Erlent

Létu sprengjum rigna á Kænugarð

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ekkert lát hefur verið á sprengjuárásum Rússa þrátt fyrir hótanir Trumps. 
Ekkert lát hefur verið á sprengjuárásum Rússa þrátt fyrir hótanir Trumps.  AP Photo/Evgeniy Maloletka

Að minnsta kosti sex létu lífið og fleiri en fimmtíu eru sárir eftir að Rússar gerður loftárásir á Kænugarð höfuðborg Úkraínu í nótt.

Úkraínsk yfirvöld segja að sex ára gamall drengur sé á meðal hinna látnu en íbúðablokk hrundi til grunna eftir að sprengur féllu á hana. Rússar eru sagðir hafa notast við dróna og skotflaugar við verkið. Yfirmaður hersins í Kænugarði segir líklegt að tala látina eigi eftir að hækka en sprengjur Rússa féllu á tugum staða víðsvegar um borgina.

Árásir Rússa hafa haldið áfram á Úkraínu þrátt fyrir hótanir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að setja harðari efnahagsþvinganir á Rússa, láti þeir ekki af árásunum. Trump hefur gefið Vladímír Pútín Rússlandsforseta frest fram til áttunda ágúst næstkomandi til að hætta sprengjuregninu en ekkert bendir til þess að Rússar ætli að verða við þeirri bón.


Tengdar fréttir

Pokrovsk riðar til falls

Rússneskum hermönnum tókst á dögunum í fyrsta sinn að sækja inn í borgina Pokrovsk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa varið miklu púðri í að reyna að ná borginni á sitt vald á undanförnum mánuðum og eru komnir að jaðri hennar.

Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps

„Hin sértæka hernaðaraðgerð mun halda áfram.“ Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í morgun. Þá vísaði hann til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því í gær um að Pútín hefði tíu til tólf daga til að binda enda á innrásina í Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×