„Dómur af himnum ofan“ Árni Jóhannsson skrifar 3. ágúst 2025 19:57 Halldór Árnason var ekki sáttur með leikinn í dag. Vísir / Diego Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var öllu rólegri en von var á þegar hann kom í viðtal eftir jafntefli Breiðabliks og KA í dag. Leikurinn endaði 1-1 og var mark dæmt af Breiðablik í blálokin. Halldór var spurður út í hvort hann væri búinn að fá útskýringu á dómnum sem tók mark af Viktori Erni Margeirssyni sem hefði tryggt öll stigin í dag. „Það virðist enginn kannast við að hafa dæmt þetta af. Þetta hlýtur þá að hafa komið einhversstaðar af himnum ofan einhverjum fimm mínútum eftir að markið kom. Þá hlýtur þetta að vera rétt.“ Sá Halldór hvað gerðist? „Við skoruðum mark.“ Þá að leiknum sjálfum, getur Halldór verið ánægður með niðurstöðuna í leiknum burtséð frá því að mark hafi verið dæmt af hans mönnum í lokin? „Alls ekki ánægður með niðurstöðuna. Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik þar sem við hefðum getað gert út um leikinn. Þeir reyndar gera gott mark, enda mjög gæðamikið KA lið en þeir voru lengi að byrja leikinn. Við áttum bara að klára þetta í fyrri hálfleik. Svo koma þeir öflugir inn í seinni hálfleikinn, það bætti hressilega í vindinn en það er aum afsökun, þeir voru bara góðir. Langan hluta af seinni hálfleik var þetta fram og til baka þar sem sóknir þeirra voru áhrifameiri. Þær voru færri en hættulegri og við vorum hálf slappir við teiginn þeirra þangað til í lokin. Það er ekki nógu gott. Ég er mjög ósáttur við að vinna ekki leikinn, við verðum að gera betur.“ Getur ástæðan fyrir því að Blikum gekk illa við teig KA manna að lappirnar hafi verið þungar eftir álag undanfarinna vikna? Snertingar og sendingar á sóknarhluta leikvangsins voru oft ekki nógu góðar. „Mögulega. Það er þá bara eitthvað sem við þurfum að komast yfir. Við þurfum að gera betur, einbeita okkur betur og vera með betri endurheimt. Þetta er það sem koma skal. Nei nei, ég held að við séum bara ferskir. Vorum hrikalega orkumiklir í fyrri hálfleik. Vorum frábærir í pressunni og spiluðum vel. Ég get ekki farið að tala um þreytu það er svo mikið eftir með fáa daga á milli leikja.“ Hvað er hægt að taka úr leiknum í dag inn í framhaldið? „Það er náttúrlega alltaf í hverjum leik sem við getum bætt okkur í. Við erum alltaf að reyna að vera betri. Ég þarf að átta mig á afhverju leikurinn breytist í seinni hálfleik. Eitthvað af því er taktískt en við megum ekki missa þetta niður. Við vorum með yfirburði í fyrri hálfleik og ef við hefðum haldið þeim þá er ég viss um að við hefðum klárað þetta. KA gerðu mjög vel stóran hluta seinni hálfleiks og ég þarf að skoða afhverju það er.“ Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Halldór var spurður út í hvort hann væri búinn að fá útskýringu á dómnum sem tók mark af Viktori Erni Margeirssyni sem hefði tryggt öll stigin í dag. „Það virðist enginn kannast við að hafa dæmt þetta af. Þetta hlýtur þá að hafa komið einhversstaðar af himnum ofan einhverjum fimm mínútum eftir að markið kom. Þá hlýtur þetta að vera rétt.“ Sá Halldór hvað gerðist? „Við skoruðum mark.“ Þá að leiknum sjálfum, getur Halldór verið ánægður með niðurstöðuna í leiknum burtséð frá því að mark hafi verið dæmt af hans mönnum í lokin? „Alls ekki ánægður með niðurstöðuna. Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik þar sem við hefðum getað gert út um leikinn. Þeir reyndar gera gott mark, enda mjög gæðamikið KA lið en þeir voru lengi að byrja leikinn. Við áttum bara að klára þetta í fyrri hálfleik. Svo koma þeir öflugir inn í seinni hálfleikinn, það bætti hressilega í vindinn en það er aum afsökun, þeir voru bara góðir. Langan hluta af seinni hálfleik var þetta fram og til baka þar sem sóknir þeirra voru áhrifameiri. Þær voru færri en hættulegri og við vorum hálf slappir við teiginn þeirra þangað til í lokin. Það er ekki nógu gott. Ég er mjög ósáttur við að vinna ekki leikinn, við verðum að gera betur.“ Getur ástæðan fyrir því að Blikum gekk illa við teig KA manna að lappirnar hafi verið þungar eftir álag undanfarinna vikna? Snertingar og sendingar á sóknarhluta leikvangsins voru oft ekki nógu góðar. „Mögulega. Það er þá bara eitthvað sem við þurfum að komast yfir. Við þurfum að gera betur, einbeita okkur betur og vera með betri endurheimt. Þetta er það sem koma skal. Nei nei, ég held að við séum bara ferskir. Vorum hrikalega orkumiklir í fyrri hálfleik. Vorum frábærir í pressunni og spiluðum vel. Ég get ekki farið að tala um þreytu það er svo mikið eftir með fáa daga á milli leikja.“ Hvað er hægt að taka úr leiknum í dag inn í framhaldið? „Það er náttúrlega alltaf í hverjum leik sem við getum bætt okkur í. Við erum alltaf að reyna að vera betri. Ég þarf að átta mig á afhverju leikurinn breytist í seinni hálfleik. Eitthvað af því er taktískt en við megum ekki missa þetta niður. Við vorum með yfirburði í fyrri hálfleik og ef við hefðum haldið þeim þá er ég viss um að við hefðum klárað þetta. KA gerðu mjög vel stóran hluta seinni hálfleiks og ég þarf að skoða afhverju það er.“
Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira