Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. ágúst 2025 09:05 Hressir Íslendingar á hátíðinni í Gimli í Kanada. Aðsend Um helgina er haldin Íslendingadagurinn í Gimli í Manitoba. Hátiðin var með stærra sniði en áður því í ár er fagnað 150 árum frá landtöku Íslendinga við Winnipegvatn. Lögð var sérstök áhersla á þau sterku tengsl sem varað hafa á milli þessara landa í 150 ár, en um leið var lögð áhersla á mikilvægi nýrra tengsla á milli þessara samfélaga. Hópur nítján íslenskra kvenna hafa saumað og færðu að gjöf nýjan kyrtil á fjallkonuna í Gimli en verkefnið fékk heitið “Gjöf kvenna á Íslandi til kvenna á Nýja Íslandi”. Verkefnið var unnið undir handleiðslu og stuðningi frá „Annríki” í nánu samráði við stjórnendur Íslendingadagsins í Gimli. Hvítur kyrtill Val á efni, litum, ísaumsaðferð og mynstri var í höndum kvenna í Gimli og þannig var fylgt áherslum, sögu og menningu fólksins í Kanada. Búningurinn er handgerður og með mynstri frá „Sigurði málara”, en hann hannaði Kyrtil og Skautbúning á 19 öld. Kyrtillinn er hvítur að lit, ísaumaður með gylltum þræði og með býsönsku mynstri sem hannað var af Sigurði og var eitt af hans fyrstu mynstrum. Forseti Íslands „Kyrtilinn var afhentur í sérstakri athöfn í Leikhúsinu í Gimli á laugardaginn þar sem forseti Ísland, Halla Tómasdóttir, heiðraði okkur með þátttöku sinni og ávarpaði samkomuna. Þá sagði Guðrún Hildur Rosenkjær, annar eigandi Annríkis, frá þróun íslenskra búninga, en búningar hópsins sem nú er í Kanada, spannaði flestar tegundir íslenskra þjóðbúninga. Þá var einnig sýning heimafólks, eða „Fashion Show” á þjóðbúningum, bæði fyrri og seinni tíma, sem hafa varðveist og þróast í samfélaginu í Kanada,” segir Guðlaug Sigurðardóttir, ein af forsvarskonunum verkefnisins. Hér er mynd af Fjallkonunni í nýja kyrtlinum með nælu, sem fylgdi einnig, sem gjöf.Aðsend Djúp tengsl á milli landanna Fjallkonan í Gimli hefur komið fram í 101 ár eða frá árinu 1924. Þessi hefð er því eldri en á Íslandi þar sem fjallkonan kom fyrst fram árið 1947. Íslendingadagurinn í Gimli er haldinn hátíðlegur hvert ár og hefur 136 ára sögu. „Á þessum tíma hafa afkomendur Íslendinga viðhaldið sinni sögu, bæði þeir sem komu í upphafi en líka þeir sem hafa komið síðar inn í samfélagið. Það er gaman að koma og taka þátt í þessum hátíðarhöldum og finna þessi djúpu tengsl sem eru til staðar á milli þessara tveggja landa,” segir Guðlaug. Gunnvör Daníelsdóttir Ásmundsson er fjallkonan í ár Tengslum Íslendinga við samfélagið í Kanada hefur verið viðhaldið í gegnum tíðina en með þessari gjöf er áhersla á að byggja upp ný tengsl og viðhalda þeim til framtíðar. Við afhendingu Kyrtilsins voru auk Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, Björn Skúlason eiginmaður forseta, Jenny Hill sendiherra Kanada á Íslandi, Hlynur Guðjónsson sendiherra Íslands í Kanada, Vilhjálmur Wium aðalræðismaður Íslands i Winnipeg. Sigrún Ásmundsson veitti búningnum viðtöku en móðir hennar Gunnvör Daníelsdóttir Ásmundsson er fjallkonan í ár. Hún mun skrýðast kyrtlinum í fyrsta sinn á aðaldegi hátíðarinnar, sem er í dag, 4. ágúst. Kanada Íslendingar erlendis Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Þjóðbúningar Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
Hópur nítján íslenskra kvenna hafa saumað og færðu að gjöf nýjan kyrtil á fjallkonuna í Gimli en verkefnið fékk heitið “Gjöf kvenna á Íslandi til kvenna á Nýja Íslandi”. Verkefnið var unnið undir handleiðslu og stuðningi frá „Annríki” í nánu samráði við stjórnendur Íslendingadagsins í Gimli. Hvítur kyrtill Val á efni, litum, ísaumsaðferð og mynstri var í höndum kvenna í Gimli og þannig var fylgt áherslum, sögu og menningu fólksins í Kanada. Búningurinn er handgerður og með mynstri frá „Sigurði málara”, en hann hannaði Kyrtil og Skautbúning á 19 öld. Kyrtillinn er hvítur að lit, ísaumaður með gylltum þræði og með býsönsku mynstri sem hannað var af Sigurði og var eitt af hans fyrstu mynstrum. Forseti Íslands „Kyrtilinn var afhentur í sérstakri athöfn í Leikhúsinu í Gimli á laugardaginn þar sem forseti Ísland, Halla Tómasdóttir, heiðraði okkur með þátttöku sinni og ávarpaði samkomuna. Þá sagði Guðrún Hildur Rosenkjær, annar eigandi Annríkis, frá þróun íslenskra búninga, en búningar hópsins sem nú er í Kanada, spannaði flestar tegundir íslenskra þjóðbúninga. Þá var einnig sýning heimafólks, eða „Fashion Show” á þjóðbúningum, bæði fyrri og seinni tíma, sem hafa varðveist og þróast í samfélaginu í Kanada,” segir Guðlaug Sigurðardóttir, ein af forsvarskonunum verkefnisins. Hér er mynd af Fjallkonunni í nýja kyrtlinum með nælu, sem fylgdi einnig, sem gjöf.Aðsend Djúp tengsl á milli landanna Fjallkonan í Gimli hefur komið fram í 101 ár eða frá árinu 1924. Þessi hefð er því eldri en á Íslandi þar sem fjallkonan kom fyrst fram árið 1947. Íslendingadagurinn í Gimli er haldinn hátíðlegur hvert ár og hefur 136 ára sögu. „Á þessum tíma hafa afkomendur Íslendinga viðhaldið sinni sögu, bæði þeir sem komu í upphafi en líka þeir sem hafa komið síðar inn í samfélagið. Það er gaman að koma og taka þátt í þessum hátíðarhöldum og finna þessi djúpu tengsl sem eru til staðar á milli þessara tveggja landa,” segir Guðlaug. Gunnvör Daníelsdóttir Ásmundsson er fjallkonan í ár Tengslum Íslendinga við samfélagið í Kanada hefur verið viðhaldið í gegnum tíðina en með þessari gjöf er áhersla á að byggja upp ný tengsl og viðhalda þeim til framtíðar. Við afhendingu Kyrtilsins voru auk Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, Björn Skúlason eiginmaður forseta, Jenny Hill sendiherra Kanada á Íslandi, Hlynur Guðjónsson sendiherra Íslands í Kanada, Vilhjálmur Wium aðalræðismaður Íslands i Winnipeg. Sigrún Ásmundsson veitti búningnum viðtöku en móðir hennar Gunnvör Daníelsdóttir Ásmundsson er fjallkonan í ár. Hún mun skrýðast kyrtlinum í fyrsta sinn á aðaldegi hátíðarinnar, sem er í dag, 4. ágúst.
Kanada Íslendingar erlendis Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Þjóðbúningar Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira