Fótbolti

Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi var auðvitað valinn maður leiksins í sigrinum á Nashville SC.
Lionel Messi var auðvitað valinn maður leiksins í sigrinum á Nashville SC. Getty/Rich Storry

Lionel Messi hefur bætt við enn einu metinu við ferilskrána og nú með því að skora tvö mörk í fimm leikjum í röð í bandarísku MLS-deildinni.

Messi skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Inter Miami á Nashville SC um helgina. Þremur dögum áður hafði hann skorað bæði mörkin í 2-1 sigri á New England Revolution.

Hann skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í 4-1 sigri á CF Montréal í fyrsta leik Miami eftir heimsmeistarakeppni félagsliða.

Í síðustu tveimur leikjunum fyrir HM þá var hann með tvö mörk og tvær stoðsendingar í 5-1 sigri á Columbus Crew og tvö mörk og eina stoðsendingu í 4-2 sigri áCF Montréal.

Í þessum tíu leikjum þá er Messi því kominn með tíu mörk og fjórar stoðsendingar og þar með átt þátt í fjórtán af sautján mörkum Inter. Ótrúleg tölfræði þar.

Hann er nú orðinn markahæsti leikmaður MLS deildarinnar með sextán mörk og hefur einnig gefið sex stoðsendingar í sínum sextán leikjum.

Hér fyrir neðan má sjá þessu tíu mörk Messi í síðustu fimm leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×