Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. júlí 2025 12:00 Jóhanna segir ferðamenn upp til hópa hegða sér vel en ágengnin sé hinsvegar mikil við Víkurkirkju. Komið hefur fyrir að erlendir ferðamenn taki ljósmyndir af syrgjandi aðstandendum á meðan þeir sækja jarðarfarir í Víkurkirkju. Gríðarlegar vinsældir kirkjunnar á samfélagsmiðlum hafa haft í för með sér aukna ágengni ferðafólks. Sóknarprestur segir ferðamennina upp til hópa hegða sér vel en björgunarsveitir eru nýttar til að loka aðgengi að kirkjunni á meðan jarðarfarir fara þar fram. Víkurkirkja í Vík í Mýrdal hefur undanfarin ár orðið sífellt vinsælli ferðamannastaður en myndir af kirkjunni og útsýni yfir bæinn sem hægt er að sjá frá bílastæði kirkjunnar hafa gjarnan verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Jóhanna Magnúsdóttir sóknarprestur segir í samtali við fréttastofu að þó vinsældir kirkjunnar séu gríðarlega ánægjulegar hafi henni fylgt margar áskoranir þegar kemur að venjulegu kirkjuhaldi. „Það er eiginlega þannig sem það byrjaði þetta umtal um þetta, hérna voru börn manns sem verið var að jarðsyngja og það varð ágangur ferðamanna þegar líkbíllinn var nýkominn og það var verið að taka myndir og svona. Þetta særir aðstandendur.“ Fjallað var um málið í Heimildinni á dögunum. Undanfarin þrjú ár hafi björgunarsveitarmenn aðstoðað kirkjuna með því að loka afleggjaranum að kirkjunni á meðan útfarir fara fram. „Til að það sé nokkurn veginn friður í kringum kirkjuna á meðan þessi heilaga stund fer fram. En eins og gerðist þarna um Hvítasunnuna þá kom björgunarsveitin eitthvað seint og þá kom rúta og þá var búið að sleppa ferðamönnunum út og þá bara því miður, hvað á maður að segja, þá fór þetta eiginlega bara úr böndunum, því að þeir voru að taka myndir af líkbíl, reyna að toga eitthvað í fánann sem var í hálfa stöng og svona. Þetta er bara svona leiðindaatvik.“ Dagsdaglega gangi hinsvegar vel að taka á móti ferðafólki, sett hafi verið upp skilti við kirkjuna til að biðla til ferðafólks um að sýna virðingu. Ekki sé víst hver verði næstu skref en Jóhanna segir samtal um málið verða tekið í sóknarnefnd. „Auðvitað erum við með ákveðið verklag í sambandi við hvar við stöndum og hvað við gerum í sambandi við útfarir og ég er mjög hissa þegar ég stend í dyrunum og það er augljóslega kista inni í kirkjunni, það sést inn í kirkjuna, að einhver skuli vilja troða sér inn og fá að taka myndir. Ég er mjög geðgóð manneskja og kurteis og þykir vænt um alla en þegar einhver ætlar að reyna að troða sér framhjá mér þegar ég er búin að segja nei þá þarf maður að setja fram hendina og segja nei því miður það er ekki í boði.“ Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Þjóðkirkjan Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Víkurkirkja í Vík í Mýrdal hefur undanfarin ár orðið sífellt vinsælli ferðamannastaður en myndir af kirkjunni og útsýni yfir bæinn sem hægt er að sjá frá bílastæði kirkjunnar hafa gjarnan verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Jóhanna Magnúsdóttir sóknarprestur segir í samtali við fréttastofu að þó vinsældir kirkjunnar séu gríðarlega ánægjulegar hafi henni fylgt margar áskoranir þegar kemur að venjulegu kirkjuhaldi. „Það er eiginlega þannig sem það byrjaði þetta umtal um þetta, hérna voru börn manns sem verið var að jarðsyngja og það varð ágangur ferðamanna þegar líkbíllinn var nýkominn og það var verið að taka myndir og svona. Þetta særir aðstandendur.“ Fjallað var um málið í Heimildinni á dögunum. Undanfarin þrjú ár hafi björgunarsveitarmenn aðstoðað kirkjuna með því að loka afleggjaranum að kirkjunni á meðan útfarir fara fram. „Til að það sé nokkurn veginn friður í kringum kirkjuna á meðan þessi heilaga stund fer fram. En eins og gerðist þarna um Hvítasunnuna þá kom björgunarsveitin eitthvað seint og þá kom rúta og þá var búið að sleppa ferðamönnunum út og þá bara því miður, hvað á maður að segja, þá fór þetta eiginlega bara úr böndunum, því að þeir voru að taka myndir af líkbíl, reyna að toga eitthvað í fánann sem var í hálfa stöng og svona. Þetta er bara svona leiðindaatvik.“ Dagsdaglega gangi hinsvegar vel að taka á móti ferðafólki, sett hafi verið upp skilti við kirkjuna til að biðla til ferðafólks um að sýna virðingu. Ekki sé víst hver verði næstu skref en Jóhanna segir samtal um málið verða tekið í sóknarnefnd. „Auðvitað erum við með ákveðið verklag í sambandi við hvar við stöndum og hvað við gerum í sambandi við útfarir og ég er mjög hissa þegar ég stend í dyrunum og það er augljóslega kista inni í kirkjunni, það sést inn í kirkjuna, að einhver skuli vilja troða sér inn og fá að taka myndir. Ég er mjög geðgóð manneskja og kurteis og þykir vænt um alla en þegar einhver ætlar að reyna að troða sér framhjá mér þegar ég er búin að segja nei þá þarf maður að setja fram hendina og segja nei því miður það er ekki í boði.“
Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Þjóðkirkjan Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira