Viðskipti innlent

Vefur og app Ís­lands­banka lágu niðri

Agnar Már Másson skrifar
Ekki var hægt að komast inn á app bankans og þegar vefslóð Íslandsbanka var slegin inn í vafra tókst ekki að tengjast síðunni.
Ekki var hægt að komast inn á app bankans og þegar vefslóð Íslandsbanka var slegin inn í vafra tókst ekki að tengjast síðunni. Vísir/Vilhelm

Vefur og smáforrit Íslandsbanka hafa legið niðri í morgun, fyrsta virka dag eftir verslunarmannahelgi. Vefurinn er sums staðar komin í lag.

Tæknileg bilun kom upp og bankastarfsmenn hafa komist að því hvað olli henni, samkvæmt upplýsingum frá bankanum.

Unnið er að því að koma vefnum og smáforritinu aftur í lag en upp úr klukkan tíu var vefsíðan aftur komin í loftið sums staðar.

„Það er ekki um tölvuárás að ræða eða álag tengt mannamótum og við gerum ráð fyrir að þetta verði komið í lag innan klukkustundar og líklegast fyrr,“ segir Bjarney Anna Bjarnadóttir, fjárfestatengill bankans, í samtali við Vísi.

Bankastarfsmenn hafi fyrst klukkan níu í morgun orðið varir við að síðan og appið lægju niðri.

Fréttin hefur verið uppfærð eftir að frekari upplýsingar bárust frá bankanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×