„Þetta er ekki eiturgas“ Smári Jökull Jónsson skrifar 20. júlí 2025 21:31 Þorsteinn Jóhannsson er sérfræðingur hjá umhverfis- og orkustofnun Vísir/Lýður Valberg Dæmi er um að fólk loki sig af með loftræstitæki vegna gosmóðunnar sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu í dag. Sérfræðingur hjá umhverfis- og orkustofnun vill að farið sé varlega hvað varðar íþróttaæfingar barna. Líkt og íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa tekið eftir hefur skyggni í borginni í dag verið lélegt en ástæðan er gosmóða sem myndast vegna eldgossins við Sundhnúka. Sérfræðingur hjá umhverfis- og orkustofnun segir fólk ekki þurfa að vera smeykt. „Við erum alltaf að segja við fólk því við verðum var við áhyggjur, þetta er ekki eiturgas. Það er enginn að verða fyrir áhrifum alvarlegum á nokkrum andardráttum en þetta er sannarlega nokkur mengun á íslenskan mælikvarða,“ sagði Þorsteinn Jóhannsson í kvöldfréttum Sýnar. Fólk lokar sig af með loftræstitæki Jóhann segir ekki um að ræða sama efni og kemur upp við gígana við Sundhnúka. Gosmóðan séu agnir en ekki gastegund og jafnvel heldur meira ertandi. Fólk geti því fundið meira fyrir þeim. „Hraust fólk á öllum aldri þarf ekki hafa mikil áhrif á það. Þú getur farið út og jafnvel í létt garðverk en ég myndi ekki fara út að hlaupa og ekki fara upp á Esju. Það er hvort sem er ekkert útsýni uppi á Esju núna. Takmarka alla óþarfa áreynslu utandyra.“ Hraust fólk gæti fundið fyrir óþægindum í hálsi og viðkvæmir hópar með undirliggjandi sjúkdóma og astma enn frekar. Þá sé ekki mælt með að börn séu látin sofa úti í vögnum á meðan ástandið varir. „Svo er reyndar mjög lítill hópur fólks sem er mjög viðkvæmur, fólk með alvarlega undirliggjandi lugnasjúkdóma, lungnaþembu og mjög slæman astma. Það getur fundið alveg rækilega fyrir þessu. Við heyrum alveg af fólki sem bara lokar sig af í einu herbergi með loftræstitæki.“ Líkur eru á að mengunin minnki strax á morgun þegar bætir í vind. Jóhann segir að íþróttafólk gæti fundið fyrir óþægindum eftir áreynslu en í kvöld fer meðal annars fram leikur Víkings og Vals í Bestu deild karla. Hann vill þó að fólk fari varlega hvað varðar íþróttaæfingar barna. „Kannski ekki endilega aflýsa æfingum, kannski vera í einhverjum öðruvísi æfingum. Meira tækniæfingum en ekki taka langa hlaupaæfingu.“ Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Heilbrigðismál Umhverfismál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Líkt og íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa tekið eftir hefur skyggni í borginni í dag verið lélegt en ástæðan er gosmóða sem myndast vegna eldgossins við Sundhnúka. Sérfræðingur hjá umhverfis- og orkustofnun segir fólk ekki þurfa að vera smeykt. „Við erum alltaf að segja við fólk því við verðum var við áhyggjur, þetta er ekki eiturgas. Það er enginn að verða fyrir áhrifum alvarlegum á nokkrum andardráttum en þetta er sannarlega nokkur mengun á íslenskan mælikvarða,“ sagði Þorsteinn Jóhannsson í kvöldfréttum Sýnar. Fólk lokar sig af með loftræstitæki Jóhann segir ekki um að ræða sama efni og kemur upp við gígana við Sundhnúka. Gosmóðan séu agnir en ekki gastegund og jafnvel heldur meira ertandi. Fólk geti því fundið meira fyrir þeim. „Hraust fólk á öllum aldri þarf ekki hafa mikil áhrif á það. Þú getur farið út og jafnvel í létt garðverk en ég myndi ekki fara út að hlaupa og ekki fara upp á Esju. Það er hvort sem er ekkert útsýni uppi á Esju núna. Takmarka alla óþarfa áreynslu utandyra.“ Hraust fólk gæti fundið fyrir óþægindum í hálsi og viðkvæmir hópar með undirliggjandi sjúkdóma og astma enn frekar. Þá sé ekki mælt með að börn séu látin sofa úti í vögnum á meðan ástandið varir. „Svo er reyndar mjög lítill hópur fólks sem er mjög viðkvæmur, fólk með alvarlega undirliggjandi lugnasjúkdóma, lungnaþembu og mjög slæman astma. Það getur fundið alveg rækilega fyrir þessu. Við heyrum alveg af fólki sem bara lokar sig af í einu herbergi með loftræstitæki.“ Líkur eru á að mengunin minnki strax á morgun þegar bætir í vind. Jóhann segir að íþróttafólk gæti fundið fyrir óþægindum eftir áreynslu en í kvöld fer meðal annars fram leikur Víkings og Vals í Bestu deild karla. Hann vill þó að fólk fari varlega hvað varðar íþróttaæfingar barna. „Kannski ekki endilega aflýsa æfingum, kannski vera í einhverjum öðruvísi æfingum. Meira tækniæfingum en ekki taka langa hlaupaæfingu.“
Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Heilbrigðismál Umhverfismál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira