Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júlí 2025 09:15 „Við ættum auðvitað alls ekki að nota ljósabekki,“ segir María Heimisdóttir landlæknir. olgabjortthordardottir Landlæknir segir vel koma til greina að banna ljósabekki. Skaðsemi tengd notkun þeirra hefur verið til umræðu undanfarna daga og húðlæknar hafa lagt til blátt bann við notkun ljósabekkja. Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að þörf sé á átaki gegn notkun ljósabekkja, í raun ætti að banna slíka starfsemi alveg. Rannsóknir sýni að bekkirnir valdi fleiri krabbameinum en sígarettur. María Heimisdóttir landlæknir virtist hlynnt bláu banni við ljósabekkjum í viðtali í Bítinu. „Við ættum alls ekki að nota ljós, nota ljósabekki og sérstaklega ekki unglingar og ungt fólk,“ segir María Átján ára aldurstakmark var sett á notkun ljósabekkja árið 2011 og landlæknir segir ekki úr vegi að takmarka aðgengi að ljósabekkjum enn frekar. „Vegna þess hvað þetta er hættulegt, sérstaklega fyrir unga fólkið okkar. Það er á okkar ábyrgð að passa upp á börnin okkar og unga fólkið. Það eru þrjú lönd sem hafa bannað þetta alveg, Brasilía, Ástralía og Íran,“ segir María. Hún segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina mæla með því að banna notkun ljósabekkja alveg eða takmarka hana verulega. „Það kemur vel til greina að skoða hvaða frekari aðgerðum við getum beitt. Það yrði þá að vera í samstarfi við embætti Landlæknis, Geislavarnir, húlækna og auðvitað neytendur,“ segir María. Rekstraraðilarnir vilja væntanlega eitthvað segja um þessi mál? „Það er sjálfsagt að hlusta á það líka en vísindin segja okkur alveg söguna, eins og hún Jenna fór vel yfir í viðtalinu.“ Ljósabekkir Heilbrigðismál Embætti landlæknis Krabbamein Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að þörf sé á átaki gegn notkun ljósabekkja, í raun ætti að banna slíka starfsemi alveg. Rannsóknir sýni að bekkirnir valdi fleiri krabbameinum en sígarettur. María Heimisdóttir landlæknir virtist hlynnt bláu banni við ljósabekkjum í viðtali í Bítinu. „Við ættum alls ekki að nota ljós, nota ljósabekki og sérstaklega ekki unglingar og ungt fólk,“ segir María Átján ára aldurstakmark var sett á notkun ljósabekkja árið 2011 og landlæknir segir ekki úr vegi að takmarka aðgengi að ljósabekkjum enn frekar. „Vegna þess hvað þetta er hættulegt, sérstaklega fyrir unga fólkið okkar. Það er á okkar ábyrgð að passa upp á börnin okkar og unga fólkið. Það eru þrjú lönd sem hafa bannað þetta alveg, Brasilía, Ástralía og Íran,“ segir María. Hún segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina mæla með því að banna notkun ljósabekkja alveg eða takmarka hana verulega. „Það kemur vel til greina að skoða hvaða frekari aðgerðum við getum beitt. Það yrði þá að vera í samstarfi við embætti Landlæknis, Geislavarnir, húlækna og auðvitað neytendur,“ segir María. Rekstraraðilarnir vilja væntanlega eitthvað segja um þessi mál? „Það er sjálfsagt að hlusta á það líka en vísindin segja okkur alveg söguna, eins og hún Jenna fór vel yfir í viðtalinu.“
Ljósabekkir Heilbrigðismál Embætti landlæknis Krabbamein Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira