Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Valur Páll Eiríksson skrifar 9. ágúst 2025 08:02 Stefán Árni Pálsson skildi barnið eftir hágrátandi en gleði tilfinningin var einfaldlega svo sterk að það skipti litlu. Vísir/Getty Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009. Manchester City var á uppleið í enska boltanum eftir kaup konungsfjölskyldunnar frá Abú Dabí ári fyrir leikinn umrædda. City hafði sprengt upp deildina með því að festa óvænt kaup á Carlos Tevez, sem hafði árin tvö á undan leikið fyrir United. Tevez var í fyrsta skipti í heimsókn á Old Trafford eftir skiptin og úr varð stórskemmtilegur leikur. United hafði komist yfir í þrígang í leiknum en City jafnað þrisvar, í þriðja skiptið skoraði Craig Bellamy jöfnunamark á 90. mínútu leiksins og allt stefndi í jafntefli. United-menn grautfúlir með stöðuna þar til allt snerist við á sjöttu mínútu uppbótartímans. Klippa: Enska augnablikið: Owen tryggir sigur United gegn City Stefán Árni segir frá: „Ég er staddur í sumarbústað. Sonur minn nokkuð nýlega orðinn eins árs. Geggjaður leikur og maður hélt að þetta væri að detta í jafntefli“ „Ég held á Gunna mínum. Geng um bústaðinn og hann hafði verið eitthvað órólegur. Ný búinn að koma honum í ró. Þá kemur þetta sigurmark,“ segir Stefán Árni sem gladdist við það mjög. „Ég gjörsamlega sturlast. Hleyp útum allan bústað öskrandi, með hann í fanginu. Kasta honum síðan í ömmu sína og held áfram að öskra. Hann hágrátandi og allir brjálaðir út í mig. Mér gat ekki verið meira sama. Geggjað moment.“ Frægt sigurmark Owens má sjá í spilaranum. Stefán Árni mun stýra þættinum VARsjáin á þriðjudagskvöldum á Sýn Sport í vetur. Þar mun hann ásamt Alberti Brynjari Ingasyni fara yfir nýliðna umferð á léttu nótunum. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport. Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Bjarni Guðjónsson var leikmaður Newcastle og sat í stúkunni þegar liðsfélagi hans gekk berserksgang á St. James' Park. 8. ágúst 2025 15:00 Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Hjörvar Hafliðason gleymir seint leik Manchester United og Sheffield Wednesday vorið 1993. 8. ágúst 2025 08:01 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Manchester City var á uppleið í enska boltanum eftir kaup konungsfjölskyldunnar frá Abú Dabí ári fyrir leikinn umrædda. City hafði sprengt upp deildina með því að festa óvænt kaup á Carlos Tevez, sem hafði árin tvö á undan leikið fyrir United. Tevez var í fyrsta skipti í heimsókn á Old Trafford eftir skiptin og úr varð stórskemmtilegur leikur. United hafði komist yfir í þrígang í leiknum en City jafnað þrisvar, í þriðja skiptið skoraði Craig Bellamy jöfnunamark á 90. mínútu leiksins og allt stefndi í jafntefli. United-menn grautfúlir með stöðuna þar til allt snerist við á sjöttu mínútu uppbótartímans. Klippa: Enska augnablikið: Owen tryggir sigur United gegn City Stefán Árni segir frá: „Ég er staddur í sumarbústað. Sonur minn nokkuð nýlega orðinn eins árs. Geggjaður leikur og maður hélt að þetta væri að detta í jafntefli“ „Ég held á Gunna mínum. Geng um bústaðinn og hann hafði verið eitthvað órólegur. Ný búinn að koma honum í ró. Þá kemur þetta sigurmark,“ segir Stefán Árni sem gladdist við það mjög. „Ég gjörsamlega sturlast. Hleyp útum allan bústað öskrandi, með hann í fanginu. Kasta honum síðan í ömmu sína og held áfram að öskra. Hann hágrátandi og allir brjálaðir út í mig. Mér gat ekki verið meira sama. Geggjað moment.“ Frægt sigurmark Owens má sjá í spilaranum. Stefán Árni mun stýra þættinum VARsjáin á þriðjudagskvöldum á Sýn Sport í vetur. Þar mun hann ásamt Alberti Brynjari Ingasyni fara yfir nýliðna umferð á léttu nótunum. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport.
Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Bjarni Guðjónsson var leikmaður Newcastle og sat í stúkunni þegar liðsfélagi hans gekk berserksgang á St. James' Park. 8. ágúst 2025 15:00 Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Hjörvar Hafliðason gleymir seint leik Manchester United og Sheffield Wednesday vorið 1993. 8. ágúst 2025 08:01 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Bjarni Guðjónsson var leikmaður Newcastle og sat í stúkunni þegar liðsfélagi hans gekk berserksgang á St. James' Park. 8. ágúst 2025 15:00
Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Hjörvar Hafliðason gleymir seint leik Manchester United og Sheffield Wednesday vorið 1993. 8. ágúst 2025 08:01