Innlent

Sóttu veikan ferða­mann í Loðmundarfjörð

Árni Sæberg skrifar
Frá aðgerðum í Loðmundarfirði.
Frá aðgerðum í Loðmundarfirði. Landsbjörg

Í morgun voru áhafnir björgunarskipsins Hafbjargar í Neskaupstað og björgunarbátsins Árna Vilhjálmssonar á Seyðisfirði kallaðar út til að sækja veikan ferðamann í Loðmundarfjörð.

Í tilkynningu þess efnis frá Landsbjörg segir að Hafbjörg hafi lagt úr höfn í Neskaupstað rétt fyrir klukkan hálf tíu í morgun og Árni Vilhjálms skömmu síðar.

Um klukkustund síðar hafi verið búið að ferja sjúkling með minni bátunum, Árna Vilhjálms, yfir í Hafbjörg sem hafi lagt af stað með sjúklinginn áleiðis til Neskaupstaðar, þar sem hann yrði fluttur á fjórðungssjúkrahúsið til skoðunar.

Upp úr klukkan 11 hafi Hafbjörg átt stutta siglingu eftir inn á Norðfjörð en Árni Vilhjálms hafi verið kominn til hafnar á Seyðisfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×