Sport

Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíu­leikunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að taka beinan þátt í undirbúningi Bandaríkjamanna fyrir Ólympíuleikana 2028.
Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að taka beinan þátt í undirbúningi Bandaríkjamanna fyrir Ólympíuleikana 2028. Getty/ Win McNamee

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur mikinn áhuga á Ólympíuleikunum og hann vill taka þátt í að gera næstu sumerólympíuleika að frábærum og vel heppnuðum leikum.

Næstu leikar fara einmitt fram í Los Angeles í Kaliforníu eftir þrjú ár.

Lykilatriði í því að mati Trump var að setja saman nýjan starfshóp og að sjálfsögðu að gera sjálfan sig að formanni hans.

„Í júlí 2028 ætlum við að sýna heiminum hvað við Bandaríkjamenn gerum best og hvað það er að vinna,“ sagði Donald Trump.

Starfshópurinn mun meðal annars ská um öryggismál, samgöngumál og vegabréfsáritanir.

Þetta er sögulegt því í fyrsta sinn mun forseti Bandaríkjanna koma með beinum hætti að skipulagningu Ólympíuleika. Það sem meira er að hann mun taka stórar ákvarðanir í mikilvægum málum.

„Ólympíuleikarnir í Los Angeles verður stórskotlegur viðburður fyrir Ameríku. Þetta verður alveg ótrúlegt og er svo spennandi. Við ætlum að gera allt í okkar valdi til að gera leikana örugga og munum nota öryggissveitir og herinn til að tryggja það,“ sagði Trump.

„Bandaríkin er þjóð full af meisturum. Við ælum að vinna meira en við höfum nokkur tímann gert,“ sagði Trump.

Hann hefur sent sérsveitir sínar til að hafa upp á ólöglegum innflytjendum og allt varð vitlaust í Los Angeles þegar mótmæli brutust út gegn þessari harðri stefnu Trump.

„Los Angeles er aðeins öðruvísi borg en þegar hún var valin til að sjá um Ólympíuleikanna árið 2017 en við ætlum að gera hana betri en nokkurn tímann fyrr,“ sagði Trump.

Trump tjáði sig einnig um mál transfólks og harða stefnu hans í þeim málefnum.

„Bandaríkin munu ekki leyfa karlmönnum að stela verðlaunum frá konum á Ólympíuleikunum 2028,“ sagði Trump.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×