Fótbolti

PSG semja við væntan­legan eftir­mann Donnar­umma

Siggeir Ævarsson skrifar
Lucas Chevalier hefur verið aðalmarkvörður Lille síðustu þrjú tímabil
Lucas Chevalier hefur verið aðalmarkvörður Lille síðustu þrjú tímabil Vísir/Getty

Tími Gianluigi Donnarumma hjá Evrópumeisturum PSG virðist vera að líða undir lok en félagið er langt komið með kaup á Lucas Chevalier frá Lille.

Samningur Donnarumma við PSG rennur út næsta sumar og ekkert hefur þokast í samningaviðræðum um framlengingu. Bæði Manchester liðin eru sögð hafa eindregin áhuga á að Donnarumma sem og tyrknesku meistararnir í Galatasaray.

Chevalier hefur þegar náð samkomulagi við PSG um kaup og kjör en nú þarf að semja um kaupverðið sem ku vera í kringum 40 milljónir evra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×