Annar leikarinn sem styttir sér aldur eftir ölvunarakstur Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. ágúst 2025 11:45 Bæði Song Young-kyu og Kim Sae-Ron styttu sér bæði aldur eftir að hafa hlotið gríðarlega gagnrýni í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Getty Suður-kóreski leikarinn Song Young-kyu fannst látinn í bíl sínum eftir sjálfsvíg á mánudag. Song er annar leikarinn í Suður-Kóreu sem hefur stytt sér aldur á árinu eftir að hafa lent í fjölmiðlafári vegna ölvunaraksturs. Suður-kóreskir fjölmiðlar greina frá andlátinu. Hinn 55 ára Song Young-kyu fannst látinn að morgni mánudags inni í bíl í Cheoin-gu-hverfi í borginni Yongin sem er á stórborgarsvæði höfuðborgarinnar Seoul. Lögregla segir engan grun um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Song hóf leiklistarferill sinn á sviði árið 1994, færði sig yfir í bíó og sjónvarp árið 2010 og hefur síðan þá leikið í fjölda sjónvarpssería. Young-kyu var landsþekktur innan Suður-Kóreu og lék meðal annars í tekjuhæstu kóresku mynd allra tíma, grínmyndinni Extreme Job. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fó lki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og símann hjá Pieta-samtökunum, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn. Fjölmiðlaumfjöllun og hatrömm samfélagsmiðlaumræða Fyrr í sumar ók Song ölvaður undir stýri í borginni og var í kjölfarið sviptur ökuréttindum. Í kjölfarið hætti Song í uppsetningu á „Shakespeare in Love“ og voru hlutverk hans í tveimur sjónvarpsþáttaseríum, The Defects og The Winning Try, jafnframt minnkuð. Skyndilegt andlát Song er viðbót í stærri umræðu um geðheilbrigði í Suður-Kóreu og áhrif fjölmiðlaumfjöllunar á fólk í sviðsljósinu. Hin 24 ára Kim Sae-ron stytti sér aldur eftir að leiklistarferill hrundi í kjölfar þess að hún var tekin fyrir ölvunarakstur árið 2022. Í tilfellum beggja leikara varð mikil fjölmiðlaumfjöllun í kringum brotin og í kjölfarið hatrömm samfélagsmiðlaumræða. Talið er að því hafi fylgt mikil skömm fyrir leikarana tvo. Suður-Kórea Geðheilbrigði Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Suður-kóreskir fjölmiðlar greina frá andlátinu. Hinn 55 ára Song Young-kyu fannst látinn að morgni mánudags inni í bíl í Cheoin-gu-hverfi í borginni Yongin sem er á stórborgarsvæði höfuðborgarinnar Seoul. Lögregla segir engan grun um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Song hóf leiklistarferill sinn á sviði árið 1994, færði sig yfir í bíó og sjónvarp árið 2010 og hefur síðan þá leikið í fjölda sjónvarpssería. Young-kyu var landsþekktur innan Suður-Kóreu og lék meðal annars í tekjuhæstu kóresku mynd allra tíma, grínmyndinni Extreme Job. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fó lki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og símann hjá Pieta-samtökunum, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn. Fjölmiðlaumfjöllun og hatrömm samfélagsmiðlaumræða Fyrr í sumar ók Song ölvaður undir stýri í borginni og var í kjölfarið sviptur ökuréttindum. Í kjölfarið hætti Song í uppsetningu á „Shakespeare in Love“ og voru hlutverk hans í tveimur sjónvarpsþáttaseríum, The Defects og The Winning Try, jafnframt minnkuð. Skyndilegt andlát Song er viðbót í stærri umræðu um geðheilbrigði í Suður-Kóreu og áhrif fjölmiðlaumfjöllunar á fólk í sviðsljósinu. Hin 24 ára Kim Sae-ron stytti sér aldur eftir að leiklistarferill hrundi í kjölfar þess að hún var tekin fyrir ölvunarakstur árið 2022. Í tilfellum beggja leikara varð mikil fjölmiðlaumfjöllun í kringum brotin og í kjölfarið hatrömm samfélagsmiðlaumræða. Talið er að því hafi fylgt mikil skömm fyrir leikarana tvo.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fó lki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og símann hjá Pieta-samtökunum, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn.
Suður-Kórea Geðheilbrigði Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira