Innlent

Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Enn mallar í einum gíg.
Enn mallar í einum gíg. Veðurstofa Íslands

Enn mallar í einum gíg á Sundhnúksgígaröðinni og engar verulegar breytingar hafa orðið á virkni eða hraunútbreiðslu, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Hraun rennur áfram til austurs og hraunjaðrarnir hreyfast dálítið bæði suður og norður meðfram Fagradalsfjalli.

„Hraunbreiðan heldur áfram að tjakkast upp og hækka, sem eykur líkur á framhlaupi hrauns við hraunjaðrana,“ segir í tilkynningunni.

Lítil gasmengun hefur mælst á landinu í nótt en spár gera ráð fyrir að hennar gæti orðið vart á Suðurlandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×