Innlent

Stúlkan sem fór í sjóinn er látin

Magnús Jochum Pálsson skrifar
kerti

Stúlka sem fór í sjóinn við Reynisfjöru ásamt föður sínum og systur er látin. Þyrla Landhelgisgæslunnar, lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út og tókst að ná stúlkunni úr sjónum. Var hún úrskurðuð látin á vettvangi.

Lögreglan á Suðurlandi greinir frá andlátinu á Facebook

Samkvæmt heimildum fréttastofu fóru feðginin, sem voru erlendir ferðamenn, í sjóinn við Reynisföru í Mýrdalnum um hálfþrjúleytið en einungis faðirinn og önnur stúlkan komst aftur í land. Þau eru erlendir ferðamenn.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á fyrsta forgangi klukkan tuttugu mínútur í þrjú auk björgunarskipsins Þór. Þá voru bæði lögregla og björgunarsveitir með mikinn viðbúnað á vettvangi. 

Stúlkuna rak langt frá landi og fann þyrlusveitin stúlkuna um tveimur tímum eftir að hún féll í sjóinn. Stúlkan var flutt á Landspítalann en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var hún úrskurðuð látin.


Tengdar fréttir

Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru

Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarskipið Þór og björgunarsveitir voru kallaðar út skömmu fyrir þrjú eftir að einstaklingur fór í sjóinn við Reynisfjöru í Mýrdalnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um barnunga stúlku að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×