Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2025 12:31 Á Alþingi eru teknar sumar af veigamestu ákvörðunum um líf og kjör landsmanna. Umræður á Alþingi um leiðréttingu veiðigjalda fóru væntanlega fram hjá fáum. Kjörnir fulltrúar hafa lýst skoðun sinni í mjög ítarlegu máli, þó minnihluti þingheims hafi viljað meina að ýmislegt væri eftir órætt og að frumvarp um veiðigjöld myndi hafa áhrif á afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi. Það var hins vegar ekki einungis þeirra afkoma sem var í húfi á nýafstöðnu þingi. Þann 29. mars var frumvarp Loga Einarssonar háskólaráðherra um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna tekið til fyrstu umræðu. Í frumvarpinu eru lagðar til töluverðar breytingar á Menntasjóði sem stúdentahreyfingin hefur kallað eftir árum saman - sumar allt frá því að drög að nýju námslánakerfi voru kynnt árið 2019. Ein stærsta breytingin felur í sér að loksins eigi að bregðast við íþyngjandi greiðslubyrði lántaka með því að heimila stúdentum með fleiri en eitt lán að greiða af einu þeirra í einu. Loksins þegar átti að bregðast við grafalvarlegri stöðu íslensks námslánakerfis sem setið hefur á hakanum í að verða tvö ár, náði frumvarpið sem myndi bæta stöðu námsmanna ekki fram að ganga á þessu þingi. Það gerðist þrátt fyrir að Allsherjar- og menntamálanefnd hafi lagt til að samþykkja frumvarpið óbreytt og þrátt fyrir að þingmenn hafi almennt verið sammála um að núverandi námslánakerfi væri óásættanlegt. En eftir það ræddi þingið að sjálfsögðu veiðigjöld fram á kvöld. Hversu áríðandi er að laga íslenskt námslánakerfi? Í pallborðsumræðum Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri og Landssamtaka íslenskra stúdenta í aðdraganda Alþingiskosninga 2024 mættu fulltrúar allra flokka og svöruðu spurningum stúdenta. Aðspurðir hvort þeim fyndist Menntasjóður námsmanna standa undir hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður, svöruðu allir frambjóðendur spurningunni neitandi, þar á meðal Jens Garðar Helgason varaformaður Sjálfstæðisflokksins og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Frumvarpið, sem hefur nú hefur verið bremsað af í þinginu, felur eingöngu í sér fyrstu, bráðnauðsynlegustu skrefin til þess að létta fjárhagslega byrði lántaka sem hefur farið síversnandi. Í pallborðsumræðum á Landsþingi LÍS í vor ræddi háskólaráðherra eigin reynslu af íslenskum námslánum og tók sjálfan sig, eiginkonu sína og nýútskrifaðan son sinn sem dæmi - hann var með bestu lánakjörin, tíu árum seinna höfðu lánakjörin versnað aðeins og nú, frá árinu 2020, væru lánin enn verri. Það ætti að vera í forgangi að leiðrétta þann kynslóðahalla sem hefur myndast hvað varðar lánakjör íslenskra stúdenta og berjast fyrir umbótum í stað afturfarar. Þá er einnig áríðandi að bregðast við þeirri staðreynd að nú eru dæmi um að fólk sé að greiða af tveimur, jafnvel þremur námslánum í einu og standi frammi fyrir verulegri og algjörlega ósveigjanlegri greiðslubyrði sem slagar upp í hundrað þúsund krónur í hverjum einasta mánuði. Í vor virtist ríkja samstaða um að breytingar á lögum um Menntasjóð námsmanna væru nauðsynlegar og að núverandi námslánakerfi stæði ekki undir hlutverki sínu, en vegna málþófs situr framtíð stúdenta enn á hakanum. Í ljósi þess hvetja Landssamtök íslenskra stúdenta þingmenn til þess að hraða afgreiðslu málsins á fyrstu dögum nýs þings og með því setja stúdenta og ungt fólk í forgang. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námslán Hagsmunir stúdenta Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi eru teknar sumar af veigamestu ákvörðunum um líf og kjör landsmanna. Umræður á Alþingi um leiðréttingu veiðigjalda fóru væntanlega fram hjá fáum. Kjörnir fulltrúar hafa lýst skoðun sinni í mjög ítarlegu máli, þó minnihluti þingheims hafi viljað meina að ýmislegt væri eftir órætt og að frumvarp um veiðigjöld myndi hafa áhrif á afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi. Það var hins vegar ekki einungis þeirra afkoma sem var í húfi á nýafstöðnu þingi. Þann 29. mars var frumvarp Loga Einarssonar háskólaráðherra um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna tekið til fyrstu umræðu. Í frumvarpinu eru lagðar til töluverðar breytingar á Menntasjóði sem stúdentahreyfingin hefur kallað eftir árum saman - sumar allt frá því að drög að nýju námslánakerfi voru kynnt árið 2019. Ein stærsta breytingin felur í sér að loksins eigi að bregðast við íþyngjandi greiðslubyrði lántaka með því að heimila stúdentum með fleiri en eitt lán að greiða af einu þeirra í einu. Loksins þegar átti að bregðast við grafalvarlegri stöðu íslensks námslánakerfis sem setið hefur á hakanum í að verða tvö ár, náði frumvarpið sem myndi bæta stöðu námsmanna ekki fram að ganga á þessu þingi. Það gerðist þrátt fyrir að Allsherjar- og menntamálanefnd hafi lagt til að samþykkja frumvarpið óbreytt og þrátt fyrir að þingmenn hafi almennt verið sammála um að núverandi námslánakerfi væri óásættanlegt. En eftir það ræddi þingið að sjálfsögðu veiðigjöld fram á kvöld. Hversu áríðandi er að laga íslenskt námslánakerfi? Í pallborðsumræðum Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri og Landssamtaka íslenskra stúdenta í aðdraganda Alþingiskosninga 2024 mættu fulltrúar allra flokka og svöruðu spurningum stúdenta. Aðspurðir hvort þeim fyndist Menntasjóður námsmanna standa undir hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður, svöruðu allir frambjóðendur spurningunni neitandi, þar á meðal Jens Garðar Helgason varaformaður Sjálfstæðisflokksins og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Frumvarpið, sem hefur nú hefur verið bremsað af í þinginu, felur eingöngu í sér fyrstu, bráðnauðsynlegustu skrefin til þess að létta fjárhagslega byrði lántaka sem hefur farið síversnandi. Í pallborðsumræðum á Landsþingi LÍS í vor ræddi háskólaráðherra eigin reynslu af íslenskum námslánum og tók sjálfan sig, eiginkonu sína og nýútskrifaðan son sinn sem dæmi - hann var með bestu lánakjörin, tíu árum seinna höfðu lánakjörin versnað aðeins og nú, frá árinu 2020, væru lánin enn verri. Það ætti að vera í forgangi að leiðrétta þann kynslóðahalla sem hefur myndast hvað varðar lánakjör íslenskra stúdenta og berjast fyrir umbótum í stað afturfarar. Þá er einnig áríðandi að bregðast við þeirri staðreynd að nú eru dæmi um að fólk sé að greiða af tveimur, jafnvel þremur námslánum í einu og standi frammi fyrir verulegri og algjörlega ósveigjanlegri greiðslubyrði sem slagar upp í hundrað þúsund krónur í hverjum einasta mánuði. Í vor virtist ríkja samstaða um að breytingar á lögum um Menntasjóð námsmanna væru nauðsynlegar og að núverandi námslánakerfi stæði ekki undir hlutverki sínu, en vegna málþófs situr framtíð stúdenta enn á hakanum. Í ljósi þess hvetja Landssamtök íslenskra stúdenta þingmenn til þess að hraða afgreiðslu málsins á fyrstu dögum nýs þings og með því setja stúdenta og ungt fólk í forgang. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun