/Vilhelm Að lokum hafi óþekktur erlendur maður komið inn í íbúðina til að innheimta umrædda skuld. Fram kemur að maðurinn hafi ekki komist úr íbúðinni fyrr en um klukkan sex um kvöldið. Þá hafði hann verið í íbúðinni í um átta klukkustundir. Grunaður um brot gegn valdstjórninni Meintur árásarmaður er einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Hann er sagður hafa sagt við lögreglumann sem var við skyldustörf að hann vissi hvar hann ætti heima. Það atvik mun hafa átt sér stað nokkrum dögum síðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi norðurlands eystra.
Lögreglumál Dómsmál Akureyri Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira