Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2025 07:32 Aitana Bonmatí, besti leikmaður heims síðustu tvö ár, svekkir sig eftir tap Barcelona liðsins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor. EPA/JOSE SENA GOULAO Kvennalið Barcelona hefur lengið verið í hópi allra bestu liða Evrópu en karlarnir í forystu hjá Barcelona eru alveg tilbúnir að fórna konunum til að leysa fjárhagsvandræði karlaliðsins. Barcelona er eins og síðustu ár í vandræðum að koma nýjum leikmönnum karlaliðsins undir launaþakið. Slæm fjárhagsstaða félagsins hefur nú verið í aðalhlutverki í mörg ár. Það er núna óvissa um það hvort risastórt nafn eins og Marcus Rashford geti tekið þátt í fyrsta leik liðsins vegna þeirra vandræða. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Það þarf að spara pening einhvers staðar og þar sem að karla- og kvennaliðið eru á sama rekstrarreikningi þá er eins af lausnum forystumanna félagsins að skera niður hjá konunum. Hafa tekið á sig launalækkun Staðan er því bara þannig að fjárhagsvandræði karlaliðsins bitna beint á konunum þrátt fyrir að þær hafi staðið við sitt og flestar þeirra tekið á sig launalækkun til að hjálpa sínu félagi. Kvennalið Barcelona hefur þegar losað sig við marga öfluga leikmenn i sumar, leikmenn eins og þær Ingrid Engen, Fridolina Rolfö, Jana Fernández og Bruna Vilamala. Á sama tíma hefur félagið aðeins náð í einn leikmann í staðinn, Laia Aleixandri. Nú eru aðeins sautján leikmenn í leikmannahópi kvennaliðsins og liðið tekur þátt í fjórum mismunandi keppnum á komandi tímabili og þarf því breidd. Kvennaliðið hefur biðlað til spænsku deildarinnar um það að fá að aðskilja rekstur karla og kvennaliðsins en það hefur ekki borið árangur strax. Á meðan eru þær aðeins peð í tafli karlanna sem ráða öllu hjá félaginu. Skulda yfir milljarð evra Barcelona skuldar yfir einn milljarð evra og það hefur ekki hjálpað rekstrinum að það hefur tekið miklu lengri tíma að endurnýja Nývang. Á meðan verður félagið af miklum tekjum á heimaleikjum. Leikmenn í spænska landsliðinu, sem urðu heimsmeistarar 2023, hafa gagnrýnt lélega umgjörð um kvennafótboltann á Spáni og þessar fréttir frá Spáni gera ekkert annað en að sýna fram á það. Það er sorgleg staða að lið sem hefur unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum á síðustu fimm árum og spænsku deildina sex ár í röð þurfi nú að róa lífróður og missa fjölda öflugra leikmanna til þess eins að leikmenn eins og Rashford fái að spila með karlaliðinu. View this post on Instagram A post shared by The Women’s Game (@womensgamemib) Spænski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Sjá meira
Barcelona er eins og síðustu ár í vandræðum að koma nýjum leikmönnum karlaliðsins undir launaþakið. Slæm fjárhagsstaða félagsins hefur nú verið í aðalhlutverki í mörg ár. Það er núna óvissa um það hvort risastórt nafn eins og Marcus Rashford geti tekið þátt í fyrsta leik liðsins vegna þeirra vandræða. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Það þarf að spara pening einhvers staðar og þar sem að karla- og kvennaliðið eru á sama rekstrarreikningi þá er eins af lausnum forystumanna félagsins að skera niður hjá konunum. Hafa tekið á sig launalækkun Staðan er því bara þannig að fjárhagsvandræði karlaliðsins bitna beint á konunum þrátt fyrir að þær hafi staðið við sitt og flestar þeirra tekið á sig launalækkun til að hjálpa sínu félagi. Kvennalið Barcelona hefur þegar losað sig við marga öfluga leikmenn i sumar, leikmenn eins og þær Ingrid Engen, Fridolina Rolfö, Jana Fernández og Bruna Vilamala. Á sama tíma hefur félagið aðeins náð í einn leikmann í staðinn, Laia Aleixandri. Nú eru aðeins sautján leikmenn í leikmannahópi kvennaliðsins og liðið tekur þátt í fjórum mismunandi keppnum á komandi tímabili og þarf því breidd. Kvennaliðið hefur biðlað til spænsku deildarinnar um það að fá að aðskilja rekstur karla og kvennaliðsins en það hefur ekki borið árangur strax. Á meðan eru þær aðeins peð í tafli karlanna sem ráða öllu hjá félaginu. Skulda yfir milljarð evra Barcelona skuldar yfir einn milljarð evra og það hefur ekki hjálpað rekstrinum að það hefur tekið miklu lengri tíma að endurnýja Nývang. Á meðan verður félagið af miklum tekjum á heimaleikjum. Leikmenn í spænska landsliðinu, sem urðu heimsmeistarar 2023, hafa gagnrýnt lélega umgjörð um kvennafótboltann á Spáni og þessar fréttir frá Spáni gera ekkert annað en að sýna fram á það. Það er sorgleg staða að lið sem hefur unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum á síðustu fimm árum og spænsku deildina sex ár í röð þurfi nú að róa lífróður og missa fjölda öflugra leikmanna til þess eins að leikmenn eins og Rashford fái að spila með karlaliðinu. View this post on Instagram A post shared by The Women’s Game (@womensgamemib)
Spænski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Sjá meira