Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. ágúst 2025 13:02 Alma Möller heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa neinar forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga um að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar til POTS-sjúklinga. Hún hafi þó skilning á því að það geti reynst fólki erfitt að hætta í meðferð sem það trúir á. POTS-heilkennið svokallaða er algengast meðal kvenna á frjósemisaldri og eru einkenni þess margvísleg. Aðsókn í vökvagjöf vegna POTS hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum hefur margfaldast á aðeins örfáum árum en Sjúkratryggingar hyggjast hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar í lok september. Sjá einnig: Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Vökvagjöfin er úrræði sem Samtök um POTS á Íslandi meðal annarra segja að skipti sköpum fyrir þau sem glíma við heilkennið. Ákvörðun um að hætta að greiða niður þjónustuna byggir á faglegum forsendum að sögn Sjúkratrygginga Íslands. Ákvörðunin hafi verið tekin á þeim grundvelli að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða, rannsóknir skorti og að almennt sé engin réttlæting til staðar fyrir umræddri meðferð við POTS. Samtök um POTS á Íslandi hafa gagnrýnt áformin og segja að þrátt fyrir skort á rannsóknum hafi meðferðin skilað árangri og skipt sköpum fyrir lífsgæði þeirra sem hana þiggja. Alma Möller heilbrigðisráðherra kveðst ekki hafa ástæðu til annars en að treysta ákvörðun Sjúkratrygginga. „Ég hef engar forsendur til að rengja niðurstöður sem að bæði Sjúkratryggingar og Landlæknir hafa komist að eftir mjög nána yfirlegu. Þannig það er jú Landlæknir sem að veitir ráðgjöf í þessu tilfelli Sjúkratryggingum og ég hef skoðað málin og efast ekki um þá niðurstöðu. En vissulega get ég haft skilning á því að það sé erfitt að hætta í meðferð sem þú trúir á,“ segir Alma. Áfram niðurgreitt í undantekningartilfellum Fréttastofa hefur leitað svara frá Sjúkratryggingum Íslands, Embætti landlæknis og frá heilbrigðisráðuneytinu um það hvort vökvagjöf muni áfram standa POTS-greindum til boða niðurgreidd á öðrum heilbrigðisstofnunum, en umrædd ákvörðun nær til sjálfstætt starfandi sérgreinalækna. Þegar þetta er skrifað höfðu ekki fengist skýr svör við því hvort eða að hvaða marki umrædd meðferð kunni að standa til boða hjá heilbrigðisstofnunum hins opinbera, heilsugæslum eða sjúkrahúsum. Í bréfi Sjúkratrygginga til Samtaka um POTS á Íslandi um ákvörðunina er aðeins vísað til sjálfstætt starfandi sérgreinalækna, en fyrir liggur að það er á þeim vettvangi sem langflestar vökvagjafir hafa farið fram undanfarin ár. Í bréfinu kemur þó fram að veittar verði undanþágur í ákveðnum tilfellum. Annars vegar ef um er að ræða lyfjameðferðarbrest og erfið bráð einkenni þar sem ráðlög meðferð hafi ekki skilað tilætluðum árangri, og hins vegar í tengslum við skurðaðgerðir. Í báðum undantekningartilfellum sem tilgreind eru í bréfinu er ekki gert ráð fyrir fleiri en fjórum meðferðum á hverju tólf mánaða tímabili. Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
POTS-heilkennið svokallaða er algengast meðal kvenna á frjósemisaldri og eru einkenni þess margvísleg. Aðsókn í vökvagjöf vegna POTS hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum hefur margfaldast á aðeins örfáum árum en Sjúkratryggingar hyggjast hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar í lok september. Sjá einnig: Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Vökvagjöfin er úrræði sem Samtök um POTS á Íslandi meðal annarra segja að skipti sköpum fyrir þau sem glíma við heilkennið. Ákvörðun um að hætta að greiða niður þjónustuna byggir á faglegum forsendum að sögn Sjúkratrygginga Íslands. Ákvörðunin hafi verið tekin á þeim grundvelli að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða, rannsóknir skorti og að almennt sé engin réttlæting til staðar fyrir umræddri meðferð við POTS. Samtök um POTS á Íslandi hafa gagnrýnt áformin og segja að þrátt fyrir skort á rannsóknum hafi meðferðin skilað árangri og skipt sköpum fyrir lífsgæði þeirra sem hana þiggja. Alma Möller heilbrigðisráðherra kveðst ekki hafa ástæðu til annars en að treysta ákvörðun Sjúkratrygginga. „Ég hef engar forsendur til að rengja niðurstöður sem að bæði Sjúkratryggingar og Landlæknir hafa komist að eftir mjög nána yfirlegu. Þannig það er jú Landlæknir sem að veitir ráðgjöf í þessu tilfelli Sjúkratryggingum og ég hef skoðað málin og efast ekki um þá niðurstöðu. En vissulega get ég haft skilning á því að það sé erfitt að hætta í meðferð sem þú trúir á,“ segir Alma. Áfram niðurgreitt í undantekningartilfellum Fréttastofa hefur leitað svara frá Sjúkratryggingum Íslands, Embætti landlæknis og frá heilbrigðisráðuneytinu um það hvort vökvagjöf muni áfram standa POTS-greindum til boða niðurgreidd á öðrum heilbrigðisstofnunum, en umrædd ákvörðun nær til sjálfstætt starfandi sérgreinalækna. Þegar þetta er skrifað höfðu ekki fengist skýr svör við því hvort eða að hvaða marki umrædd meðferð kunni að standa til boða hjá heilbrigðisstofnunum hins opinbera, heilsugæslum eða sjúkrahúsum. Í bréfi Sjúkratrygginga til Samtaka um POTS á Íslandi um ákvörðunina er aðeins vísað til sjálfstætt starfandi sérgreinalækna, en fyrir liggur að það er á þeim vettvangi sem langflestar vökvagjafir hafa farið fram undanfarin ár. Í bréfinu kemur þó fram að veittar verði undanþágur í ákveðnum tilfellum. Annars vegar ef um er að ræða lyfjameðferðarbrest og erfið bráð einkenni þar sem ráðlög meðferð hafi ekki skilað tilætluðum árangri, og hins vegar í tengslum við skurðaðgerðir. Í báðum undantekningartilfellum sem tilgreind eru í bréfinu er ekki gert ráð fyrir fleiri en fjórum meðferðum á hverju tólf mánaða tímabili.
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira