Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Andri Már Eggertsson skrifar 8. ágúst 2025 21:02 Þróttur fagnaði 2-1 sigri Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þróttur vann 2-1 sigur gegn Víkingi í 12. umferð Bestu deildar kvenna. Bæði mörk Þróttar komu í fyrri hálfleik. Heimakonur spiluðu síðustu átján mínútur einni færri og náðu að loka leiknum. Það var meðbyr með Víkingum eftir sigur í síðustu umferð í fyrsta leik undir stjórn Einars Guðnasonar. Gestirnir úr Fossvoginum byrjuðu af krafti og stýrðu ferðinni fyrstu fimmtán mínúturnar og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir var nálægt því að skora þegar hún skallaði boltann í slána. Þróttur - Víkingur Besta Deild Kvenna Sumar 2025Vísir/Pawel Cieslikiewicz Eftir því sem leið á fyrri hálfleik fór að ganga betur í spili Þróttar sem endaði með að Katherine Amanda Cousins fékk boltann við teiginn náði að koma sér í góða stöðu inn í teig og átti þrumuskot sem endaði með marki. Það var þungt högg fyrir Víkinga að lenda undir og Þróttarar héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt. Á 36. mínútu skoraði Kayla Marie Rollins annað mark Þróttar með skalla nálægt markinu eftir sendingu frá Mist Funadóttur. Þróttarar skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik sem dugði til sigursVísir/Pawel Cieslikiewicz Staðan 2-0 í hálfleik. Gestirnir minnkuðu muninn á 54. mínútu. Þróttarar gerðu sig seka um mjög klaufaleg mistök þar sem Sæunn Björnsdóttir tók illa á móti boltanum sem fór í gegnum Álfhildi Rósu Kjartansdóttur sem var ekki með kveikt á perunni og Ashley Jordan Clark skoraði í sínum fyrsta leik fyrir Víking. Sóley María Steinarsdóttir fékk beint rautt spjald fyrir að toga í hárið á Lindu Líf Boama Vísir/Pawel Cieslikiewicz Það dró til tíðinda á 72. mínútu þegar Sóley María Steinarsdóttir fékk að líta rauða spjaldið þar sem hún tosaði í hárið á Lindu Líf Boama að mati dómara sem var vel staðsett. Í kjölfarið átti Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skot í slána. Þrátt fyrir að vera einum fleiri tókst Víkingum ekki að jafna og Þróttarar unnu 2-1 sigur. Það var hart barist í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Sprellimark Víkings í síðari hálfleik sem minnkaði muninn í 2-1. Bæði fyrir þær sakir að markið var klaufalegt og að nýjasti leikmaður Víkings Ashley Jordan Clark skoraði í sínum fyrsta leik. Stjörnur og skúrkar Katherine Amanda Cousins var sem fyrr öflug í liði Þróttar og skoraði fyrsta mark leiksins sem kom Þrótturum í gang. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir var öflug í liði Víkings og var óheppin að jafna ekki skömmu eftir að gestirnir urðu einum fleiri. Sóley María Steinarsdóttir fékk beint rautt spjald fyrir að toga í hárið á Lindu Líf Boama og skildi Þróttara eftir einum færri síðustu átján mínúturnar. Dómarinn Marit Skurdal dæmi leik kvöldsins. Sóley María Steinarsdóttir, leikmaður Þróttar, fékk að líta rauða spjaldið þar sem hún reif í hárið á Lindu Líf Boama að mati Marit sem stóð ansi nálægt atvikinu. Ekki var um viljaverk að ræða en reglurnar eru skýrar með hártog. Fyrr í leiknum kom annað umdeilt atvik þegar Linda Líf var komin ein í gegn en Jelena Tinna tæklaði hana en Marit fór auðveldu leiðina og gaf merki um að Jelena hafi farið fyrst í boltann. Stemning og umgjörð Það var sól í Laugardalnum þegar Víkingar mættu í heimsókn. 178 manns mættu á leikinn og sáu skemmtilegan leik. „Þróttarar gerðu það vel að spila einum færri“ Einar Guðnason, þjálfari Víkings, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Einar Guðnason, þjálfari Víkings var svekktur að hafa ekki fengið stig út úr leiknum eftir að hafa verið einum fleiri síðustu átján mínúturnar. „Það var súrt. Þróttarar gerðu það vel að spila einum færri á sama tíma vorum við að flýta okkur. Þegar maður er einum fleiri þarf maður ró til að taka réttar ákvarðanir og við vorum oft of mikið að flýta okkur,“ sagði Einar í viðtali eftir leik. Víkingur byrjaði leikinn betur sem skilaði þó ekki marki og Katherine Amanda Cousins skoraði fyrsta mark Þróttar. „Mér fannst við betri þangað til þær komust yfir og þá breyttist leikurinn. Katherine fékk frítt skot á 16 metrunum og ef hún fær frítt skot á þessum stað þá skorar hún. Sama með annað mark Þróttar þá fengu þær fría fyrirgjöf á sterkan skallamann sem skoraði.“ Aðspurður út í atvik þegar Linda Líf Boama komst ein í gegn og var tekin niður en að mati dómara var boltinn á milli sagðist Einar ekki vera viss. „Ómögulegt fyrir mig að sjá það. Ég var ósáttur við að Bergdís var tekin niður 5 sekúndum áður og rétt á undann hafði dómarinn gefið hagnað fyrir sambærilegt brot en hún gaf ekki hagnað þarna sem hefði átt að vera aukaspyrna og gult spjald á leikmann Þróttar eða þá aukaspyrna og rautt spjald fyrir brotið á Lindu Líf en ég sá það ekki nógu vel,“ sagði Einar að lokum. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Fótbolti
Þróttur vann 2-1 sigur gegn Víkingi í 12. umferð Bestu deildar kvenna. Bæði mörk Þróttar komu í fyrri hálfleik. Heimakonur spiluðu síðustu átján mínútur einni færri og náðu að loka leiknum. Það var meðbyr með Víkingum eftir sigur í síðustu umferð í fyrsta leik undir stjórn Einars Guðnasonar. Gestirnir úr Fossvoginum byrjuðu af krafti og stýrðu ferðinni fyrstu fimmtán mínúturnar og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir var nálægt því að skora þegar hún skallaði boltann í slána. Þróttur - Víkingur Besta Deild Kvenna Sumar 2025Vísir/Pawel Cieslikiewicz Eftir því sem leið á fyrri hálfleik fór að ganga betur í spili Þróttar sem endaði með að Katherine Amanda Cousins fékk boltann við teiginn náði að koma sér í góða stöðu inn í teig og átti þrumuskot sem endaði með marki. Það var þungt högg fyrir Víkinga að lenda undir og Þróttarar héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt. Á 36. mínútu skoraði Kayla Marie Rollins annað mark Þróttar með skalla nálægt markinu eftir sendingu frá Mist Funadóttur. Þróttarar skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik sem dugði til sigursVísir/Pawel Cieslikiewicz Staðan 2-0 í hálfleik. Gestirnir minnkuðu muninn á 54. mínútu. Þróttarar gerðu sig seka um mjög klaufaleg mistök þar sem Sæunn Björnsdóttir tók illa á móti boltanum sem fór í gegnum Álfhildi Rósu Kjartansdóttur sem var ekki með kveikt á perunni og Ashley Jordan Clark skoraði í sínum fyrsta leik fyrir Víking. Sóley María Steinarsdóttir fékk beint rautt spjald fyrir að toga í hárið á Lindu Líf Boama Vísir/Pawel Cieslikiewicz Það dró til tíðinda á 72. mínútu þegar Sóley María Steinarsdóttir fékk að líta rauða spjaldið þar sem hún tosaði í hárið á Lindu Líf Boama að mati dómara sem var vel staðsett. Í kjölfarið átti Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skot í slána. Þrátt fyrir að vera einum fleiri tókst Víkingum ekki að jafna og Þróttarar unnu 2-1 sigur. Það var hart barist í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Sprellimark Víkings í síðari hálfleik sem minnkaði muninn í 2-1. Bæði fyrir þær sakir að markið var klaufalegt og að nýjasti leikmaður Víkings Ashley Jordan Clark skoraði í sínum fyrsta leik. Stjörnur og skúrkar Katherine Amanda Cousins var sem fyrr öflug í liði Þróttar og skoraði fyrsta mark leiksins sem kom Þrótturum í gang. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir var öflug í liði Víkings og var óheppin að jafna ekki skömmu eftir að gestirnir urðu einum fleiri. Sóley María Steinarsdóttir fékk beint rautt spjald fyrir að toga í hárið á Lindu Líf Boama og skildi Þróttara eftir einum færri síðustu átján mínúturnar. Dómarinn Marit Skurdal dæmi leik kvöldsins. Sóley María Steinarsdóttir, leikmaður Þróttar, fékk að líta rauða spjaldið þar sem hún reif í hárið á Lindu Líf Boama að mati Marit sem stóð ansi nálægt atvikinu. Ekki var um viljaverk að ræða en reglurnar eru skýrar með hártog. Fyrr í leiknum kom annað umdeilt atvik þegar Linda Líf var komin ein í gegn en Jelena Tinna tæklaði hana en Marit fór auðveldu leiðina og gaf merki um að Jelena hafi farið fyrst í boltann. Stemning og umgjörð Það var sól í Laugardalnum þegar Víkingar mættu í heimsókn. 178 manns mættu á leikinn og sáu skemmtilegan leik. „Þróttarar gerðu það vel að spila einum færri“ Einar Guðnason, þjálfari Víkings, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Einar Guðnason, þjálfari Víkings var svekktur að hafa ekki fengið stig út úr leiknum eftir að hafa verið einum fleiri síðustu átján mínúturnar. „Það var súrt. Þróttarar gerðu það vel að spila einum færri á sama tíma vorum við að flýta okkur. Þegar maður er einum fleiri þarf maður ró til að taka réttar ákvarðanir og við vorum oft of mikið að flýta okkur,“ sagði Einar í viðtali eftir leik. Víkingur byrjaði leikinn betur sem skilaði þó ekki marki og Katherine Amanda Cousins skoraði fyrsta mark Þróttar. „Mér fannst við betri þangað til þær komust yfir og þá breyttist leikurinn. Katherine fékk frítt skot á 16 metrunum og ef hún fær frítt skot á þessum stað þá skorar hún. Sama með annað mark Þróttar þá fengu þær fría fyrirgjöf á sterkan skallamann sem skoraði.“ Aðspurður út í atvik þegar Linda Líf Boama komst ein í gegn og var tekin niður en að mati dómara var boltinn á milli sagðist Einar ekki vera viss. „Ómögulegt fyrir mig að sjá það. Ég var ósáttur við að Bergdís var tekin niður 5 sekúndum áður og rétt á undann hafði dómarinn gefið hagnað fyrir sambærilegt brot en hún gaf ekki hagnað þarna sem hefði átt að vera aukaspyrna og gult spjald á leikmann Þróttar eða þá aukaspyrna og rautt spjald fyrir brotið á Lindu Líf en ég sá það ekki nógu vel,“ sagði Einar að lokum.
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti