Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar 31. júlí 2025 14:00 Verslunarmannahelgin er fjölmennasta ferðahátíð ársins á Íslandi. Þá leggja þúsundir landsmanna í hann, margir á leið á útihátíðir, í sumarhús eða til vina og vandamanna. Þessi tími á að snúast um samveru, gleði og hvíld – en því miður hefur hún í gegnum tíðina einnig markast af alvarlegum umferðarslysum. Nú er rétti tíminn til að minna á mikilvægi umferðaröryggis og sameinast um markmið okkar allra: að komast heil heim. Staðreyndin er sú að framundan er hættulegasti tíminn í umferðinni enflest umferðarslys með meiðslum verða í ágúst, að meðaltali 90 undanfarin 5 ár samkvæmt skýrslum Samgöngustofu. Eftir einn ei aki neinn Einn áfengur drykkur er alltaf einum drykk of mikið ef fólk ætlar að setjast undir stýri. Í fyrra voru tugir ökumanna teknir fyrir ölvunarakstur um verslunarmannahelgina enda lögreglan með sérstakt eftirlit þá. Hættan sem fylgir ölvunarakstri er mikil, fimmtíu og fjórir slösuðust alvarlega í ölvunarakstursslysum 2024. Ef þú ætlar að neyta áfengis um helgina, vertu þá búinn að skipuleggja heimferðina fyrirfram. Það er ekki nóg að „finnast þú vera edrú“ – lögin er skýr og áhrif á aksturshæfni geta verið meiri en fólk heldur. Viðmið um hvenær ökumaður telst hæfur til að stjórna ökutæki voru lækkuð úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill árið 2020 og lýsir það vel óþoli okkar fyrir þessari hegðun. Ökumaður ber ábyrgð – ekki bara á sjálfum sér, heldur öllum sem með honum ferðast og þeim sem verða á vegi hans. Hraðakstur og framúrakstur Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að hraðakstur er hættuleg og vond hugmynd. Ef við byrjum á sektinni þá getur hún numið allt að 250.000 krónum og sviptingu í 3 mánuði. Ökumenn hafa minna svigrúm til að afstýra hættu og árekstrar verða harðari eftir því sem hraðinni er meiri. Í þungri umferð eins og búast má við um helgina er meiri hætta á að óþolinmóðir ökumenn fari í framúrakstur. Í fyrra mátti merkja aukningu í slysum vegna framanákeyrsla og útafaksturs samanborið við fyrri ár og þeirri þróun viljum við snúa við. Framúrakstur getur reynst varasamur, sérstaklega á þröngum vegum þar sem sýn er takmörkuð. Framúrakstur á röngum stað getur haft skelfilegar afleiðingar. Ekkigeispa.is Í öllu stuðinu um helgina getur verið auðvelt að gleyma sér og vaka lengi á kostnað svefnsins. Gætum samt vel að því síðustu nóttina fyrir heimferð að ná góðum svefni og aka með fulla athygli heim aftur. Þegar við erum þreytt er einbeiting og eftirtekt skert og meiri hætta á mistökum. Þreyttir ökumenn eru fjórum sinnum líklegri til að valda slysum í samanburði við óþreytta. Á vefnum ekkigeispa.is eru góð ráð fyrir ökumenn um hvað skal gera ef þreytan svífur á. Skiptumst á að aka ef hægt er, stoppum og teygjum úr okkur eða leggjum okkur í 15 mínútur. Bílbelti bjargar lífi Einn einfaldasti og árangursríkasti öryggisbúnaður bílsins er bílbeltið. Þrátt fyrir að notkun bílbelta sé almenn á Íslandi, er það enn staðreynd að fólk deyr og slasast alvarlega vegna þess að ökumenn eða farþegar voru ekki spenntir í belti. Bílbelti getur dregið úr meiðslum og komið í veg fyrir að einstaklingar kastist út úr ökutækinu við árekstur. Allir í bílnum, bæði í framsæti og aftursæti, eiga að vera spenntir – alltaf, alla leiðina. Regngalli og góða skapið Við hvetjum alla til að stilla hraða í hóf, spenna bílbeltin og vera í góðu ökuhæfu ástandi um helgina. Notum handfrjálsan búnað ef nota þarf símann og förum varlega. Aðalatriðið er að skemmta sér vel, slaka á og koma heil heim. Það verður rigning einhverja daga, klæðum okkur vel og munum góða skapið. Verum þolinmóð – það tekur aðeins nokkrar mínútur að bíða, en eitt augnabliksgáleysi getur kostað mannslíf. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Umferð Umferðaröryggi Verslunarmannahelgin Slysavarnir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Verslunarmannahelgin er fjölmennasta ferðahátíð ársins á Íslandi. Þá leggja þúsundir landsmanna í hann, margir á leið á útihátíðir, í sumarhús eða til vina og vandamanna. Þessi tími á að snúast um samveru, gleði og hvíld – en því miður hefur hún í gegnum tíðina einnig markast af alvarlegum umferðarslysum. Nú er rétti tíminn til að minna á mikilvægi umferðaröryggis og sameinast um markmið okkar allra: að komast heil heim. Staðreyndin er sú að framundan er hættulegasti tíminn í umferðinni enflest umferðarslys með meiðslum verða í ágúst, að meðaltali 90 undanfarin 5 ár samkvæmt skýrslum Samgöngustofu. Eftir einn ei aki neinn Einn áfengur drykkur er alltaf einum drykk of mikið ef fólk ætlar að setjast undir stýri. Í fyrra voru tugir ökumanna teknir fyrir ölvunarakstur um verslunarmannahelgina enda lögreglan með sérstakt eftirlit þá. Hættan sem fylgir ölvunarakstri er mikil, fimmtíu og fjórir slösuðust alvarlega í ölvunarakstursslysum 2024. Ef þú ætlar að neyta áfengis um helgina, vertu þá búinn að skipuleggja heimferðina fyrirfram. Það er ekki nóg að „finnast þú vera edrú“ – lögin er skýr og áhrif á aksturshæfni geta verið meiri en fólk heldur. Viðmið um hvenær ökumaður telst hæfur til að stjórna ökutæki voru lækkuð úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill árið 2020 og lýsir það vel óþoli okkar fyrir þessari hegðun. Ökumaður ber ábyrgð – ekki bara á sjálfum sér, heldur öllum sem með honum ferðast og þeim sem verða á vegi hans. Hraðakstur og framúrakstur Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að hraðakstur er hættuleg og vond hugmynd. Ef við byrjum á sektinni þá getur hún numið allt að 250.000 krónum og sviptingu í 3 mánuði. Ökumenn hafa minna svigrúm til að afstýra hættu og árekstrar verða harðari eftir því sem hraðinni er meiri. Í þungri umferð eins og búast má við um helgina er meiri hætta á að óþolinmóðir ökumenn fari í framúrakstur. Í fyrra mátti merkja aukningu í slysum vegna framanákeyrsla og útafaksturs samanborið við fyrri ár og þeirri þróun viljum við snúa við. Framúrakstur getur reynst varasamur, sérstaklega á þröngum vegum þar sem sýn er takmörkuð. Framúrakstur á röngum stað getur haft skelfilegar afleiðingar. Ekkigeispa.is Í öllu stuðinu um helgina getur verið auðvelt að gleyma sér og vaka lengi á kostnað svefnsins. Gætum samt vel að því síðustu nóttina fyrir heimferð að ná góðum svefni og aka með fulla athygli heim aftur. Þegar við erum þreytt er einbeiting og eftirtekt skert og meiri hætta á mistökum. Þreyttir ökumenn eru fjórum sinnum líklegri til að valda slysum í samanburði við óþreytta. Á vefnum ekkigeispa.is eru góð ráð fyrir ökumenn um hvað skal gera ef þreytan svífur á. Skiptumst á að aka ef hægt er, stoppum og teygjum úr okkur eða leggjum okkur í 15 mínútur. Bílbelti bjargar lífi Einn einfaldasti og árangursríkasti öryggisbúnaður bílsins er bílbeltið. Þrátt fyrir að notkun bílbelta sé almenn á Íslandi, er það enn staðreynd að fólk deyr og slasast alvarlega vegna þess að ökumenn eða farþegar voru ekki spenntir í belti. Bílbelti getur dregið úr meiðslum og komið í veg fyrir að einstaklingar kastist út úr ökutækinu við árekstur. Allir í bílnum, bæði í framsæti og aftursæti, eiga að vera spenntir – alltaf, alla leiðina. Regngalli og góða skapið Við hvetjum alla til að stilla hraða í hóf, spenna bílbeltin og vera í góðu ökuhæfu ástandi um helgina. Notum handfrjálsan búnað ef nota þarf símann og förum varlega. Aðalatriðið er að skemmta sér vel, slaka á og koma heil heim. Það verður rigning einhverja daga, klæðum okkur vel og munum góða skapið. Verum þolinmóð – það tekur aðeins nokkrar mínútur að bíða, en eitt augnabliksgáleysi getur kostað mannslíf. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun