Sport

NFL goð­sögn féll frá um helgina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Luis Sharpe í leik með Cardinals árið 1992.
Luis Sharpe í leik með Cardinals árið 1992. vísir/getty

Luis Sharpe, sem var þrisvar valinn í stjörnulið NFL-deildarinnar, Pro Bowl, féll frá um helgina. Hann var 65 ára gamall.

Sharpe átti glæsilegan þrettán ára feril í NFL-deildinni. Hann lék allan sinn feril með Cardinals. Fyrst í St. Louis frá 1982-87 og svo í Arizona frá 1988 til 1994.

Sharpe var fæddur í Havana en ólst upp í Detroit. Hann var valinn sextándi í nýliðavalinu árið 1982. Hann spilaði háskólabolta með UCLA.

Hann byrjaði alla 189 leiki sína í deildinni og var valinn í Pro Bowl 1987, 1988 og 1989.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×