Innlent

Tenerife-veður víða á landinu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það er ekki oft sem dökkrauður og fjólublár sjást á hitakortum á Íslandi.
Það er ekki oft sem dökkrauður og fjólublár sjást á hitakortum á Íslandi.

Landsmenn mega búast við bjartviðri og hita á bilinu 17 til 28 stig í dag sökum hlýs loftmassa sem fer nú yfir landið. Ef spár ganga eftir verður hlýjast í dag og á morgun.

Veðurstofa Íslands spáir víða austan 3 til 10 m/s í dag en norðlægari vestantil á landinu. Bjartviðri og hita á bilinu 17 til 28 stigum en sums staðar þokulofti og þá verður mun svalara við norður- og austurströndina.

Svipað veður á morgun en ívið svalara.

Óli Þór Árnason veðurfræðingur sagði í samtali við fréttastofu í gær að raunhæfur möguleiki væri á því að hitamet myndu falla í dag.

„Það er alveg raunhæfur möguleiki. Metin eru frá 1939 í júní, 30,5 gráður á Teigarhorni og aðeins lægri á Kirkjubæjarklaustri og það er alveg rými á morgun til þess að slá metin,“ sagði Óli Þór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×