Sport

Dag­skráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upp­hitun fyrir enska

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Höskuldur Gunnlaugsson og félagar í Breiðabliki taka á móti Zrinjski Mostar frá Bosníu í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Í boði er sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Höskuldur Gunnlaugsson og félagar í Breiðabliki taka á móti Zrinjski Mostar frá Bosníu í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Í boði er sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. vísir/anton

Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á sportrásum Sýnar í dag. Meðal annars verður sýnt frá Evrópuleik Íslandsmeistara Breiðabliks.

Sýn Sport Ísland

Klukkan 17:15 verður sýnt beint frá seinni leik Breiðabliks og Zrinjski Mostar í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta karla. Fyrri leikurinn fór 1-1.

Sýn Sport Ísland 2

Klukkan 17:50 hefst bein útsending frá viðureign Tindastóls og Þróttar í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Klukkan 20:00 verður 13. umferð Bestu deildar kvenna gerð upp í Bestu mörkunum.

Sýn Sport

Klukkan 19:15 verður sýndur samantektarþáttur um N1-mót kvenna í fótbolta sem fór fram á Akureyri á dögunum.

Klukkan 20:00 er komið að upphitun Sunnudagsmessunnar fyrir tímabilið sem framundan er í ensku úrvalsdeildinni.

Sýn Sport 3

Klukkan 11:00 hefst bein útsending frá Danish Golf Championship.

Sýn Sport 4

Klukkan 15:00 verður sýnt beint frá The Standard Portland Classic á LPGA-mótaröðinni í golfi.

Sýn Sport Viaplay

Klukkan 17:00 er komið að beinni útsendingu frá leik Baltimore Orioles og Seattle Mariners í bandarísku MLB-deildinni í hafnabolta.

Klukkan 22:30 verður svo sýnt beint frá viðureign Washington Nationals og Philadelphia Phillies í MLB-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×