Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 13. ágúst 2025 08:03 Þau sjö ár sem ég sat í borgarstjórn gagnrýndi ég þann frumskóg sem bílastæðagjöld eru í Reykjavík. Ég lagði fram fjölmargar bókanir og tók málið oft upp á fundum. Í dag er staðan þannig að þeir sem eru sektaðir er ekki lengur gert viðvart um það með sektarmiða á framrúður bíla og fjölmörg fyrirtæki hafa fengið leyfi frá borginni til að sinna gjaldtöku. Hér verður að hafa í huga að bílastæðagjöld eru aðfararhæf að lögum og geta leitt til eignaupptöku. Skylda stjórnvalds til að tilkynna um sekt er því rík. Einkafyrirtækin sinna gjaldtökunni bæði vegna stæða við götur borgarinnar sem og í bílastæðahúsum, bæði ofan- og neðanjarðar. Bílastæðahúsin geta bæði verið í eigu borgarinnar og einkaaðila. En starfsemin ber öll einkenni neðanjarðarstarfsemi því eigendur bíla eiga vægast sagt erfitt með á átta sig á hvaða smáforrit þeir þurfa að hafa til að standa í skilum og sektirnar hrannast upp. Oft án þess að ökumaðurinn geri sér grein fyrir að hann hafi verið sektaður, hvað þá kominn í vanskil með tilheyrandi ofurkostnaði. Stjórnarflokkar og borgarstjórnarmeirihluti stilli saman strengi Núverandi ríkisstjórn hefur boðað að tekið verði á lagaumgjörð þessara mála. Reykjavíkurborg lætur sitt vondandi heldur ekki eftir liggja. Enda er þessi málaflokkur ekki síður á forræði borgarinnar og annarra sveitarfélaga þar sem það á við. Ástand þessara mála er ekki gott í Reykjavík og núverandi meirihluti í borginni mun örugglega bregðast við því. Fjölgun gjaldskyldusvæða leiðir til ásóknar í gjaldfrjáls stæði í grónum hverfum sem skapar óþægindi fyrir íbúa þar. Skortur er á upplýsingagjöf um verðlagningu og lengd gjaldtökutíma á stæðum í einkarekstri. Mörk einstakra innheimtufyrirtækja eru oft óljós; hvar eitt fyrirtæki ræður för og annað tekur við þannig að bíleigendum er vægast sagt vorkun. Ekkert þak á gjaldtökunni Þar sem einkafyrirtæki hafa yfirráð á stæðum er ekkert þak eða hámark á upphæð bílastæðagjalda eða á svo kölluðum þjónustu-eða vanrækslugjöldum. Gjaldtaka á sumum nýlegum bílastæðum í einkaeigu lyktar af hreinni græðgi. Dæmi eru um að klukkutíminn kosti þúsund krónur á bílastæðum þar sem innheimt er allan sólarhringinn alla daga ársins. Hér er mikilvægt verkefni fyrir ríki og borg að vinna saman að. Það ætti að vera auðvelt þar sem sömu flokkar mynda ríkisstjórnina og sitja í meirihluta borgarstjórnar. Eitt af hlutverkum sveitarfélaga er að gæta hagsmuna íbúa gagnvart óréttmætum viðskiptaháttum. Allt of margir bílaeigendur lenda í því að vera ranglega krafðir um vanrækslugjöld vegna þess að þeir greiddu ekki fyrir rétt stæði eða með réttu smáforrit. Fyrirkomulag innheimtu bílastæðagjalda er algjör frumskógur fyrir neytendur og það er ekki er hægt að líða. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Bílastæði Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Þau sjö ár sem ég sat í borgarstjórn gagnrýndi ég þann frumskóg sem bílastæðagjöld eru í Reykjavík. Ég lagði fram fjölmargar bókanir og tók málið oft upp á fundum. Í dag er staðan þannig að þeir sem eru sektaðir er ekki lengur gert viðvart um það með sektarmiða á framrúður bíla og fjölmörg fyrirtæki hafa fengið leyfi frá borginni til að sinna gjaldtöku. Hér verður að hafa í huga að bílastæðagjöld eru aðfararhæf að lögum og geta leitt til eignaupptöku. Skylda stjórnvalds til að tilkynna um sekt er því rík. Einkafyrirtækin sinna gjaldtökunni bæði vegna stæða við götur borgarinnar sem og í bílastæðahúsum, bæði ofan- og neðanjarðar. Bílastæðahúsin geta bæði verið í eigu borgarinnar og einkaaðila. En starfsemin ber öll einkenni neðanjarðarstarfsemi því eigendur bíla eiga vægast sagt erfitt með á átta sig á hvaða smáforrit þeir þurfa að hafa til að standa í skilum og sektirnar hrannast upp. Oft án þess að ökumaðurinn geri sér grein fyrir að hann hafi verið sektaður, hvað þá kominn í vanskil með tilheyrandi ofurkostnaði. Stjórnarflokkar og borgarstjórnarmeirihluti stilli saman strengi Núverandi ríkisstjórn hefur boðað að tekið verði á lagaumgjörð þessara mála. Reykjavíkurborg lætur sitt vondandi heldur ekki eftir liggja. Enda er þessi málaflokkur ekki síður á forræði borgarinnar og annarra sveitarfélaga þar sem það á við. Ástand þessara mála er ekki gott í Reykjavík og núverandi meirihluti í borginni mun örugglega bregðast við því. Fjölgun gjaldskyldusvæða leiðir til ásóknar í gjaldfrjáls stæði í grónum hverfum sem skapar óþægindi fyrir íbúa þar. Skortur er á upplýsingagjöf um verðlagningu og lengd gjaldtökutíma á stæðum í einkarekstri. Mörk einstakra innheimtufyrirtækja eru oft óljós; hvar eitt fyrirtæki ræður för og annað tekur við þannig að bíleigendum er vægast sagt vorkun. Ekkert þak á gjaldtökunni Þar sem einkafyrirtæki hafa yfirráð á stæðum er ekkert þak eða hámark á upphæð bílastæðagjalda eða á svo kölluðum þjónustu-eða vanrækslugjöldum. Gjaldtaka á sumum nýlegum bílastæðum í einkaeigu lyktar af hreinni græðgi. Dæmi eru um að klukkutíminn kosti þúsund krónur á bílastæðum þar sem innheimt er allan sólarhringinn alla daga ársins. Hér er mikilvægt verkefni fyrir ríki og borg að vinna saman að. Það ætti að vera auðvelt þar sem sömu flokkar mynda ríkisstjórnina og sitja í meirihluta borgarstjórnar. Eitt af hlutverkum sveitarfélaga er að gæta hagsmuna íbúa gagnvart óréttmætum viðskiptaháttum. Allt of margir bílaeigendur lenda í því að vera ranglega krafðir um vanrækslugjöld vegna þess að þeir greiddu ekki fyrir rétt stæði eða með réttu smáforrit. Fyrirkomulag innheimtu bílastæðagjalda er algjör frumskógur fyrir neytendur og það er ekki er hægt að líða. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar