Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. ágúst 2025 18:24 Á leið til Manchester. Ulrik Pedersen/Getty Images Þýska knattspyrnufélagið RB Leipzig hefur samþykkt tilboð Manchester United í framherjann Benjamin Šeško. Með komu hans á Old Trafford hefur framlína liðsins tekið stakkaskiptum í sumar. RB Leipzig hefur samþykkt tilboð upp á rúma tólf milljarða íslenskra króna. Framherjinn á nú eftir að standast læknisskoðun og þá ætti allt að vera frágengið. Hann yrði þriðji sóknarþenkjandi leikmaðurinn sem Ruben Amorim fær til Man United í sumar. 🚨 EXCLUSIVE: Manchester United strike agreement in principle with RB Leipzig to sign Benjamin Sesko. Deal for 22yo #RBLeipzig striker €76.5m + €8.5m. Slovenia international given permission to fly & do medical before completing #MUFC move @TheAthleticFC https://t.co/mM9R0ipHZn— David Ornstein (@David_Ornstein) August 7, 2025 Šeško er 22 ára gamall Slóveni sem gekk til liðs við RB Leipzig frá systurfélaginu Red Bull Salzbug árið 2023. Í 87 leikjum fyrir Leipzig hefur hann skorað 39 mörk og lagt upp átta til viðbótar. Framherjinn er engin smásmíði – 1.96 metri á hæð – og myndi endanlega gjörbreyta framlínu Amorim. Það er ljóst að Šeško er ekki sóttur til að vera varaskeifa og það sama á við um þá Matheuc Cunha, sem kom frá Úlfunum, og Bryan Mbeumo, sem kom frá Brentford. Þarna hefur Amorim sótt þrjá menn sem munu að öllum líkindum spila í fremstu þremur stöðunum í 3-4-2-1 leikkerfinu sem Portúgalinn elskar. Það þýðir jafnframt að Bruno Fernandes yrði annar af „djúpu“ miðjumönnunum. Orðið á götunni er að Rasmus Höjlund sé til sölu á ágætis afslætti miðað við hvað Man United borgaði fyrir hann sumarið 2023. Það er líklegt að Rauðu djöflarnir þurfi að selja eitthvað af mönnum áður en glugginn lokar en fjöldi leikmanna er til sölu. Ásamt Höjlund má þar nefna Antony, Jadon Sancho, Alejandro Garnacho og Tyrell Malacia. Allir 380 leikir ensku úrvalsdeildarinnar verða sýndir beint á Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sjá meira
RB Leipzig hefur samþykkt tilboð upp á rúma tólf milljarða íslenskra króna. Framherjinn á nú eftir að standast læknisskoðun og þá ætti allt að vera frágengið. Hann yrði þriðji sóknarþenkjandi leikmaðurinn sem Ruben Amorim fær til Man United í sumar. 🚨 EXCLUSIVE: Manchester United strike agreement in principle with RB Leipzig to sign Benjamin Sesko. Deal for 22yo #RBLeipzig striker €76.5m + €8.5m. Slovenia international given permission to fly & do medical before completing #MUFC move @TheAthleticFC https://t.co/mM9R0ipHZn— David Ornstein (@David_Ornstein) August 7, 2025 Šeško er 22 ára gamall Slóveni sem gekk til liðs við RB Leipzig frá systurfélaginu Red Bull Salzbug árið 2023. Í 87 leikjum fyrir Leipzig hefur hann skorað 39 mörk og lagt upp átta til viðbótar. Framherjinn er engin smásmíði – 1.96 metri á hæð – og myndi endanlega gjörbreyta framlínu Amorim. Það er ljóst að Šeško er ekki sóttur til að vera varaskeifa og það sama á við um þá Matheuc Cunha, sem kom frá Úlfunum, og Bryan Mbeumo, sem kom frá Brentford. Þarna hefur Amorim sótt þrjá menn sem munu að öllum líkindum spila í fremstu þremur stöðunum í 3-4-2-1 leikkerfinu sem Portúgalinn elskar. Það þýðir jafnframt að Bruno Fernandes yrði annar af „djúpu“ miðjumönnunum. Orðið á götunni er að Rasmus Höjlund sé til sölu á ágætis afslætti miðað við hvað Man United borgaði fyrir hann sumarið 2023. Það er líklegt að Rauðu djöflarnir þurfi að selja eitthvað af mönnum áður en glugginn lokar en fjöldi leikmanna er til sölu. Ásamt Höjlund má þar nefna Antony, Jadon Sancho, Alejandro Garnacho og Tyrell Malacia. Allir 380 leikir ensku úrvalsdeildarinnar verða sýndir beint á Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sjá meira