Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2025 14:30 Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Höfuðstöðvar hennar eru á Akureyri. Vísir/Viktor Freyr Amma sem glímir við veikindi á Norðurlandi hefur krafist nálgunarbanns gagnvart dóttur sinni eftir árás þeirrar síðarnefndu á hana. Héraðsdómur féllst á kröfuna en Landsréttur ómerkti vegna mistaka hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Úrskurðurinn hefur verið birtur á vef Landsréttar. Þar kemur fram að amman hafi miðvikudaginn 30. júlí ræst neyðarhnapp á heimili sínu og kallað eftir aðstoð lögreglu. Fólk sem talið er í mikilli hættu getur fengið slíkan neyðarhnapp til að ná á augnabliki sambandi við lögreglu. Amman segir ágreining hafa komið upp á milli hennar og fullorðinnar dóttur hennar en þær búa á sama heimili auk ólögráða stúlku, barnabarns ömmunnar. Rifrildið mun hafa snúið að því að dóttir hennar heimtaði lyf móður sinnar og síma. Taldi andardrættina sína síðustu Amman segist hafa verið uppi í rúmi með símann í tösku um hálsinn. Dóttir hennar hafi gripið töskuna og dregið móður sína til í rúminu. Svo hafi hún læst fingrum sínum í andlit móður sinnar og klipið eins fast og hún gat. Í framhaldinu hafi hún tekið fyrir vit hennar. Amman lýsir því að hafa náð að anda en liðið hræðilega og haldið að um væri að ræða sína síðustu andardrætti. Hún lýsir ítrekuðu ofbeldi af hálfu dóttur sinnar svo áratugum skiptir. Það hafi bæði verið mjög alvarlegt líkamlegt ofbeldi en einnig andlegt og fjárhagslegt. Í læknisvottorði sem Lögreglan á Norðurlandi eystra lagði fram við kröfu um nálgunarbann á hendur dótturinni og brottvísun af heimili kemur fram að lýsingar ömmunnar á áverkum samræmist frásögn ömmunnar af árásinni. Fram kemur að amman sé haldin alvarlegum sjúkdómi en húsið sem mæðgurnar og ömmustúlkan búa í er í eigu ömmunnar. Gleymdist að skipa réttargæslumann Héraðsdómur Norðurlands eystra komst að þeirri niðurstöðu að amman yrði ekki vernduð með öðrum hætti en að vísa dóttur hennar af heimilinu og úrskurða hana í nálgunarbann út ágúst. Dóttirin væri grunuð um alvarlegt ofbeldisbrot sem gæti varðað allt að sex ára eða sextán ára fangelsi. Dóttirin kærði niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar sem ómerkti niðurstöðu héraðsdóms vegna þess að ömmunni hafði ekki verið skipaður réttargæslumaður við meðferð málsins. Það væri alvarlegu annmarki á meðferð málsins hjá lögreglu og sömuleiðis fyrir héraðsdómi. Nokkuð hefur verið fjallað um ofbeldi afkvæma gagnvart eldri foreldrum sínum á liðnum vikum í tengslum við manndrápsmálið í Súlunesi í Garðabæ. Tæplega þrítug kona er grunuð um að hafa orðið áttræðum föður sínum að bana og er sömuleiðis ákærð fyrir að reyna að bana sjötugri móður sinni. Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á að sögn teymisstjóra hjá Bjarkarhlíð sem ræddi vandamálið í fréttum Sýnar á dögunum. Fjölskyldumál Lögreglumál Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
Úrskurðurinn hefur verið birtur á vef Landsréttar. Þar kemur fram að amman hafi miðvikudaginn 30. júlí ræst neyðarhnapp á heimili sínu og kallað eftir aðstoð lögreglu. Fólk sem talið er í mikilli hættu getur fengið slíkan neyðarhnapp til að ná á augnabliki sambandi við lögreglu. Amman segir ágreining hafa komið upp á milli hennar og fullorðinnar dóttur hennar en þær búa á sama heimili auk ólögráða stúlku, barnabarns ömmunnar. Rifrildið mun hafa snúið að því að dóttir hennar heimtaði lyf móður sinnar og síma. Taldi andardrættina sína síðustu Amman segist hafa verið uppi í rúmi með símann í tösku um hálsinn. Dóttir hennar hafi gripið töskuna og dregið móður sína til í rúminu. Svo hafi hún læst fingrum sínum í andlit móður sinnar og klipið eins fast og hún gat. Í framhaldinu hafi hún tekið fyrir vit hennar. Amman lýsir því að hafa náð að anda en liðið hræðilega og haldið að um væri að ræða sína síðustu andardrætti. Hún lýsir ítrekuðu ofbeldi af hálfu dóttur sinnar svo áratugum skiptir. Það hafi bæði verið mjög alvarlegt líkamlegt ofbeldi en einnig andlegt og fjárhagslegt. Í læknisvottorði sem Lögreglan á Norðurlandi eystra lagði fram við kröfu um nálgunarbann á hendur dótturinni og brottvísun af heimili kemur fram að lýsingar ömmunnar á áverkum samræmist frásögn ömmunnar af árásinni. Fram kemur að amman sé haldin alvarlegum sjúkdómi en húsið sem mæðgurnar og ömmustúlkan búa í er í eigu ömmunnar. Gleymdist að skipa réttargæslumann Héraðsdómur Norðurlands eystra komst að þeirri niðurstöðu að amman yrði ekki vernduð með öðrum hætti en að vísa dóttur hennar af heimilinu og úrskurða hana í nálgunarbann út ágúst. Dóttirin væri grunuð um alvarlegt ofbeldisbrot sem gæti varðað allt að sex ára eða sextán ára fangelsi. Dóttirin kærði niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar sem ómerkti niðurstöðu héraðsdóms vegna þess að ömmunni hafði ekki verið skipaður réttargæslumaður við meðferð málsins. Það væri alvarlegu annmarki á meðferð málsins hjá lögreglu og sömuleiðis fyrir héraðsdómi. Nokkuð hefur verið fjallað um ofbeldi afkvæma gagnvart eldri foreldrum sínum á liðnum vikum í tengslum við manndrápsmálið í Súlunesi í Garðabæ. Tæplega þrítug kona er grunuð um að hafa orðið áttræðum föður sínum að bana og er sömuleiðis ákærð fyrir að reyna að bana sjötugri móður sinni. Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á að sögn teymisstjóra hjá Bjarkarhlíð sem ræddi vandamálið í fréttum Sýnar á dögunum.
Fjölskyldumál Lögreglumál Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira