Viðskipti innlent

Frí­höfnin endurhönnuð í anda ís­lenskrar náttúru

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Til stendur að ráðast í breytingar á fríhöfninni.
Til stendur að ráðast í breytingar á fríhöfninni. Ísland Duty Free

Framkvæmdir vegna endurhönnunar á komu- og brottfararverslununum Ísland Duty Free á Keflavíkurflugvelli hefjast á næstunni. Nýja hönnunin mun sækja innblástur í dramatískt landslag Íslands, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

„Í miðju verslannna verða staðsettir þriggja metra háir skúlptúrar, um 200 kg að þyngd, sem minna á ísjaka í jökullóni í umgjörð sem tekur mið af öðrum sérkennum íslenskrar náttúru. Skúlptúrinn er hannaður í samstarfi við Basalt arkitekta og framleiddur með 3D-prenttækni og er alfarið úr endurunnu plasti,“ segir í tilkynningunni.

Hanna Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri vörusviðs, segir að íslenskum vörum verði gert sérstaklega hátt undir höfði.

Endurhönnunin fer fram í áföngum næstu mánuði en framkvæmdir hefjast í komuverslun þann 18. ágúst næstkomandi og viku síðar í brottfararverslun. Allar vörur og þjónusta verða áfram í boði en stefnt er að framkvæmdalokum í júní 2026.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×