Lífið

Stutt í að upp­selt verði í heilt og hálft

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Reykjavíkurmaraþoni á síðasta ári.
Frá Reykjavíkurmaraþoni á síðasta ári. Vísir/Viktor Freyr

Alls hafa um 11 þúsund manns skráð sig til leiks í hinum ýmsu vegalengdum Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka sem fram fer laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Af þeim eru tæplega þrjú þúsund erlendir hlauparar frá 97 mismunandi löndum.

Í tilkynningu segir að fljótlega verði uppselt í heilt og hálft maraþon þar sem einungis séu eftir um 350 miðar. 

„Enn eru um 3.500 miðar eftir í 10 km. hlaupið en gera má ráð fyrir að uppselt verði í þá vegalengd áður en langt um líður.

Keppnismiði eða almennur miði

Mikilvægt er að þátttakendur í Reykavíkurmaraþoni Íslandsbanka séu með rétta skráningu þegar kemur að rástíma og úrslitum. Þau sem eru með keppnismiða taka þátt í keppni í sinni vegalengd og aldursflokki og fá hlaupið skráð í afrekaskrá Frjálsíþróttasambands Íslands. Þá gerir keppnismiði þátttakendum kleift að að nota lokatíma sinn til skráningar í önnur hlaup erlendis. Skráning í keppnisflokk lýkur á miðnætti föstudaginn 15. ágúst.

Þau sem vilja ekki taka þátt í keppni heldur einungis keppa við sjálft sjálft sig eiga kost á að kaupa almennan miða. Þátttakendur með almennan miða geta þannig ekki unnið til verðlauna en fá að sjálfsögðu medalíu og góðar móttökur þegar í markið er komið. Skráningu í almenna flokka lýkur á hlaupadegi sem 23 ágúst nk.

Hlaupastyrkur gengur vel

Áheitasöfnun hefur gengið afar vel í ár en þegar hafa safnast um 81 milljón króna fyrir hin ýmsu góðgerðarfélög. Áheitasöfnunin skiptir félögin gríðarlega miklu máli en samtals hefur safnast rúmur 1.7 milljarður króna frá því að áheitasöfnun hófst árið 2006. Tugir miljóna hafa þannig safnast til á annað hundrað góðgerðafélaga í tengslum við hlaupið ár hvert. Upphæðirnar smáar sem stórar hafa skipt félögin miklu máli og verið notaðar í mörg þörf verkefni,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.