Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2025 07:02 Óskar Albert Torfason er þúsundþjalasmiður á Drangsnesi sem er nýhættur störfum, þ.e. aðalstarfinu hjá fiskvinnslunni. Hann sinnir enn hitaveitunni og svarar kalli sveitunga sinna þegar þá vantar aðstoð. Langflestir gestir í heitu pottunum í flæðamálinu á Drangsnesi greiða uppsett verð þótt enginn standi vaktina. Heimamenn hafa mætt áföllum í gegnum tíðina af æðruleysi og komast yfirleitt að því að ekki er allt sem sýnist. Þeir eru margir heitu pottarnir á Íslandi en fáir sem bjóða upp á jafnmagnað útsýni og pottarnir í fjöruborðinu hérna á Drangsnesi og þeir njóta líka mikilla vinsælda. Heita vatnið fannst árið 1997. Kalda vatnið í bænum hafði frosið í desember 1996 og var borað eftir köldu vatni strax eftir áramót. Spýttist upp sextíu gráðu heitt vatn „Það skilaði engu köldu vatni heldur hrópaði holan á okkur: hérna er heitt vatn,“ segir Óskar Albert Torfason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Drangs, sem hefur auga með pottunum. Boraðar voru holur með fimmtíu metra millibili í þorpinu og mesti hitinn reyndist í fjöruborðinu. „Það var borað dýpra og þá spýttist upp sextíu gráðu heitt vatn sem menn fóru þegra að nota í fiskikörin. En svo var góður maður sem gaf okkur þrjá græna potta,“ segir Óskar og saga heitu pottanna var hafin. Síðar var þeim skipt út fyrir nýja potta. „Þetta var mikill happafengur þegar við fengum heita vatnið og hvernig hefur spilast úr því fyrir okkur.“ Eingöngu góðir gestir Sundlaug var byggð á Drangsnesi árið 2005 en hún hefur lítil áhrif á vinsældir pottanna. Meiri stöðugleiki er í komum erlendra ferðamanna en Íslendingar líta líka við að sögn Óskars. Það er verslunin á Drangsnesi sem sér um rekstur pottanna en verslunin er rekin af íbúunum sjálfum eftir að Kaupfélag Steingrímsfjarðar lokaði útibúi sínu í þorpinu árið 2019. Lengi vel var ókeypis í pottana eða tekið við frjálsum framlögum. Í dag er rukkað og treyst á samvisku gesta. „Núna er greiðsluvél sem við getum stungið kortinu í. Menn stimpla inn upphæðina. Langstærstur hluti fólks greiðir fyrir og sér ekki eftir því.“ Gestir í Drangsnesi séu heiðarlegir. „Já, það er eingöngu þannig og þetta eru allt góðir gestir sem koma hingað og kíkja á okkur.“ Pottapartý Pottarnir eru opnir allan sólarhringinn og allan ársins hring. Heimamenn sækja þá helst á kvöldin og eru þeir helsta samkomusvæði bæjarins. Dæmi eru um að ferðamenn hitti fyrir heimafólk, jafnvel með drykk við hönd, og skapi ógleymanlegar minningar. Þannig var það í tilfelli bandarísks ferðamanns sem sagði frá reynslu sinni á Reddit í fyrra og DV fjallaði um. Óskar er mikill sögumaður og rifjar upp heimsókn oddvitans til spákonu nokkru áður en heita vatnið fannst á sínum tíma. „Það er olía, ef ekki olía þá er það heitt vatn sem þeir finna hérna. Og það kom á daginn að það var heitt vatn,“ segir Óskar. Happ þegar frystihúsið brann Heimamenn sjái glasið frekar hálffullt en hálftómt. Þeir séu jákvæðir frekar en neikvæðir. „Ef eitthvað bjátar á þá sé eitthvað gott á bak við sem við sjáum ekki þá stundina. Eins og þegar kalda vatnið fraus þá fundum við heita vatnið. Þannig hefur það verið. Rækjan hvarf úr Húnaflóanum og við vissum ekki hvað við myndum gera næst, en þá birtist ýsa í töluverðum mæli sem gekk vel að veiða. Menn eru að tala um að það hafi verið happ þegar fyrstihúsið brann því þá kom nýtt frystihús,“ segir Óskar og hlær. Kaldrananeshreppur Sundlaugar og baðlón Ferðaþjónusta Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira
Þeir eru margir heitu pottarnir á Íslandi en fáir sem bjóða upp á jafnmagnað útsýni og pottarnir í fjöruborðinu hérna á Drangsnesi og þeir njóta líka mikilla vinsælda. Heita vatnið fannst árið 1997. Kalda vatnið í bænum hafði frosið í desember 1996 og var borað eftir köldu vatni strax eftir áramót. Spýttist upp sextíu gráðu heitt vatn „Það skilaði engu köldu vatni heldur hrópaði holan á okkur: hérna er heitt vatn,“ segir Óskar Albert Torfason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Drangs, sem hefur auga með pottunum. Boraðar voru holur með fimmtíu metra millibili í þorpinu og mesti hitinn reyndist í fjöruborðinu. „Það var borað dýpra og þá spýttist upp sextíu gráðu heitt vatn sem menn fóru þegra að nota í fiskikörin. En svo var góður maður sem gaf okkur þrjá græna potta,“ segir Óskar og saga heitu pottanna var hafin. Síðar var þeim skipt út fyrir nýja potta. „Þetta var mikill happafengur þegar við fengum heita vatnið og hvernig hefur spilast úr því fyrir okkur.“ Eingöngu góðir gestir Sundlaug var byggð á Drangsnesi árið 2005 en hún hefur lítil áhrif á vinsældir pottanna. Meiri stöðugleiki er í komum erlendra ferðamanna en Íslendingar líta líka við að sögn Óskars. Það er verslunin á Drangsnesi sem sér um rekstur pottanna en verslunin er rekin af íbúunum sjálfum eftir að Kaupfélag Steingrímsfjarðar lokaði útibúi sínu í þorpinu árið 2019. Lengi vel var ókeypis í pottana eða tekið við frjálsum framlögum. Í dag er rukkað og treyst á samvisku gesta. „Núna er greiðsluvél sem við getum stungið kortinu í. Menn stimpla inn upphæðina. Langstærstur hluti fólks greiðir fyrir og sér ekki eftir því.“ Gestir í Drangsnesi séu heiðarlegir. „Já, það er eingöngu þannig og þetta eru allt góðir gestir sem koma hingað og kíkja á okkur.“ Pottapartý Pottarnir eru opnir allan sólarhringinn og allan ársins hring. Heimamenn sækja þá helst á kvöldin og eru þeir helsta samkomusvæði bæjarins. Dæmi eru um að ferðamenn hitti fyrir heimafólk, jafnvel með drykk við hönd, og skapi ógleymanlegar minningar. Þannig var það í tilfelli bandarísks ferðamanns sem sagði frá reynslu sinni á Reddit í fyrra og DV fjallaði um. Óskar er mikill sögumaður og rifjar upp heimsókn oddvitans til spákonu nokkru áður en heita vatnið fannst á sínum tíma. „Það er olía, ef ekki olía þá er það heitt vatn sem þeir finna hérna. Og það kom á daginn að það var heitt vatn,“ segir Óskar. Happ þegar frystihúsið brann Heimamenn sjái glasið frekar hálffullt en hálftómt. Þeir séu jákvæðir frekar en neikvæðir. „Ef eitthvað bjátar á þá sé eitthvað gott á bak við sem við sjáum ekki þá stundina. Eins og þegar kalda vatnið fraus þá fundum við heita vatnið. Þannig hefur það verið. Rækjan hvarf úr Húnaflóanum og við vissum ekki hvað við myndum gera næst, en þá birtist ýsa í töluverðum mæli sem gekk vel að veiða. Menn eru að tala um að það hafi verið happ þegar fyrstihúsið brann því þá kom nýtt frystihús,“ segir Óskar og hlær.
Kaldrananeshreppur Sundlaugar og baðlón Ferðaþjónusta Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira