Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 6. ágúst 2025 23:53 Í dag eru áttatíu ár liðin frá því að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju fyrst á borgina Hírósíma og þremur dögum síðar var annarri sprengju varpað á Nagasakí með hörmulegum afleiðingum. Fjörutíu ár eru liðin frá fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna. Það er ótrúlegt að lifa í heimi þar sem við gætum gert svo margt gott. Ímyndið ykkur alla þá hæfileika sem búa í átta milljörðum jarðarbúa, allt ímyndunaraflið, sköpunarkraftinn og samtakamáttinn sem gætu fengið að blómstra. Hvað ef við gætum sameinast um að lifa saman í sanngjörnu samfélagi, þar sem gæðunum er dreift með réttlátum hætti? Hversu yndislegt væri að lifa í heimi þar sem kraftarnir færu í að byggja upp góðan og friðsælan heim, í stað þess að tortíma samborgurum okkar og vígvæðast gegn öðrum. Í stað þess að nýta krafta okkar til samvinnu, er stöðugt verið að hópa mannkyninu í andstæða póla. Við á móti hinum. Þannig birtast upphaf stríða ekki alltaf í stórum aðgerðum, heldur með stigvaxandi skilaboðum um utanaðkomandi ógn sem er leitast við að nota sem réttlætingu fyrir valdbeitingu. Fólki er talin trú um að það verði að vera tilbúið gegn mögulegri árás. Að það verði að vera öruggt. Hernaðarorðræðan er allt í kringum okkur. Þjóðir heims stofna „varnarbandalög“, sem eru í raun hernaðarbandalög. Talað er um svokallaðar „öryggisráðstafanir“ sem fela í sér vopnavæðingu, „friðargæslu“ sem inniheldur vopnaðan her, og „stöðugleika“ sem er oft tryggður með valdbeitingu. Þetta er orðræða sem leitast við að fegra ofbeldi og telja okkur trú um að þess sé þörf til að tryggja frið. Staðreyndin er sú að vopnavæðing er ekki leiðin að öryggi. Eyðilegging skapar ekki frið. Stríð skapar ekki frið, viðheldur ekki friði og kemur honum svo sannarlega ekki á. Það er ekkert eðlilegt við það að kjarnorkuvopn séu til staðar. Það er ekkert eðlilegt við það að vopn sem geta gereytt borgum, lífríki og framtíð séu varðveitt og þróuð í nafni öryggis. Eftirlifendur kjarnorkuárásanna stofnuðu árið 1956 samtökin Nihon Hidankyo sem hefur afnám kjarnorkuvopna að markmiði sínu. Þessi vopn eru ekki aðeins ómannúðleg – þau eru fjöldamorðsvopn sem eiga ekki samleið með mannkyninu. Eftirlifendur árásanna sögðu að kjarnorkuvopn mætti aldrei nota aftur og að þeir yrðu að vera síðustu fórnarlömbin. Það skiptir máli að standa saman fyrir friði og raddir eftirlifanda mega ekki gleymast. Segjum nei við hervæðingu heimsins, árásum og stöndum saman fyrir friði. Eitt af mínu uppáhaldslagi fjallar um fáranleikann í því hvernig stjórnvöld geta endalaust fjármagnað stríð og framleitt vopn en vilja ekki mæta grunnþörfum fólks og útrýma fátækt. Svo ég leyfi mér að vitna í upprunalegu orðin á ensku, okkur til umhugsunar: „They got money for wars, but can‘t feed the poor“. Heimurinn verður að snúa af braut vígvæðingar og eyðileggingar og velja lífið, samstöðuna og framtíðina, það gerum við með því að tala fyrir friði og krefjast þess. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Í dag eru áttatíu ár liðin frá því að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju fyrst á borgina Hírósíma og þremur dögum síðar var annarri sprengju varpað á Nagasakí með hörmulegum afleiðingum. Fjörutíu ár eru liðin frá fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna. Það er ótrúlegt að lifa í heimi þar sem við gætum gert svo margt gott. Ímyndið ykkur alla þá hæfileika sem búa í átta milljörðum jarðarbúa, allt ímyndunaraflið, sköpunarkraftinn og samtakamáttinn sem gætu fengið að blómstra. Hvað ef við gætum sameinast um að lifa saman í sanngjörnu samfélagi, þar sem gæðunum er dreift með réttlátum hætti? Hversu yndislegt væri að lifa í heimi þar sem kraftarnir færu í að byggja upp góðan og friðsælan heim, í stað þess að tortíma samborgurum okkar og vígvæðast gegn öðrum. Í stað þess að nýta krafta okkar til samvinnu, er stöðugt verið að hópa mannkyninu í andstæða póla. Við á móti hinum. Þannig birtast upphaf stríða ekki alltaf í stórum aðgerðum, heldur með stigvaxandi skilaboðum um utanaðkomandi ógn sem er leitast við að nota sem réttlætingu fyrir valdbeitingu. Fólki er talin trú um að það verði að vera tilbúið gegn mögulegri árás. Að það verði að vera öruggt. Hernaðarorðræðan er allt í kringum okkur. Þjóðir heims stofna „varnarbandalög“, sem eru í raun hernaðarbandalög. Talað er um svokallaðar „öryggisráðstafanir“ sem fela í sér vopnavæðingu, „friðargæslu“ sem inniheldur vopnaðan her, og „stöðugleika“ sem er oft tryggður með valdbeitingu. Þetta er orðræða sem leitast við að fegra ofbeldi og telja okkur trú um að þess sé þörf til að tryggja frið. Staðreyndin er sú að vopnavæðing er ekki leiðin að öryggi. Eyðilegging skapar ekki frið. Stríð skapar ekki frið, viðheldur ekki friði og kemur honum svo sannarlega ekki á. Það er ekkert eðlilegt við það að kjarnorkuvopn séu til staðar. Það er ekkert eðlilegt við það að vopn sem geta gereytt borgum, lífríki og framtíð séu varðveitt og þróuð í nafni öryggis. Eftirlifendur kjarnorkuárásanna stofnuðu árið 1956 samtökin Nihon Hidankyo sem hefur afnám kjarnorkuvopna að markmiði sínu. Þessi vopn eru ekki aðeins ómannúðleg – þau eru fjöldamorðsvopn sem eiga ekki samleið með mannkyninu. Eftirlifendur árásanna sögðu að kjarnorkuvopn mætti aldrei nota aftur og að þeir yrðu að vera síðustu fórnarlömbin. Það skiptir máli að standa saman fyrir friði og raddir eftirlifanda mega ekki gleymast. Segjum nei við hervæðingu heimsins, árásum og stöndum saman fyrir friði. Eitt af mínu uppáhaldslagi fjallar um fáranleikann í því hvernig stjórnvöld geta endalaust fjármagnað stríð og framleitt vopn en vilja ekki mæta grunnþörfum fólks og útrýma fátækt. Svo ég leyfi mér að vitna í upprunalegu orðin á ensku, okkur til umhugsunar: „They got money for wars, but can‘t feed the poor“. Heimurinn verður að snúa af braut vígvæðingar og eyðileggingar og velja lífið, samstöðuna og framtíðina, það gerum við með því að tala fyrir friði og krefjast þess. Höfundur er sósíalisti.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun