Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar 21. júlí 2025 17:00 Það er óneitanlega kaldhæðnislegt að sjá þingmann sem situr á toppi fjármagnspýramídans leggja sig fram við að flokka fólk í þá sem „skara eld að eigin köku“ og hina sem eru „bitrir“ og „vilja rotna í helvíti“. Þegar sá sami hefur erft milljónir, notið alls sem samfélagið býður og aldrei þurft að horfast í augu við afleiðingar óöryggis eða örbirgðar – þá verður það bæði niðurlægjandi og óhugnanlega lýsandi fyrir forréttindablindu í sinni tærustu mynd. Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og afkomandi fjölskyldu sem hefur safnað auði í gegnum kynslóðir með kerfisbundnum hætti, telur sig hæfan til að kenna öðrum um lífskjör sín. Sá sem hefur á eigin heimili skráð hlutafélag með yfir 800 milljónir í eignir og hagnað upp á 200 milljónir, skrifar færslu á Facebook þar sem hann í raun segir þá sem gagnrýna misskiptingu og misrétti vera „bitra“ og með „lélega sjálfsmynd“. Við sjáum þetta aftur og aftur. Arftakar valds og auðs sem skynja heiminn í gegnum spegilhöll eigin velgengni, og telja það sönnun réttlætis að þeir sjálfir hafi „komið sér vel fyrir“ – eins og það sé niðurstaða heiðarlegrar samkeppni en ekki innganga í klíku þar sem allir vita hvað á að segja og hver á að fá hvað. Forréttindi sem sjálfsmynd Jón Pétur segist brenna fyrir að hjálpa unglingum „að þau koma sér vel á flug í lífinu“. Það er auðvelt að „hjálpa“ þegar maður situr í stjórnarmannastól með yfirlit yfir verðbréf, kvóta og tengslanet sem tryggir að þú tapir aldrei nema kannski smáfjárhæðum– sama hvað gerist í lífinu. Það sem hann virðist ekki skilja, er að það eru einmitt börn og unglingar sem hafa horft upp á foreldra sína þræla dag og nótt – ekki til að fjárfesta í Brimi – heldur til að geta borgað leigu og haft mat á borðum, vegna ofurrentu vina hans og tengslanets í viðskiptaheiminum, sem elskar að lifa á fjármunum og vinnuafli almennings. “.. Það er vissulega dugnaður að mati þessa tegundar manna eins og Jóns Péturs að getað fundið leiðir til að hagnast á samborgurum sínum. Í heimi flest almennings telst það ekki dugnaðar, heldur álitið frekar eins og sorpið í sorpinu ….. Þessi börn búa ekki við þau úrræði sem Zimsenfólkið hefur. Þau hafa ekki lögfræðinga í fjölskyldu og vinakredsunni til að „finna löglegar leiðir“ til að tryggja ávöxtun, eða pólitíska ættingja eða vini sem sjá um að þau lendi alltaf á fótunum. Þau þurfa að díla við skólakerfi sem skilur þau eftir og félagslegt umhverfi sem refsar þeim fyrir að fæðast í röngum póstnúmerum. En samkvæmt Jón Pétri er þetta líklega fólk sem „vill frekar sýnast en að gera eitthvað“, eða fólk sem vill „ mörg like“ og „elska að kenna öðrum um. Eftirlæti klíkunnar Það er ekkert ólöglegt við að eiga hlutabréf, fjárfesta eða erfa peninga. En þegar þú notar stöðu þína og rödd til að gera lítið úr fólki sem hefur ekki fengið neitt, þegar þú gerir háð að þeim sem þurfa á stuðningi að halda, þá ertu ekki lengur bara forréttindamaður – þú ert meðvirkur í því óréttlæti sem við sem samfélag ættum og erum vonandi að uppræta, og svoleiðis viðhorf og lífsstíll þingmanns á varla heima á alþingi íslendinga. Zimsen-ættin er ekki ný af nálinni í þessu samhengi. Frá stofnun lýðveldisins hafa sömu nöfnin skipt með sér völdum, auðlindum og aðgangi að því sem kalla má fjármagnsstýrða lýðræðisvernd. Þeirra fólk fær verkefnin, útgerðirnar, hlutina í Kerecis, og þegar þeir tapa – þá tapa þeir mjúklega, oft með gylltri lendingu í ríkisnefnd eða sendiráði. Fólk eins og Jón Pétur áttar sig ekki á þessu kerfi – því þetta er þeirra heimur. Þetta er ekki samsæri. Þetta er einfaldlega staðreynd sem við hin höfum lært að lifa með – en sum okkar eru hætt að þegja yfir því. Þingmenn sem tala um plasttappa Þegar Jón Pétur stígur í pontu á Alþingi er hann ekki að tala um húsnæðisóöryggi, geðheilbrigðismál eða mannréttindabrot í kerfinu. Hann talar um plasttappa. Hann heldur langar ræður og vanvirðir tíma okkar til að hindra, leiðréttingu á veiðigjöldum – sem myndu aðeins skera lítillega í gróða stórútgerðar sem hann sjálfur á hlut í. Þingmaðurinn sem segist elska réttlæti, vill ekki að stórfyrirtækin sem hann á í borgi meira til samfélagsins. Það er í þessu samhengi sem Facebook-færsla hans verður ekki bara ósmekkleg – heldur hættuleg. Hún elur á sundrung, dregur upp ímynd af „bitrum“ fátæklingum og lætur eins og þeir sem gagnrýna misskiptingu séu einfaldlega öfundsjúkir og sjálfsmiðaðir. Það er beinlínis siðlaust að þingmaður noti aðstöðu sína til að gera lítið úr þeim sem hafa þurft að berjast fyrir öllu sem hann hefur fengið í arf. Þegar siðareglur Alþingis verður skrautskjal Þessi athafnasemi þingmannsins er þó ekki aðeins siðlaus – þetta er mögulega brot á siðareglum Alþingis, sem Jón Pétur hefur skuldbundið sig til að fylgja. Þar segir m.a. að alþingismenn skuli rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika, og taka ákvarðanir í almannaþágu (§5). Þeir mega ekki kasta rýrð á Alþingi né nýta stöðu sína til persónulegs ávinnings, hvorki fyrir sig né vini sína. Færslur sem ráðast á tekjulágt fólk með ógeðfelldum sálgreiningum og siðferðislegum dómi – frá manni sem á fyrirtæki með hluti í stórútgerð og skuldabréfum í Brimi – eru ekkert annað en meðvituð sundrung. Þær brjóta gegn grunngildi trausts, gagnsæis og ábyrgðar sem siðareglurnar eiga að verja. Og þá má spyrja: Hvers vegna grípur forsætisnefnd Alþingis ekki til aðgerða? Í 16. gr. reglnanna kemur fram að nefndin skuli fjalla um meint brot á siðareglum, og í 17. gr. er almenningi heimilt að senda inn skriflegt erindi vegna slíkra brota. Það er kominn tími á að það sé gert – því sú skömm sem skellir á fátæku fólki í þessum skrifum, er ekki einkaskoðun Jóns Péturs lengur. Hún verður opinber stefna þegar þingmaður Alþingis notar vettvang sinn til að móta svona hugmyndir í nafni valdsins. Spilling ekki bara peningar – heldur viðhorf og lífsstíll Siðareglur alþingismanna og annarra vinnustaða eru oftast notaðar sem skraut á kaffistofum vinnustaða. Enn þær eru lögboðnar reglur sem eiga að tryggja, í tilfelli alþingis, að traust haldist milli kjósenda og valds. Þegar þingmaður talar fyrir opnum tjöldum af hálfgerðu hroka um „aðrir eiga ekki að vera bitrir“ á meðan hann sjálfur hagnaðist um hundruð milljóna á hlutabréfum í útgerðinni sem hann ver – þá er ekki lengur um persónulegt mat að ræða, heldur opinbera háttsemi. Sú skylda hvílir á forsætisnefnd Alþingis að taka slíkt til skoðunar. Og hún getur ekki treyst því að þjóðin gleymi – því hún mun ekki gleyma á þessum tímum auðvelds upplýsinga og einfalds gagnsæis fyrir almenning Skilaboðin til almennings Fólk sem hefur upplifað harkið – foreldra sem urðu úrvinda af vinnu, heimili þar sem enginn gat tekið sér frí, líf þar sem neysluskuldir eru ekki val heldur lifibrauð – vitum að þetta snýst ekki um „biturð“. Þetta snýst um að sjá í gegnum gaslýsingu flestra valdhafa og stjórnenda. Um að krefjast þess að þeir sem eru með öll spil á hendi hætti að láta eins og þeir hafi unnið þau í spilakassa lífsins, því að það vitum við að þeir hafa ekki gert. Það er fengið vegna tengsla og manna sem voru til í að leika sér með lög landsins og sjá glufur til skjóts ávinnings. Starfsfólk alþingis getur ekki leyft Jón Pétri að eyða tíma og fjármunum þjóðarinnar með ringulreið og hagsmunavinnu fyrir vini og fjölskyldu . Hann má halda áfram að láta eins og hann hafi verið kennarinn sem kenndi okkur öllum að fljúga Við sjáum í gegnum þetta allt saman . Og við krefjumst þess að Alþingi – ekki bara almennningur/þjóðin – sýni sjálfsvirðingu og ábyrgð. https://www.althingi.is/thingmenn/hagsmunaskraning/sidareglur/ Ég hvet fólk til að senda erindi á althingi@althingi.is og kvarta undan þingmanninum samkvæmt reglum í 17 gr. siðareglna alþingismanna Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er óneitanlega kaldhæðnislegt að sjá þingmann sem situr á toppi fjármagnspýramídans leggja sig fram við að flokka fólk í þá sem „skara eld að eigin köku“ og hina sem eru „bitrir“ og „vilja rotna í helvíti“. Þegar sá sami hefur erft milljónir, notið alls sem samfélagið býður og aldrei þurft að horfast í augu við afleiðingar óöryggis eða örbirgðar – þá verður það bæði niðurlægjandi og óhugnanlega lýsandi fyrir forréttindablindu í sinni tærustu mynd. Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og afkomandi fjölskyldu sem hefur safnað auði í gegnum kynslóðir með kerfisbundnum hætti, telur sig hæfan til að kenna öðrum um lífskjör sín. Sá sem hefur á eigin heimili skráð hlutafélag með yfir 800 milljónir í eignir og hagnað upp á 200 milljónir, skrifar færslu á Facebook þar sem hann í raun segir þá sem gagnrýna misskiptingu og misrétti vera „bitra“ og með „lélega sjálfsmynd“. Við sjáum þetta aftur og aftur. Arftakar valds og auðs sem skynja heiminn í gegnum spegilhöll eigin velgengni, og telja það sönnun réttlætis að þeir sjálfir hafi „komið sér vel fyrir“ – eins og það sé niðurstaða heiðarlegrar samkeppni en ekki innganga í klíku þar sem allir vita hvað á að segja og hver á að fá hvað. Forréttindi sem sjálfsmynd Jón Pétur segist brenna fyrir að hjálpa unglingum „að þau koma sér vel á flug í lífinu“. Það er auðvelt að „hjálpa“ þegar maður situr í stjórnarmannastól með yfirlit yfir verðbréf, kvóta og tengslanet sem tryggir að þú tapir aldrei nema kannski smáfjárhæðum– sama hvað gerist í lífinu. Það sem hann virðist ekki skilja, er að það eru einmitt börn og unglingar sem hafa horft upp á foreldra sína þræla dag og nótt – ekki til að fjárfesta í Brimi – heldur til að geta borgað leigu og haft mat á borðum, vegna ofurrentu vina hans og tengslanets í viðskiptaheiminum, sem elskar að lifa á fjármunum og vinnuafli almennings. “.. Það er vissulega dugnaður að mati þessa tegundar manna eins og Jóns Péturs að getað fundið leiðir til að hagnast á samborgurum sínum. Í heimi flest almennings telst það ekki dugnaðar, heldur álitið frekar eins og sorpið í sorpinu ….. Þessi börn búa ekki við þau úrræði sem Zimsenfólkið hefur. Þau hafa ekki lögfræðinga í fjölskyldu og vinakredsunni til að „finna löglegar leiðir“ til að tryggja ávöxtun, eða pólitíska ættingja eða vini sem sjá um að þau lendi alltaf á fótunum. Þau þurfa að díla við skólakerfi sem skilur þau eftir og félagslegt umhverfi sem refsar þeim fyrir að fæðast í röngum póstnúmerum. En samkvæmt Jón Pétri er þetta líklega fólk sem „vill frekar sýnast en að gera eitthvað“, eða fólk sem vill „ mörg like“ og „elska að kenna öðrum um. Eftirlæti klíkunnar Það er ekkert ólöglegt við að eiga hlutabréf, fjárfesta eða erfa peninga. En þegar þú notar stöðu þína og rödd til að gera lítið úr fólki sem hefur ekki fengið neitt, þegar þú gerir háð að þeim sem þurfa á stuðningi að halda, þá ertu ekki lengur bara forréttindamaður – þú ert meðvirkur í því óréttlæti sem við sem samfélag ættum og erum vonandi að uppræta, og svoleiðis viðhorf og lífsstíll þingmanns á varla heima á alþingi íslendinga. Zimsen-ættin er ekki ný af nálinni í þessu samhengi. Frá stofnun lýðveldisins hafa sömu nöfnin skipt með sér völdum, auðlindum og aðgangi að því sem kalla má fjármagnsstýrða lýðræðisvernd. Þeirra fólk fær verkefnin, útgerðirnar, hlutina í Kerecis, og þegar þeir tapa – þá tapa þeir mjúklega, oft með gylltri lendingu í ríkisnefnd eða sendiráði. Fólk eins og Jón Pétur áttar sig ekki á þessu kerfi – því þetta er þeirra heimur. Þetta er ekki samsæri. Þetta er einfaldlega staðreynd sem við hin höfum lært að lifa með – en sum okkar eru hætt að þegja yfir því. Þingmenn sem tala um plasttappa Þegar Jón Pétur stígur í pontu á Alþingi er hann ekki að tala um húsnæðisóöryggi, geðheilbrigðismál eða mannréttindabrot í kerfinu. Hann talar um plasttappa. Hann heldur langar ræður og vanvirðir tíma okkar til að hindra, leiðréttingu á veiðigjöldum – sem myndu aðeins skera lítillega í gróða stórútgerðar sem hann sjálfur á hlut í. Þingmaðurinn sem segist elska réttlæti, vill ekki að stórfyrirtækin sem hann á í borgi meira til samfélagsins. Það er í þessu samhengi sem Facebook-færsla hans verður ekki bara ósmekkleg – heldur hættuleg. Hún elur á sundrung, dregur upp ímynd af „bitrum“ fátæklingum og lætur eins og þeir sem gagnrýna misskiptingu séu einfaldlega öfundsjúkir og sjálfsmiðaðir. Það er beinlínis siðlaust að þingmaður noti aðstöðu sína til að gera lítið úr þeim sem hafa þurft að berjast fyrir öllu sem hann hefur fengið í arf. Þegar siðareglur Alþingis verður skrautskjal Þessi athafnasemi þingmannsins er þó ekki aðeins siðlaus – þetta er mögulega brot á siðareglum Alþingis, sem Jón Pétur hefur skuldbundið sig til að fylgja. Þar segir m.a. að alþingismenn skuli rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika, og taka ákvarðanir í almannaþágu (§5). Þeir mega ekki kasta rýrð á Alþingi né nýta stöðu sína til persónulegs ávinnings, hvorki fyrir sig né vini sína. Færslur sem ráðast á tekjulágt fólk með ógeðfelldum sálgreiningum og siðferðislegum dómi – frá manni sem á fyrirtæki með hluti í stórútgerð og skuldabréfum í Brimi – eru ekkert annað en meðvituð sundrung. Þær brjóta gegn grunngildi trausts, gagnsæis og ábyrgðar sem siðareglurnar eiga að verja. Og þá má spyrja: Hvers vegna grípur forsætisnefnd Alþingis ekki til aðgerða? Í 16. gr. reglnanna kemur fram að nefndin skuli fjalla um meint brot á siðareglum, og í 17. gr. er almenningi heimilt að senda inn skriflegt erindi vegna slíkra brota. Það er kominn tími á að það sé gert – því sú skömm sem skellir á fátæku fólki í þessum skrifum, er ekki einkaskoðun Jóns Péturs lengur. Hún verður opinber stefna þegar þingmaður Alþingis notar vettvang sinn til að móta svona hugmyndir í nafni valdsins. Spilling ekki bara peningar – heldur viðhorf og lífsstíll Siðareglur alþingismanna og annarra vinnustaða eru oftast notaðar sem skraut á kaffistofum vinnustaða. Enn þær eru lögboðnar reglur sem eiga að tryggja, í tilfelli alþingis, að traust haldist milli kjósenda og valds. Þegar þingmaður talar fyrir opnum tjöldum af hálfgerðu hroka um „aðrir eiga ekki að vera bitrir“ á meðan hann sjálfur hagnaðist um hundruð milljóna á hlutabréfum í útgerðinni sem hann ver – þá er ekki lengur um persónulegt mat að ræða, heldur opinbera háttsemi. Sú skylda hvílir á forsætisnefnd Alþingis að taka slíkt til skoðunar. Og hún getur ekki treyst því að þjóðin gleymi – því hún mun ekki gleyma á þessum tímum auðvelds upplýsinga og einfalds gagnsæis fyrir almenning Skilaboðin til almennings Fólk sem hefur upplifað harkið – foreldra sem urðu úrvinda af vinnu, heimili þar sem enginn gat tekið sér frí, líf þar sem neysluskuldir eru ekki val heldur lifibrauð – vitum að þetta snýst ekki um „biturð“. Þetta snýst um að sjá í gegnum gaslýsingu flestra valdhafa og stjórnenda. Um að krefjast þess að þeir sem eru með öll spil á hendi hætti að láta eins og þeir hafi unnið þau í spilakassa lífsins, því að það vitum við að þeir hafa ekki gert. Það er fengið vegna tengsla og manna sem voru til í að leika sér með lög landsins og sjá glufur til skjóts ávinnings. Starfsfólk alþingis getur ekki leyft Jón Pétri að eyða tíma og fjármunum þjóðarinnar með ringulreið og hagsmunavinnu fyrir vini og fjölskyldu . Hann má halda áfram að láta eins og hann hafi verið kennarinn sem kenndi okkur öllum að fljúga Við sjáum í gegnum þetta allt saman . Og við krefjumst þess að Alþingi – ekki bara almennningur/þjóðin – sýni sjálfsvirðingu og ábyrgð. https://www.althingi.is/thingmenn/hagsmunaskraning/sidareglur/ Ég hvet fólk til að senda erindi á althingi@althingi.is og kvarta undan þingmanninum samkvæmt reglum í 17 gr. siðareglna alþingismanna Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum .
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun