Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Agnar Már Másson skrifar 24. júlí 2025 15:03 Starfsfólki var boðin áfallahjálp daginn eftir, segja stjórnendur. Fjöldi fólks fylgdist með hjartahnoði sjúkraflutningamanna. Vísir/Agnar Starfsfólki Vínbúðarinnar í Austurstræti var gert að klára vinnudaginn sinn eftir að maður lést í versluninni í síðustu viku. Stjórnendur ÁTVR harma að svo illa hafi verið brugðist við en segja að starfsfólki hafi verið boðin áfallahjálp næsta dag. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri ÁTVR, staðfestir þetta við fréttastofu. Mbl.is greindi fyrst frá og segir að samkvæmt sínum upplýsingum hafi vaktstjóri hringt í skrifstofu ÁTVR og þaðan fengið fyrirmæli um að opna aftur verslunina eftir að hinn látni hafi verið fluttur af vettvangi. Lögregla sinnti útkalli í Vínbúðinni í Austurstræti í Reykjavík mánudaginn 14. júlí þar sem hún veitti manni hjartahnoð eftir að hann hafði að sögn sjónarvotts dottið í versluninni. Margir voru viðstaddir í miðbænum þennan dag og fylgdist fjöldi með aðgerð lögreglunnar, sem hafði lokað fyrir götuna meðan aðgerðin stóð yfir. Að lokum var hinn slasaði fluttur með sjúkrabíl. Frá lögregluaðgerðum á vettvangi mánudaginn 17. júlí. Margir fylgdust með í fjarska og sást í viðbragðsaðila gefa manninum hjartahnoð. Vísir/Agnar „Þetta voru mistök og okkur þykir þetta mjög leitt,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu. Í skriflegu svari segir hún enn fremur að atvik af þessum alvarleika séu sem betur fer mjög sjaldgæf. „Því miður gerðu stjórnendur mistök í kjölfar þessa atviks og rétt hefði verið að meta aðstæður betur. Það eru til verkferlar sem snúa að ýmsum öryggisfrávikum en í ljósi alvaleika atviksins hafa verkferlar verið yfirfarnir með það að leiðarljósi að gera betur,“ segir í skriflegu svari Sigrúnar. Hún segir að starfsfólki hafi verið boðin áfallahjálp daginn eftir en stjórnendum þyki miður að hafa ekki brugðist betur við í þessum erfiðu aðstæðum og muni leggja sig fram um að slíkt endurtaki sig ekki. Áfengi Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri ÁTVR, staðfestir þetta við fréttastofu. Mbl.is greindi fyrst frá og segir að samkvæmt sínum upplýsingum hafi vaktstjóri hringt í skrifstofu ÁTVR og þaðan fengið fyrirmæli um að opna aftur verslunina eftir að hinn látni hafi verið fluttur af vettvangi. Lögregla sinnti útkalli í Vínbúðinni í Austurstræti í Reykjavík mánudaginn 14. júlí þar sem hún veitti manni hjartahnoð eftir að hann hafði að sögn sjónarvotts dottið í versluninni. Margir voru viðstaddir í miðbænum þennan dag og fylgdist fjöldi með aðgerð lögreglunnar, sem hafði lokað fyrir götuna meðan aðgerðin stóð yfir. Að lokum var hinn slasaði fluttur með sjúkrabíl. Frá lögregluaðgerðum á vettvangi mánudaginn 17. júlí. Margir fylgdust með í fjarska og sást í viðbragðsaðila gefa manninum hjartahnoð. Vísir/Agnar „Þetta voru mistök og okkur þykir þetta mjög leitt,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu. Í skriflegu svari segir hún enn fremur að atvik af þessum alvarleika séu sem betur fer mjög sjaldgæf. „Því miður gerðu stjórnendur mistök í kjölfar þessa atviks og rétt hefði verið að meta aðstæður betur. Það eru til verkferlar sem snúa að ýmsum öryggisfrávikum en í ljósi alvaleika atviksins hafa verkferlar verið yfirfarnir með það að leiðarljósi að gera betur,“ segir í skriflegu svari Sigrúnar. Hún segir að starfsfólki hafi verið boðin áfallahjálp daginn eftir en stjórnendum þyki miður að hafa ekki brugðist betur við í þessum erfiðu aðstæðum og muni leggja sig fram um að slíkt endurtaki sig ekki.
Áfengi Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira