Innlent

Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Stúlka fór í sjóinn við Reynisfjöru ásam föður sínum og systur. Einungis tvö þeirra komu sér aftur í land. 
Stúlka fór í sjóinn við Reynisfjöru ásam föður sínum og systur. Einungis tvö þeirra komu sér aftur í land.  Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarskipið Þór og björgunarsveitir voru kallaðar út skömmu fyrir þrjú eftir að einstaklingur fór í sjóinn við Reynisfjöru í Mýrdalnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um barnunga stúlku að ræða.

„Þyrlusveitin var kölluð út tuttugu mínútur í þrjú á mesta forgangi að beiðni lögreglunnar á Suðurlandi vegna einstaklings sem er í sjónum úti við Reynisfjöru,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu.

Þyrlan tók á loft um þrjú og er nú á leiðinni. Björgunarsveitir voru einnig kallaðar út auk björgunarskipsins Þórs og er mikill viðbúnarður á vettvangi. 

„Allir sem aðstoð geta veitt voru kallaðir út,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.

Samkvæmt heimildum fréttastofu fóru faðir og tvær systur í sjóinn. Faðirinn og önnur stúlkan komust í land en ekki hin, sem er barnung.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×