Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júlí 2025 11:51 Birkir Thor telur litlar sem engar líkur á að stýrivextir lækki í næsta mánuði. Langsamlega líklegast sé að þeir haldist óbreyttir. Vísir Verðbólga hjaðnar lítillega á milli mánaða en hagfræðingur býst við því að hún aukist aftur og verði á sömu slóðum út árið. Stýrivaxtalækkun í næsta mánuði sé nánast útilokuð. Tólf mánaða verðbólga hjaðnaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og er nú fjögur prósent. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hækkaði vísitala neysluverðs um fjögur prósent á síðustu tólf mánuðum, en hækkunin nam þremur prósentum ef húsnæðisliðurinn er frátalinn. Hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir hjöðnunina örlítið minni en búist hafi verið við. „Við áttum von á því að hún færi niður í 3,9 prósent. Það sem helst olli því að það gerðist ekki var að flugfargjöldin hækkuðu svolítið umfram það sem við höfðum spáð. Þar fyrir utan var þetta heilt yfir nokkuð jákvæð mæling,“ segir Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka. Útsölurnar skammgóður vermir Sumarútsölur á fötum og skóm hafi haft áhrif til hjöðnunar milli mánaða, sem og verðlækkanir á húsgögnum og heimilisbúnaði. Mælingin sé þó nokkuð skammgóður vermir. „Þetta gengur líklega til baka núna í ágúst. Það er misjafnt hvað það gerist hratt. Stundum gerist það að öllu leyti í ágúst en stundum dreifist það yfir ágúst og september. Það verður bara að koma í ljós hvernig það verður í ár.“ Útlit fyrir aukna verðbólgu á næstu mánuðum Verðlagsmælingin er sú síðasta fyrir stýrivaxtaákvörðunarfund peningastefnunefndar Seðlabankans þann 20. ágúst. Áttu von á því að þetta hafi einhver teljandi áhrif þar á? „Nei, ég á ekki von á því. Við erum á þeirri skoðun að vaxtalækkun í ágúst sé svo gott sem af borðinu.“ Allt útlit sé fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir, en þeir standa nú í 7,5 prósentum. Til örlítið lengri tíma megi líta til einskiptisáhrifa sem detti út úr ársmælingu á næstu mánuðum, til að mynda gjaldfrálsra háskóla og gjaldfrjálsra grunnskólamáltíða. „Þannig að það er nokkuð borðleggjandi að ársverðbólgan eigi eftir að hækka í ágúst og september, og verða svona nokkuð treg yfir fjórum prósentum út árið, samkvæmt okkar spá,“ segir Birkir Thor. Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólgan hjaðnar á ný Tólf mánaða verðbólga hjaðnaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og er nú fjögur prósent. Verðbólga án húsnæðisliðar er þrjú prósent. 24. júlí 2025 09:08 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Tólf mánaða verðbólga hjaðnaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og er nú fjögur prósent. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hækkaði vísitala neysluverðs um fjögur prósent á síðustu tólf mánuðum, en hækkunin nam þremur prósentum ef húsnæðisliðurinn er frátalinn. Hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir hjöðnunina örlítið minni en búist hafi verið við. „Við áttum von á því að hún færi niður í 3,9 prósent. Það sem helst olli því að það gerðist ekki var að flugfargjöldin hækkuðu svolítið umfram það sem við höfðum spáð. Þar fyrir utan var þetta heilt yfir nokkuð jákvæð mæling,“ segir Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka. Útsölurnar skammgóður vermir Sumarútsölur á fötum og skóm hafi haft áhrif til hjöðnunar milli mánaða, sem og verðlækkanir á húsgögnum og heimilisbúnaði. Mælingin sé þó nokkuð skammgóður vermir. „Þetta gengur líklega til baka núna í ágúst. Það er misjafnt hvað það gerist hratt. Stundum gerist það að öllu leyti í ágúst en stundum dreifist það yfir ágúst og september. Það verður bara að koma í ljós hvernig það verður í ár.“ Útlit fyrir aukna verðbólgu á næstu mánuðum Verðlagsmælingin er sú síðasta fyrir stýrivaxtaákvörðunarfund peningastefnunefndar Seðlabankans þann 20. ágúst. Áttu von á því að þetta hafi einhver teljandi áhrif þar á? „Nei, ég á ekki von á því. Við erum á þeirri skoðun að vaxtalækkun í ágúst sé svo gott sem af borðinu.“ Allt útlit sé fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir, en þeir standa nú í 7,5 prósentum. Til örlítið lengri tíma megi líta til einskiptisáhrifa sem detti út úr ársmælingu á næstu mánuðum, til að mynda gjaldfrálsra háskóla og gjaldfrjálsra grunnskólamáltíða. „Þannig að það er nokkuð borðleggjandi að ársverðbólgan eigi eftir að hækka í ágúst og september, og verða svona nokkuð treg yfir fjórum prósentum út árið, samkvæmt okkar spá,“ segir Birkir Thor.
Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólgan hjaðnar á ný Tólf mánaða verðbólga hjaðnaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og er nú fjögur prósent. Verðbólga án húsnæðisliðar er þrjú prósent. 24. júlí 2025 09:08 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Verðbólgan hjaðnar á ný Tólf mánaða verðbólga hjaðnaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og er nú fjögur prósent. Verðbólga án húsnæðisliðar er þrjú prósent. 24. júlí 2025 09:08
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent