Íslenski boltinn

Sjáðu um­deilda vítadóminn og sigur­markið sem var dæmt af

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Viktor Örn fagnaði en Jóhann Ingi flautaði.
Viktor Örn fagnaði en Jóhann Ingi flautaði. vísir / diego

Breiðablik og KA gerðu 1-1 jafntefli á Kópavogsvelli í gær. Breiðablik skoraði úr vítaspyrnu eftir umdeildan dóm, Viktor Örn Margeirsson hélt svo að hann hefði sett sigurmarkið en það var dæmt af og Blikar brjáluðust. Mörkin, löglegu og ólöglegu, má sjá hér fyrir neðan.

KA tók forystuna snemma, Mikael Breki Þórðarson átti gott skot sem söng í netinu, eftir stoðsendingu Ásgeirs Sigurgeirssonar.

Breiðablik uppskar vítaspyrnu þegar Marcel Römer braut á Ágúst Orra Þorsteinssyni. Höskuldur Gunnlaugsson steig á vítapunktinn og skoraði jöfnunarmarkið.

Breiðablik hélt að sigurmarkið hefði verið skorað í uppbótartímanum, en svo var ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×